Leitt er að heyra - en ekki fann ég þetta á Hellissandi

Gekk í gær til góðs á Hellissandi, eins og fyrir tveimur árum.

Frábært veður, fór með dætur mínar í þrjár sómagötur á Sandinum.  Pési nágranni og Trausti hennar Gunnhildar löbbuðu eins og herforingjar með baukinn og við brostum fallega til allra.

Og uppskárum samkvæmt því, vorum afar glaðir með afraksturinn, enda tók fólk vel í þessa beiðni okkar að styrkja Rauða Kross Íslands til góðra verka.  Fannst enginn munur vera á gjafmildi fólks nú eða 2006.

Enda held ég að kreppan sé ekki eins afgerandi hér og fyrir sunnan.  Fólk hér er ekki að taka stór erlend lán í sama mæli, og eiginfjárstaða heimilanna að meðaltali örugglega sterkari.  Auðvitað er gengið að valda fyrirtækjunum hér skaða eins og annars staðar, en mér finnst andrúmsloftið hér ekki eins kvíðafullt og á höfuðborgarsvæðinu.

Þess vegna kemur mér ekki á óvart að minna hafi safnast þar en áður.


mbl.is Dræm uppskera af Göngu til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tetta er rosalega krútlegt hja ykkur. Safna fyrir litlu svörtu krílin! Enn tað hefur auðvitað ekki hvarllað að ykkur að safna fyrir fátækar ÍSLENSKAR einstæðar mæður? Eða ÍSLENSKA öryrkja?

Nei nei segi nú bara svona, tað er ekki eins fínt og að safna fyrir Afríku er tað!

óli (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 10:49

2 identicon

Hvernig dettur mönnum í hug að vera að safna peningum fyrir aðra þjóð, þegar allt er að fara á hausinn hér. Okkur vantar pening inn í landið en ekki út úr því - skammist ykkar að taka þátt í þessu! Gangið til góðs fyrir Ísland og fátæktar landsins!

Hjolli (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 11:01

3 identicon

Sæll Maggi. Gat ekki hugsað mér að hafa bara þessi tvennu skilaboð sem komin eru, þótt ég leggi að öllu jöfnu ekki orð í bloggbelg. Til hamingju með að hafa gengið til góðs og tekið þátt í því lofsverða átaki. Kveðja

Ingunn Snædal

Ingunn (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Voðalega er fólk e-ð biturt hér ! .. Flott hjá ykkur að ganga ;) Börn (og fullorðnir) hafa gott af því að safna peningum fyrir þá sem minna meiga sín. Ég er einstæð móðir og ekki myndi ég vilja að það yrði gengið til góðs fyrir mig .. Ætli þessu fólki vanti ekki frekar peninga en mig, efast um að þau séu að svekkja sig á því að hafa ekki efni á stöð2 .. he he ..

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 5.10.2008 kl. 11:59

5 identicon

Mikil er fáfræðin! Vita menn virkilega ekki að Rauði kross Íslands sinnir líka fátækum á Íslandi??? Fólk ætti að kynna sér málin áður en það fer að kvarta og kveina yfir því að verið sé að bjarga mannslífum úti í heimi.

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 13:47

6 identicon

Gaf ekki krónu og er stoltur af tví! Enn ef að menn vilja kannski koma og safna fyrir tá sem eru tjakaðir af vaxta okri hér á landi skal ég setja aur í baukinn!!

óli (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 16:42

7 identicon

Er ekki bara málið að RKÍ gangi til góðs fyrir allt það fólk sem nú er að missa húsin sín, vegna þess að stuttbuxnadrengir eru búnir að setja þjóðfélagið á hausinn! Hvar er Bjarni Ármannsson, vill hann ekki snauta sér heim frá Noregi og skila peningunum sem hann stal út úr bankanum? Lárus Weldingh er ekki málið núna að skila 300 millunum sem þú fékkst fyrir að skrifa undir við Glitni? Já sveiattann!

Hjolli (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 17:21

8 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Verð nú að viðurkenna það að ég hrökk nú eiginlega við að sjá hversu menn eru lítið meðvitaðir um störf Rauða Krossins!

Þessi samtök hafa staðið þétt við bakið á fólki í þrengingum um allan heim, sko ekki síst á Íslandi!  Nefni t.d. frábært fataverkefnið á Íslandi undir styrkri stjórn föður míns.  Það verkefni hefur snúist að mestu leyti um aðstoð á Íslandi!  Að ekki sé minnst á ótrúlegt sjálfboðaliðastarf þessa fólks hér í slysum og öðrum aðstæðum þar sem fjöldahjálpar er þörf!

En vissulega er Rauði Krossinn partur af samfélagi alheimsins og þarf að taka þátt í því.  En við skulum sko ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt í þannig stöðu, Íslendingar, að nær allar, sennilega allar þjóðir geta öfundað okkur.....

Magnús Þór Jónsson, 6.10.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband