Ábyrgðarleysi!
1.10.2009 | 21:09
Höskuldur Þór og Sigmundur Davíð....
Það er ábyrgðarhluti að setja fram í alvöru það að Norðmenn "séu tilbúnir" að lána okkur peninga vegna ummæla eins þingmanns eins flokks í stjórn Noregs!
Það eina sem hefst úr þessu að enn einu sinni er okkur Íslendingum gert það ljóst að við fáum ekki lán frá Norðurlöndunum nema að AGS komi að málinu.
Var það sem þið tölduð að þjóðin ætti skilið að heyra.
Þvílíkt bull!!!
![]() |
Vilja ekki lána Íslandi stórfé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að vera smáþjóð...
1.10.2009 | 10:48
...er ekki auðvelt.
Man eftir ástandinu þegar hryðjuverkalögunum var skellt á. Allir fiskútflytjendurnir sem ég þekki hér fyrir vestan lentu í þvílíkum vanda. Peningarnir einfaldlega fastir úti.
Var það sanngjarnt hjá Bretum?
Nei.
Geir Haarde reyndi að hringja í Breta. Þeir svöruðu ekki símtölum hans sem hlýtur að teljast með eindæmum í samskiptum þjóða.
Var það sanngjarnt hjá Bretum?
Nei.
Í umræðum um lyktir málsins hafa menn rætt það að taka upp dómstólaleiðina til að skera úr um réttmætið. Allir dómstólar heimsins milli þjóða snúast um það að báðir aðilar samþykki hvaða dómstól á að leita til.
Bretar völdu breska dómstóla, þá eina og enga aðra.
Var það sanngjarnt hjá Bretum?
Nei.
Síðan þá hafa þeir rætt um að gera áhlaup á íslensku neyðarlögin sem sett voru í hruninu, til að komast að því hvort allir ríkisborgarar ESB, og fyrirtæki, hafi ekki þarmeð öðlast rétt til að fá sömu fyrirgreiðslu og íslenskir þegnar sem klárlega myndi eyðileggja fjármál þjóðarinnar næstu 100 ár.
Er það sanngjarnt hjá Bretum?
Nei.
Ég veit ekki með ykkur hin.....
...... en ég reikna ekki með að fá sanngjarna meðferð hjá Bretum.
Það er vissulega valkostur að borga ekki ICESAVE. Ég tel, miðað við sögu breska ríkisins, algerlega ljóst að samningar við þá þjóð verði aldrei sanngjarnir.
Ef við viljum ekki takast á við okkar skuldbindingar við þær þjóðir verðum við að vera tilbúin að stíga út úr EES og leita nýrra vinabanda. Ég veit að Rússar eru tilbúnir á kantinum, og daðrað hefur verið við Kínverja.
Vandinn er sá að við erum smáþjóð að kljást við þjóðir sem hvað duglegastar hafa verið í að kúga og arðræna þjóðir í gegnum tíðina.
Grundvallarspurningin er því. Viljum við vera með þeim í liði, því á meðan á því stendur verður alltaf komið fram við okkur eins og smáþjóð á meðal risanna.....
![]() |
Ekki sanngirni að við borgum, en... |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er ekki kominn tími...
30.9.2009 | 23:28
...á þau vinnubrögð sem eru í gangi við Austurvöll.
Ég sit hér og les mig í gegnum daginn og verð stöðugt meira á þeirri skoðun að það þurfi að drífa í því, vera forgangsmál, að skoða hvernig samfélagið okkar byggir sig upp og stjórnar sér.
Ég veit ekki með ykkur hin, en mér finnst lýðræðið eins og við iðkum það vera úr sér gengið. Kerfishrun eins og orðið er á Íslandi og greinilega hefur leitt til þess að engar lausnir eru til, heldur bara vandamál, hlýtur að kalla á endurskoðun kerfisins.
Er í alvöru verið að tala um að rjúfa þing og kjósa aftur? Til hvers.....
Þjóðstjórn. Hver á að stjórna henni og hvernig á hún að auka frið?
Á morgun mun maður vakna og heyra niðurstöðu 14 manna hóps sem hefur átt mjög erfitt frá í maí. Mjög erfitt. Svo heyrum við viðbrögð 20 manna hóps sem er ákveðinn í að þramma út í eyðimörk. Svo heyrum við í fulltrúa þess hóps sem mesta ábyrgð ber á ástandinu lýsa því að þeir þvoi hendur sínar og vilji bara finna dómstóla (sem reyndar enginn getur sagt hverjir eru), þá stíga fram H & S til að segja okkur að AGS, sem Geir, Ingibjörg, Jóhanna og Steingrímur telja einu leiðina til björgunar, sé óþarfur því Nojarar ætli að bjarga okkur. Vilja reyndar ekki tala um vexti eða afborganir. Á kantinum stendur svo þrír plús einn hópurinn, sem veit alls ekki hvað hann er að gera á þingi, eða hvort hann er hópur eða ekki...
Í alvöru. Þarf ekki að skoða þetta aðeins. Glundroðalýðræðið sem byggir á fjórflokki í hægri og vinstri og 63ja manna Alþingi Íslands kosið í hlutfallskosningum lista er að mínu mati ekki að skila miklu.
Er kannski kominn tími á að brjóta þetta upp og kjósa héraðsþing eða goðorð? Held að t.d. goðorð Vestlendinga og Vestfirðinga bæri gæfu til að láta okkur hér líða betur en landsstjórnin.
Eða mörg einmenningskjördæmi þar sem þingmenn yrðu áþreifanlega varir um það að þeir væru fulltrúar fólks á ákveðnu svæði, ekki flokksvéla og slagorða?
Ég allavega er í miklum vafa. Á síðasta árinu hafa allir stjórnmálaflokkar splundrast og reika ráðvilltir um sviðið. Þann vanda þarf að leysa og fá nú almenning í landinu, sem örugglega er jafnþreyttur á ástandinu og ég.
Því kerfi eins og lýðræði byggir á hugmyndum lýðsins, en ekki reglum framboða og hefðum stjórnmálamanna!
Finna kerfið og láta það einfaldlega heita....
Íslandi allt!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kom lítið á óvart í raun
30.9.2009 | 12:38
Hef áður verið með ummæli um ákvarðanafælni Ögmundar og það hversu loftið hefur tæmst úr hans blöðru. Óþarfi að hafa um það.
Hann er augljóslega bestur í að vera "fúll á móti" og réð ALLS EKKI við embætti heilbrigðisráðherra.
Vonandi verður þetta til þess að snúið verður við ARFAVITLAUSRI brottvísun Andrésar Magnússonar á Siglufirði, sem sýnir vel hvernig átti að vinna verkin undir stjórn Ögmundar!
![]() |
Ögmundur segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já er það ekki
29.9.2009 | 10:39
Hefði haldið að hún væri farin fyrir löngu.
Það þarf að koma í ljós, fyrir alheiminn, hverjir það eru sem eru að knúsbeygja okkur í duftið. Heimurinn þarf að átta sig á því að ríkustu ríki heimsins ætla sér að halda þeirri stöðu sinni.
Þau þurfa ekki lengur að koma með heri sína og nema lönd. Þeir passa bara uppá það að stjórna peningaflæðinu og ákveða hver lifir og deyr útfrá því.
Hvort eitthvað er hægt gera varðandi það kemur í ljós. Þar þurfa víst öreigarnir að sameinast.....
![]() |
Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að sjálfsögðu
29.9.2009 | 10:31
Langbestur í sumar.
Hjartanlega til hamingju með þetta meistari Atli!
![]() |
Atli Guðnason sá besti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verði þeim bara að góðu
28.9.2009 | 09:21
Fernando Alonso er ekki minn uppáhaldsíþróttamaður, vill segja það strax.
Skil ekki að topplið eins og Ferrari vilji eltast við einþykkan fýlupúka sem telur sjálfan sig standa framar liðinu sínu.
Raikkonen verður fínn bakkup fyrir Hamilton og mínir menn munu koma sterkir á næsta ári. Ferrari þurfa pottþétt að aðlaga sig lundarfari Alonso og hjálparkokka hans. Kannski þeir keyri á veggi svo Stóri Tapsár vinni einhver mót!
![]() |
Ferrari býr sig undir að skýra frá ráðningu Alonso |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mannkynssagan
27.9.2009 | 09:33
Er góð vísbending um margt, ekki síst stefnu þjóða.
Bretar og Hollendingar eru tvö af stærstu nýlenduveldum heimssögunnar. Réðu ríkjum víða í heiminum og skildu eftir sig sviðna jörð á mörgum stöðum. Arðrændu þjóðir án þess að blikna.
Við erum að standa fyrir framan þann vanda að kljást við þessar þjóðir á alþjóðavettvangi og núna eru engir sýnilegir vinir til að standa við bak okkar gegn þeim, Norðurlöndin leggja ekki í slaginn og Bandaríkin hafa gleymt veru hersins síns hér á Miðnesheiðinni.
Ég uggi mjög þeirri stöðu að við séum að kljást við þessi tvö ríki af öllum. Umræður manna um möguleika á "betri samningum" eða "taka bara slaginn" eru samræður sem ég geri lítið annað en að hlusta á og hugsa með mér að við séum ekki enn búin að átta okkur á andstæðingnum. Trúum því að við fáum réttláta meðferð.
Er ekki viss um að t.d. eldri Indverjar eða Suður Afríkubúar séu á því að við fáum þá meðferð hjá þessum tveimur þjóðum, sem hugsanlega eru orðnar klárar "fjandþjóðir" okkar.
Ég veit ég er rispuð plata, en ég segi enn og aftur. Okkur vantar hjálp, við munum ekki ráða við þann vanda sem að okkur steðjar sjálf. Mér skilst að stóri dagurinn sé 23.október, kannski þá áttum við okkur á því að okkar lýðræðiskjörnu fulltrúar og það sem aðhafst hefur verið sé ekki þess eðlis að við getum treyst því sem okkar framtíðarsýn.
Á Íslandi ríkir enn "helmingaskiptaleiðin" þar sem nú er komið að vinstri helmingnum að setjast að kjötkötlunum. Blásturinn um að nú sé kominn tími á hinn helminginn mun engu breyta.
Það þarf raunverulega hugarfarsbreytingu þjóðarinnar og frjóa hugsun til að leiðrétta lýðræði þjóðarinnar og leiða út úr vandanum. Pólitískur Hægri-Vinstri dans hljótum við að sjá að er ekki lausn á neinu.
Og ég segi enn og aftur líka. Hvernig, hvernig, hvernig stendur á því að fyrrum eigendur Landsbankans og aðrir smiðir Ice-Save eru ekki að bíða landráðakæru?
![]() |
Ekki séð fyrir enda Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært verður...
25.9.2009 | 15:56
...þegar þessi vegur verður opnaður.
Er harðákveðinn að fara oftar á Strandirnar þegar umferðin fer að hlykkjast um hann.
Fá að nýta sér möguleikann á gistinóttum í Djúpuvík oftar en áður. Ekki margir staðir (sennilega enginn) í heiminum sem slakar manni meira niður úr erli dagsins en Árneshreppurinn ægifagri.
Og auðvitað Strandirnar almennt!
![]() |
Vegurinn um Arnkötludal lokaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábær siður, líka í FSN.
25.9.2009 | 12:30
Hlíðabúar eru auðvitað frábært fólk, enda mikið af Völsurum
Hafragrautur er uppáhaldsmorgunmaturinn minn, arfleifð frá Sauðanesvita og grautnum sem afi eldaði yfirleitt hvern morgun. Hollur, einfaldur og staðgóður sem ýtir manni af krafti út í daginn.
Við hér í Grunnskóla Snæfellsbæjar höfum boðið hann sem morgunhressingu nú um sinn og með töluverðum árangri, en Fjölbraut Snæfellinga í Grundarfirði tók einmitt sama sið og rætt er um í þessari frétt upp í haust. Mun örugglega skila miklum árangri í því að gera hollara fólk hollt.
Svo að öðru, ætla ekki að hætta með Moggablogg, einfaldlega því að ég vill ekki trúa því að lífið á Íslandi sé hvítt og svart. Nóg eru bitbeinin samt.
Það þýðir þó alls ekki að ég lýsi velþóknun á því sem fram fer á Hádegismóunum þessa dagana. Öðru nær!
![]() |
Biðröð út úr dyrum eftir graut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)