Góð mótmæli og slæm

Góð mótmæli

Horfði á alla tala á Alþingi í gær.

Úti heyrðist hávaðinn og það var fullkomlega ljóst að áhyggjur og kvíði var ástandið í þingsalnum, mótmælin voru þá góð sýndist manni og algerlega á hreinu að á þeim var tekið mark.

Mér fannst Framsóknarmennirnir beygja af leið stóryrða og það kom mér á óvart, því fáir hafa slegið með stærri sleggjum en þeir.  Því miður voru þó ekki margir sem fylgdu þeim.

Alþingi sem stofnun er það sem reiði fólks snýr að.  Pólitíkin í heild og mér er ómögulegt að skilja það að enn séu pollskýrir einstaklingar sem telja það að með því að kjósa á ný núna verði einhver straumhvörf.

Ég hugsa að ég hefði mætt á Austurvöll í gær til að minna á það að Alþingi þarf að endurskoða sín vinnubrögð og sjá til þess, nú og alltaf í framtíðinni að allir 63 einstaklingarnir inni á þingi verði teknir alvarlega.

Það er kominn tími á að minnka málfundarhefðina og láta fólk vinna meira saman.  Ég starfa í skóla og mér finnast þeir starfshættir sem gilda á þinginu vera eins og ég væri alltaf á kennarafundum en afskaplega lítið að kenna.

Fínt að hafa einn þingfund á mánudegi og annan á föstudegi.  Hina dagana væri fólk að vinna í hópum við að leysa mál. 

Þannig allavega vildi ég sjá þetta og væri til í að standa á Austurvelli til að tala fyrir því.

Slæm mótmæli.

Ekkert réttlætir það að skaða fólk og skemma persónulegar eigur fólks sem bauð sig fram til starfa á Alþingi.  Það var ömurlegur endir á kvöldinu og þeim til skammar sem tóku þátt.

Ef þing verður rofið og boðað til nýrra kosninga, hver mun sækja þá um vinnuna?

Í dag held ég að ekki verði líklegt að margir leggi inn umsókn!


mbl.is Ófriðarbál á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband