Jón Ásgeir og eignirnar

Verð að viðurkenna að ég læt það pirra mig að sjá Jón Ásgeir enn í fararbroddi fjölmiðils á Íslandi.

Pirra mig enn meira á því að ég greiði af þeim fjölmiðli á mínu heimili og vona svo innilega að þjónustan á mínu sjónvarpssvæði aukist svo ég geti réttlætt það fyrir mínu fólki að hætta að borga af Stöð 2.

Þar er margt um ágætt fólk og góða þætti, en ég hef áður heyrt svipaðar sögur af stjórnunarháttum Jóns Ásgeirs, sem eru auðvitað bara til marks um þá sannfæringu hans að hann hafi óumdeilanlegan rétt til að drottna.

Þegar maður horfir á umfang sjónvarpsstöðva 365 miðla er ljóst að gríðarlegar fjárhæðir eru þar á ferð og ég hef oft grunað það að þeir fjármunir sem hafa farið í fjármögnun íþróttadagskrár og annarra sjónvarpsþátta séu m.a. komnir úr annarri starfsemi kappans.

Þessi frétt er bara enn einn steinninn í þá vörðu að ég hafi mig í að hætta að borga af 365 miðlum.  Hlýtur að fara að takast...


mbl.is Jón Ásgeir vildi láta reka blaðamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Bara hlaða þessum þáttum niður og segja upp S2.

Sigurjón, 11.10.2010 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband