Góð mótmæli og slæm
5.10.2010 | 09:06
Góð mótmæli
Horfði á alla tala á Alþingi í gær.
Úti heyrðist hávaðinn og það var fullkomlega ljóst að áhyggjur og kvíði var ástandið í þingsalnum, mótmælin voru þá góð sýndist manni og algerlega á hreinu að á þeim var tekið mark.
Mér fannst Framsóknarmennirnir beygja af leið stóryrða og það kom mér á óvart, því fáir hafa slegið með stærri sleggjum en þeir. Því miður voru þó ekki margir sem fylgdu þeim.
Alþingi sem stofnun er það sem reiði fólks snýr að. Pólitíkin í heild og mér er ómögulegt að skilja það að enn séu pollskýrir einstaklingar sem telja það að með því að kjósa á ný núna verði einhver straumhvörf.
Ég hugsa að ég hefði mætt á Austurvöll í gær til að minna á það að Alþingi þarf að endurskoða sín vinnubrögð og sjá til þess, nú og alltaf í framtíðinni að allir 63 einstaklingarnir inni á þingi verði teknir alvarlega.
Það er kominn tími á að minnka málfundarhefðina og láta fólk vinna meira saman. Ég starfa í skóla og mér finnast þeir starfshættir sem gilda á þinginu vera eins og ég væri alltaf á kennarafundum en afskaplega lítið að kenna.
Fínt að hafa einn þingfund á mánudegi og annan á föstudegi. Hina dagana væri fólk að vinna í hópum við að leysa mál.
Þannig allavega vildi ég sjá þetta og væri til í að standa á Austurvelli til að tala fyrir því.
Slæm mótmæli.
Ekkert réttlætir það að skaða fólk og skemma persónulegar eigur fólks sem bauð sig fram til starfa á Alþingi. Það var ömurlegur endir á kvöldinu og þeim til skammar sem tóku þátt.
Ef þing verður rofið og boðað til nýrra kosninga, hver mun sækja þá um vinnuna?
Í dag held ég að ekki verði líklegt að margir leggi inn umsókn!
Ófriðarbál á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ná böndum?
20.9.2010 | 10:33
Jæja vinirnir.
Ég satt að segja átta mig ekki alltaf á því sem kemur fram frá SUS-urum. Snilldarhugmynd áður eins og lögleiða sölu fíkniefna og að leggja niður RÚV auðvitað klassískar hugmyndir sem fá mig ekki til að horfa í átt til þeirra.
Ég satt að segja sé ekki að SUS starfi í þeim anda sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir, hvað þá að taka sig til núna og biðja um að einkavæða orkufyrirtæki!
Sitt má nú sýnast hverjum, en í bili held ég allavega að það sé ekki tímabært að selja öll eggin úr gullkörfunni úr landi og ég er ekki tilbúinn að trúa því að þingmenn eða borgarfulltrúar flokksins séu sammála þessu. Þetta allavega skaðar ímynd hans nú!
Kannski er kominn tími til að forystan nái böndum á hugmyndaauðgi SUS-ara sem oft á tíðum er í besta falli á kjánalegum brautum.
SUS vill einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hlusta á það!
16.9.2010 | 12:40
Hvað sem hver segir þá er ljóst að þessi dómur mun marka framtíðina í fjármálum margra.
Að loknum dómi taka við vonandi frekar dagar en vikur þar sem fjármálastofnanir og ríkið bregðast við dómnum.
Þá vonandi léttir þokunni hjá fólki og við sjáum öll hvað við eigum og skuldum í raun...
Dómur í gengislánamáli í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vandlifað
7.9.2010 | 22:18
Vestmanneyingar eiga auðvitað ekki að þurfa að búa við það að vera "geymdir" vegna þess að það hefur láðst að setja Þorlákshöfn inná kortið sem varahöfn.
Leiðinlegast er auðvitað að Eyjafjallaaskan skekkir allt landslagið við höfnina nýju og ljóst að verkfræðingar þurfa að bregðast hratt við til að lágmarka þennan vanda sem er ólíðandi.
Drífa systir mín var að hugsa um að nota tækifærið og endurvekja kúabú í Eyjum.
Mæli ekki með því, ég dái það þolinmóða fólk sem býr með kýr. Ætlaði ekki að verða kúabóndi og vona systurinnar vegna að það lagist sem fyrst ástandið í búðunum í eyjunni fögru! Annars er ég auðvitað með kúasmalapróf!!!
Hillur að tæmast í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góður maður á stórum stað!
2.9.2010 | 16:04
Guðbjartur er án vafa einn allra öflugasti þingmaðurinn og áherslur hans líklegar til að verða þjóðinni til heilla.
Hans verkefni er stórt, að sameina þau ráðuneyti sem hvað mesta "neikvæðnin" fylgir, erfiðir málaflokkar að vinna úr, þó sérstaklega í núverandi efnahagsástandi. Er þó alveg sannfærður um að hann mun leysa það verkefni vel úr hendi.
Ætla að bíða kvöldsins og morgundagsins með að tjá mig um breytingar í stjórninni að öðru leyti, er ekki alveg á því að dagurinn hafi orðið þjóðinni til heilla að öðru leyti en því að fá Guðbjart í ríkisstjórnina.
Sameiningin stærsta verkefnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Enn er reynt að blása í glæður!
1.9.2010 | 23:28
Verð að viðurkenna það að ég skil fullkomlega ekki það að fara eigi út í einhverja uppstokkun í ríkisstjórn. Utan þess kannski að fækka ráðuneytum, en það væri einfalt að gera og leggja ráðuneyti inn til starfandi ráðherra.
Það að ætla að kúpla fólki inn og út núna á þessum tímapunkti þegar fullkomlega er ljóst að ríkisstjórnin er klofin í öllum stórum málum er bara tímasóun og kostar fullt af peningum.
Nýir ráðherrar í ráðuneytum taka sér tíma til að skoða ráðuneytin og raða í kringum sig "sínu" fólki. Á meðan er lítið annað gert í málum. Það er bara svoleiðis.
Og skilaboðin sem verða send Samfylkingunni með því að kalla Ögmund inn í stjórnina með Jón ennþá þar inni eru einföld.
Okkur er sama hvað ykkur finnst, við ráðum!
Ef Jóhanna samþykkir það gengur hún þvert á vilja stórs hluta flokksmanna Samfylkingarinnar og enn í átt til aflanna lengst til vinstri í flokknum, auk þess að ýta fast undir ákvarðankvíðann sem er landlægur í ríkisstjórninni vegna veru V.G. þar.
Ég held að nær sé að sjá hvort þessi stjórn lifir í þinginu næstu vikur. Ég er bara ekki enn búinn að sjá það gerast, því linkindin gagnvart órólegum armi annars stjórnarflokksins er slík að mann setur hljóðan.
Ég sé það alveg fyrir mér að einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar séu jafn undrandi og leiðir á því og ég...
Ráðherraskipti á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Upphafspunktur fyrir hvern?
30.6.2010 | 12:22
Maður situr bara hálfsleginn þessa dagana.
Upphafspunkturinn er hver. Hækka vexti!!!!!!
Ekkert um leiðréttingu höfuðstóls eða sanngjarna leiðréttingu vegna ofgreiðslna á ólöglegum samningum.
Fyrst er vaxtagólfið sett á þann stað sem lætur fyrirtækin lifa. Ef að þessi fyrirtæki byrja á að leggja vextina á án nokkurra leiðréttinga margfaldast afborgunarkröfurnar á venjulegt fólk.
Þetta er ekki hægt!!!!
Fullkomið aðgerðarþrot tveimur árum eftir hrun er farið að valda manni alvarlegri ógleði og ég einfaldlega skil ekki þessa forgangsröð SÍ og FME. Það eitt að fjármögnunarfyrirtækin gleðjast en almenningur argar og gargar hlýtur að vera nóg til að vekja stjórnmálin.
Þetta er ákall um aðgerðir, svo einfalt er það!
Þarna er kominn upphafspunktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gott fyrir þjóðarsálina
25.5.2010 | 22:04
Í stöðugum fréttum af svikum, vantrausti og niðurdrepandi umræðu er frammistaða Íslendinganna á sviðinu í Osló kærkomin tilbreyting.
Skælbrosandi sjálfsöruggir Íslendingar okkur til sóma og þetta var meðal fyrir þjóðarsálina. Svei mér þá maður getur bara hlakkað til næsta laugardags þegar þau stíga aftur á svið.
Eins og alltaf var gleði í húsinu þegar Eurovision er á ferðinni. Við sátum hér Thelma Rut, Sigríður Birta og Sólveig Harpa og hjartað komið niður í buxur þegar umslagið opnaðist. Öskur hopp og gleði hjá okkur öllum - þó Thelma hafi sest fyrst niður.....
Ekki versnaði að öll lögin "okkar" komust áfram. Við sættumst á að kjósa Moldavíu, Grikkland, Portúgal og Belgíu, en Sigríður Birta var afar ósátt að við kusum ekki Bosníu, vegna Sunnu, Allans og Ejubs. Hún var afar glöð að þau komust samt áfram.
Svo erum við sannfærð um að Fiðrildasafnið frá Hvíta-Rússlandi er í anda grínuádeila a-la-SylvíaNótt.
Við neitum að trúa öðru.
En takk fyrir Hera og félagar, mikið óskaplega var gott að fá jákvæða frétt sem fyrstu frétt í Tíufréttum hjá RÚV í kvöld.
Íslenska lagið í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bannað, þú veist að það er bannað....
18.5.2010 | 16:39
.... að gera sem mann langar, það sem mann langar til!
Fínt lag með SSSól, en einhvern veginn það eina sem búið er að gera frá hruni. Banna eitt og banna annað.
Ég held að Geysir Green hafi verið með erlend lán sem voru búin að setja þá á hausinn, sem í raun þýddi að eigandinn var alltaf háður fólki erlendis.
Í hinu orðinu er talað um nauðsyn þess að hér verði minnst einn erlendur banki...
Hvers vegna er það nauðsynlegt, slíkt mun snerta fleiri almenna borgara beint en salan á HS Orku? Svo er held ég verið að reyna að semja um fleiri lánalínur erlendis frá þar sem lítið á að vera um peninga á lausu.
Vandinn er svo einfaldur. Ef að allt verður áfram í ríkiseigu og ríkistryggt skiptir engu máli hvað skattprósentan er há. Því það er þá bara verið að velta peningum innan kerfis.
Það þarf peninga inn í kerfið, ef að mögulegt á að vera að reisa efnahagslíf okkar við.
Ég held að Lilja Mósesdóttir og VG ættu að fara að beina hugsjónum sínum í þær áttir, þ.e. hvernig fáum við pening frá öðrum aðila en íslenska ríkinu - og sjá til þess að þeir lifi!!!
Vill banna fjárfestingar erlendra aðila í orkufyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The wake up call
17.5.2010 | 21:37
Besti flokkurinn í Reykjavík hefur tvær hliðar og báðar jafn góðar.
Jón Gnarr fór af stað til að sýna öllum fram á leikhús fáránleikans sem hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum þar sem nógu stórir hópar eru til að stjórnmálamenn geti farið langt frá kjósendum sínum og leyft sér að leika sér í embættishúsum án þess að þurfa að eiga við raunveruleikann nema á fjögurra ára fresti.
Það er bara svoleiðis. Ráðhús Reykjavíkur og Alþingi Íslendinga.
Það var gríðarlega gott hjá honum og enn betra að standa við það og hamra á því að fólk er hætt að treysta þessu formi lýðræðisins sem er fyrir löngu farið á hliðina.
Hin hliðin er svo heiðarleg nálgun og árás á þurrt og ómanneskjulegt samband stjórnmálamanna við venjulegt fólk. Náði algerum hæðum þegar hann lagði framboðið niður í háskólaumræðum oddamanna listans.
Bæði þessi atriði munu nýtast verulega í endurreisn lýðræðisins.
Hver stjórnmálaleiðtoginn í borginni af öðrum er fallinn í gryfjuna eða fallinn í skuggann. Framsóknarflokkurinn mun þurrkast út í borginni, sá ágæti Einar á engan frama enda flokksmenn í stríði hver við annan og hafa sótt mikið fylgi í hópa sem nú hafa snúið baki við flokknum. Þær aðferðir sem nýttar hafa verið í borginni hjá þeim flokki virka ekki lengur.
Dagur veit ekki lengur hvernig hann á að haga sér. Leit illa út í viðtölum í gær og trúverðugleiki hans í forystusveitinni er að veði.
Í kvöld kemur Sóley Tómasdóttir svo með "þið eruð ekki fólkið" yfirlýsingu. Sér nú að VG er undir sama hattinum og aðrir, eyða mest af tímanum í innbyrðis erjur og eru að sýna af sér þá hlið að vera "fúli frændinn" sem heimtar það að fá nú að ráða - og talar um að verið sé að gera grín á kostnað barnanna okkar. Svakalega óheppileg frekjuþruma frá þessari ágætu konu.
Hanna Birna kemur skást út og er sú eina á meðal Sjálfstæðismanna sem tjáir sig - er viss um að það er skipulagt, því hinir á listanum ráða ekki við að bregðast við því að pólitíkin er gjaldfallin í bili.
Þá er leiðin ein. Sú að nálgast fólk, til að hlusta og fara þaðan í flokkana sína og byrja á lýðræðinu upp á nýtt.
Því menn skulu reikna með framboði Besta flokksins til Alþingis næst og þá þurfa flokkarnir að vera tilbúnir að lesa fólk og bregðast við því.
Það hefur algerlega mistekist hingað til, hvað sem menn reyna annað að segja!!!
Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)