Kjánaleg ummæli í besta falli

Verð að viðurkenna að þessi ummæli Harðar, sem hefur sýnt nokkra reisn í mótmælum sínum, valda mér miklum vonbrigðum!

Hann er greinilega upptekinn af því að vera orðinn byltingarforingi að lokum, handviss um það að ófriðarbál og andstaða við kerfið sé það besta í stöðunni.

Í dag eru 4 mánuðir til kosninga og að þeim loknum verður nýr raunveruleiki til.  Við vitum öll að bankastjórar Seðlabankans skipta engu máli lengur og því spurning hvort sú krafa eigi ekki bara að bíða þar til að ný ríkisstjórn skiptir um stjórana og kröfunni um kosningar hefur verið svarað.  Með því að skipta um yfirmann Fjármálaeftirlits er held ég allt komið fram sem þjóðin hefur beðið um.

Og þá kemur í ljós hvort að Hörður er maðurinn sem þjóðin treystir.  Í lýðræðisríkinu sem hann býr í finnur hann sér þá næstu mánuðina flokk og býður sig fram til starfa fyrir þjóðina.

Annars er allt hans brölt að undanförnu enn eitt dæmið um lýðskrum og ummæli hans um Geir dónaskapur og til þess eins fallin að sundra fólki í stað þess að reyna að sameina!!!


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála þér Magnús Þór

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 16:23

2 identicon

Það að Hörður skuli benda á möguleikann á því að það sé pólitískt trix að nota krabbamein til að kúpla sig út úr pólitík, án þess að segja af sér, er einmitt merki um heilindi hans. Hörður er ekki svo vitlaus að hafa ekki áttað sig á því að þessi ummæli myndu falla í slæman jarðveg hjá fólki sem ekki þorir að standa með sjálfu sér, eða er of miklir tilfinningarunkarar til að halda út að gera siðferðilegar kröfur til stjórnmálamanna þegar þeir eiga bágt. Hörður þorir að halda fram óvinsælum skoðunum og ég virði hann meira fyrir vikið.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband