Nýr flokkur!

Held að það sé alveg orðið ljóst að það eru tveir flokkar í Vinstri Grænum.

Annars vegar eru það vinstri kratar undir stjórn Steingríms, í raun fólk sem gæti verið í vinstri armi Samfylkingarinnar ef að Steingrímur hefði ekki verið ósáttur við viðskilnað Alþýðubandalagsins á sínum tíma.  Þeir kratar eru líka ekki mjög umhverfissinnaðir, alla vega ekki þannig að þeir fórni völdum þess vegna.  Steingrímur, Svandís, Björn Valur og hugsanlega Álfheiður.

Svo er það róttæki armur flokksins, lengst til vinstri.  Undir stjórn Ögmundar og inní þann flokk færu Guðfríður, Atli, Jón Bjarna og Ásmundur.  Sá flokkur er auðvitað systurflokkur Radikale Venstre í Danmörku og auðvelt að finna nafnið á flokkinn.  Róttækir vinstri menn og umhverfissinnar.

Þetta fólk á að viðurkenna það að flokkurinn er klofinn og ekki stjórntækur sem heild.  Þau Guðfríður og Ögmundur eru fínir málsvarar, telja umræður og vangaveltur mikilvægari en ákvarðanir og vilja alls engan niðurskurð og burt með erlenda aðstoð.

Þau eiga auðvitað að stíga út úr Vinstri Grænum og standa fyrir máli sínu þannig.  Þau gætu meiri segja orðið lykilflokkur í að verja minnihlutastjórn.

Það væri alveg jafn slæmt/gott og annað í pólitíkinni hér.


mbl.is Ögmundur: Var stillt upp við vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þessu.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband