Gott fyrir þjóðarsálina

Í stöðugum fréttum af svikum, vantrausti og niðurdrepandi umræðu er frammistaða Íslendinganna á sviðinu í Osló kærkomin tilbreyting. 

Skælbrosandi sjálfsöruggir Íslendingar okkur til sóma og þetta var meðal fyrir þjóðarsálina.  Svei mér þá maður getur bara hlakkað til næsta laugardags þegar þau stíga aftur á svið.

Eins og alltaf var gleði í húsinu þegar Eurovision er á ferðinni.  Við sátum hér Thelma Rut, Sigríður Birta og Sólveig Harpa og hjartað komið niður í buxur þegar umslagið opnaðist. Öskur hopp og gleði hjá okkur öllum - þó Thelma hafi sest fyrst niður.....

Ekki versnaði að öll lögin "okkar" komust áfram.  Við sættumst á að kjósa Moldavíu, Grikkland, Portúgal og Belgíu, en Sigríður Birta var afar ósátt að við kusum ekki Bosníu, vegna Sunnu, Allans og Ejubs.  Hún var afar glöð að þau komust samt áfram.

Svo erum við sannfærð um að Fiðrildasafnið frá Hvíta-Rússlandi er í anda grínuádeila a-la-SylvíaNótt.  

Við neitum að trúa öðru.

En takk fyrir Hera og félagar, mikið óskaplega var gott að fá jákvæða frétt sem fyrstu frétt í Tíufréttum hjá RÚV í kvöld.


mbl.is Íslenska lagið í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband