Færsluflokkur: Dægurmál

Skuldsetning

Sveitarfélög hafa farið misjafnlega út úr kreppunni og þar er ég heppinn með mitt sveitarfélag, held að í raun séu fá sveitarfélög sem fengu minni skell en Snæfellsbær en í þessu öllu.

Það þýðir auðvitað ekki að maður beri ekki samúð í brjósti til þeirra sem sitja nú í súpu eins og þeirri sem nú er löguð á Álftanesinu.  Veit að Kristni Guðlaugssyni hefur ekki liðið vel undanfarna daga, ekki síst sökum þess að það eru íþróttamannvirki sem leika sveitarfélagið einna verst.

Einn vandi Íslands fyrir hrun var að of mörg sveitarfélög töldu sig geta tekið sénsa líkt og fyrirtæki á einkamarkaði.  En sveitarfélög eru auðvitað ekkert annað en þjónustufyrirtæki fyrir íbúana og allar þeirra aðgerðir þurfa að miðast að því að hagsmunir íbúa séu metnir rétt.

Því þegar illa fer sitja uppi með skaðann einstaklingar sem að lítinn, eða engan þátt, áttu í ákvörðunum og framkvæmdum. Og skuldirnar koma til af hlutum sem stundum þjóna fáum...

Held að erfitt verði að selja fasteign á Álftanesi um sinn, því miður.  Sennilegast þykir mér að Garðabær verði nú útvíkkaður á nesið.


mbl.is 10% álag á útsvar á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu

Og það verður líka samdráttur í ferðum Íslendinga, innanlands og utan.

Enn meira blóð tekið úr sjúklingnum og reiknað með að hann lagist.....


mbl.is Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða

Ákvað að tengja ekki við eina frétt mínar hugleiðingar að þessu sinni, hef lítið bloggað þar sem mikið hefur verið á könnunni, bæði í vinnu og einkalífi. 

En ég get ekki annað en velt fyrir mér þeirri stöðu sem er að detta upp á Íslandi þegar Icesave-móðan rennur af mönnum.  Mér er fyrirmunað að skilja þá forgangsröð sem ríkt hefur á Alþingi varðandi Icesave og ESB gegn stöðu heimila og viðbrögð við þjóðargjaldþroti.

Fyrstu skref voru auðvitað að auka tekjutengingu allra bóta og það skil ég alveg.  Var meira að segja glaður yfir því að nú yrðu barnabætur greiddar út til allra, en hirtar til baka af þeim tekjuhærri með sköttum.  Það er bara prinsippið um að barnabætur eigi að fylgja börnum.

Svo komu upplýsingar um skattahækkanir á tekjur 700 þúsund plús.  Það virkar alveg held ég, nema að það er víðáttuheimskt að tengja það einstaklingum en ekki hjónafólki.  Í heimilishaldi þar sem annar aðilinn er með 750 þúsund í tekjur og hinn t.d. 200 þúsund þar sem ákveðið hefur verið að annar aðilinn vinni minna en hinn, þar er tekinn hátekjuskattur.  Ef hins vegar báðir aðilar eru t.d. með 600 þúsund og heimilið þá með tekjur upp á 1200 þúsund er ekki borgað neitt.  Sérstakt.

Sykurskattur, sem lagðist á allar vörur sem sykur dettur á, jafnvel í örmagni og hækkaður bensínskattur.  Áfengi og tóbak hækkað.  Allt ágætt um það, mér finnst reyndar seilst ansi langt með sykurskattinn í vöruflokkum, en auðvitað er maður að velja sér að versla þessar vörur.

Nú að undanförnu koma svo nýir skattar, sem skírðir hafa verið "kolefnisskattar".  Bensínlíterinn fer nú fljótlega yfir 200 krónur eins og FÍB hafði áhyggjur af í vor og menn hristu nærri af sér höfuðið.

Matarskatturinn "endurskoðaður" en "nauðsynjavörur" þó undanþegnar skattahækkun.  Hver á að meta hvaða vörur detta í þann flokk?  Er það metið út frá hverju þá?  

Og svo nýjasta útspilið, "framsækið skattkerfi", í þrepum......  Já nefnilega það.  Einstaklingar undir 300 þúsundum græða víst á þeim aðgerðum.  300 - 500 tapa lítillega og 500 plús þurfa að greiða 10 þúsund af hverjum 100 þúsundum.

Umræðan er svo í farveginum um breiðu bökin.  Vissulega eru þau breið á pappírunum en satt að segja held ég að breið bök sé varla að finna í dag á Íslandi, allavega ekki á meðal almennra launamanna.  Breið bök bogna líka nefnilega.  

Ég vona það svo innilega að fólk sem nú skoðar aðgerðir átti sig á því að skattahækkanir virka verr en allar aðrar aðgerðir við slíkar aðstæður.  Sá 10 þúsund kall af 100 þúsundunum sem færu nú í skatt eru dauðir peningar sem greiða bara vexti.  Þessi 10 þúsund kall skilar sér sjaldnast í sparnaði heldur fer í neyslu viðkomandi.  Það þýðir einfaldlega að þeir sem lifa á neyslunni munu eiga erfiðara með að lifa af og smám saman dregur þetta tennurnar úr öllu atvinnulífinu.  Sem er að verða tannlítið!

Á sama tíma miðast allar aðgerðir til aðstoðar heimilum að því að fresta og lengja í lánum sem eru á mörkum þess að vera lögleg, og eru algerlega siðlaus.

Færeyingar vöruðu okkur við að missa ekki unga fólkið okkar úr landi.  Við erum þegar búin að tapa þeirri baráttu en þurfum nú að lágmarka skaðann og missa sem fæsta!  Það er að mínu mati stutt í að hjól atvinnulífsins stöðvist, einungis með viðhorfsbreytingum í stjórnkerfinu verður hægt að sparka því í gang.  Skoða þarf skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna og vöru- og iðgjaldahækkanir í opinberum rekstri án tafar.

Auðvitað þarf að skoða stöðu hvers og eins útfrá því og aðstoða þá í okkar samfélagi sem erfiðast eiga með að greiða fyrir þjónustu, en það að taka inn allar upphæðir hjá fólki þýðir einfaldlega það að fleiri flykkjast úr landi.  Við erum í dag að tapa milljörðum á því hve margir vinna nú erlendis og við megum ekki við meiri landflótta.

Hann vofir yfir nú, ekki síst í þeim hópi sem mun taka á sig stærsta skellinn í þessum skattatillögum, þ.e. stjórnendur í opinbera geiranum og sjómenn.

Ætla svo fljótlega að koma hér aftur og ræða fleira....


Sammála!

Obama var beinlínis vandræðalegur í gær, maður fann til með karlanganum að reyna að verja verðlaunin, hvað þá þegar hann taldi bandarísku þjóðina eiga verðlaunin skilin!

Einstaklingsverðlaun eru alltaf umdeild, en í þetta sinn féllu þessi virtustu verðlaun heimsins í þá gryfju að leita eftir popúlisma í sínu vali.

Það að Morgan Tswangirai var ekki valinn í þetta skiptið er mér frámunað að skilja, á kostnað yfirmanns stærsta herveldis alheimsins, sem á í mestu stríðsbaráttu nokkurra þjóða.

Ha????


mbl.is Friðarverðlaunin hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldfallin pólitík!

Er í alvörunni bara hægt að koma svona fram?

Eru stjórnmálamenn ákveðnir í því að koma upp þvílíkum glundroða að upp komi sár í þessu samfélagi sem ekki munu gróa?

Þvílíkar gróusögur byggðar á óljósum "heimildamönnum" eða öðrum gróusögum hjálpa ENGUM!  

Ég held að frá því að ég fór að fylgjast með pólitík hafi hún ALDREI farið niður á þvílíkt sandkassaplan sem birtist okkur í dag.  Ekki einu sinni farsinn með Ólaf Magnússon.

Enn einu sinni heiti ég á Siv og Birki að stíga fast til jarðar í Framsóknarflokknum og kippi þessari umræðu út af borðinu!

Landinu blæðir, það er skylda stjórnmálamanna að bregðast við, ekki rífast um hver á að hjálpa.

Því það er raunveruleg hætta á að landinu blæði út!!!!


mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blástur

Heyrði í systur úr Eyjum, títuvitlaust þar!

Spennandi að sjá úr hvaða átt verður blásið, austanátt er fín en suðaustanátt gæti orðið allhress, fátt líkt því vatnsveðri sem hendist af Snæfellsjökli þá.

Vona nú samt að veturinn verði rólegri í vindunum en sá síðasti.


mbl.is Víða orðið hvasst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppur

Enn segi ég að við verðum að skoða þá moðsuðu sem íslenska kosningakerfið er og við köllum lýðræði, en er í raun ekki.

Ég tel einsýnt að við þurfum að breyta og velja milli tveggja hugsanlegra breytinga.

a)  Taka upp einmenningskjördæmi með jafnmarga (u.þ.b.) á bakvið sig.  Þar með myndi atkvæðadreifing milli framboða minnka og smám saman myndast 2 - 3 blokkir sem að myndi einfalda sviðið okkar sem í dag er blóði drifinn vígvöllur margra hreyfinga.  Sumra örsmárra.  Miðað við núverandi þingmannafjölda og höfðatölu landsins væru u.þ.b.  5300 manns bakvið hvern þingmann. Á mínu heimasvæði myndum við kjósa þingmann Snæfells- og Hnappadalssýslu.

Sá eini maður væri auðvitað í flokki, en yrði þingmaður Snæfellinga og myndi þurfa að svara sínum kjósendum.  Á fjögurra ára fresti myndum við ákveða hvort hann hefði staðið sig og velja svo í kjölfarið.  Fólkið á undan flokknum.

b)  Ísland eitt kjördæmi.  Þá myndi maður lesa stefnuskrá flokkanna óháð öllu öðru og þarmeð ekki flækja saman loðnu samkrulli "heima" og "utanaðkomandi" viðhorfa.  Flókið kerfi uppbótarþingmanna í bland við flokkalýðræði er gjaldþrota hér, eins og sumar aðrar stjórnmálastefnur samtímans.

Í dag finnst mér engin lausn á stjórnmálavanda landsins sýnilegur.  Menn geta skipt frá vinstri yfir í hægri með viðkomu á miðju, en ég sé ekki að vegurinn milli þings og þjóðar hafi styst, síst þá vegna þátttöku óánægjuframboðs sem er horfið úr áhrifunum.

Ég sjálfur horfi til einmenningskjördæmanna.  "Okkar" þingmenn hér eru margir en lítið sést til verka þeirra hér heima.  Menn um allt land kvarta undan litlum árangri en flokkarnir fela sig bakvið verk annarra eða á öðrum stöðum.

Ég myndi vilja taka þátt í að velja "minn" þingmann.  Jafnvel þó ég tapaði kosningunni yrði sá sem vann minn fulltrúi. 

Ég trúi nefnilega ekki á flokka, heldur fólk!


mbl.is „Upplausnin er okkur augljós“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki hrópa...

Sigmundur Davíð er að mínu viti afar öðruvísi stjórnmálamaður.  Hann er öflugasti niðurrifsmaður samtímans og ljóst að hann á skrattamyndir sem hann setur í öll horn.

Stundum held ég að hann hafi ekki oft skuldað peninga, því hann virðist halda það að bankar skeri bara af skuldir án þess að finna fyrir því.  Og finnst líklegt að Noregur hlaupi til og láni okkur stórar upphæðir án veða á lágum vöxtum.  

Fyrirsögn fréttarinnar gæti verið það sem hann hefur sagt, í hnotskurn.  Ég leyfi mér að vitna í góðan texta sem mér finnst svolítið lýsa því sem Sigmundur gæti alveg eins sagt...

Ég veit allt, ég get allt

Geri allt miklu betur en fúll á móti

Ég kann allt, ég skil allt,

Fíla allt miklu betur en fúll á móti.

Takk fyrir það Bjartmar minn.

Margt gott fólk er að finna í hinni nýju Framsókn, þó mér finnist besta fólkið þar hafa verið þar lengst þingmannana allavega.  Framsóknarmenn eiga að mínu mati alveg ágætlega skilið að fá eilitla uppreisn æru, fámenn valdaklíka fór illa með flokkinn.

En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki maður sem ég treysti íslensku skútunni fyrir í ólgusjó.  Hróp hans í allar áttir eru ekki til þess að vekja áhuga minn á að sjá hann standa og berjast fyrir okkar hönd. 

Því mér finnst það oft eiga samleið að sá sem eingöngu hrópar leggur lítið af viti til málanna.

Fá Birki og Siv í forystu Framsóknarflokksins takk!


mbl.is Ríkisstjórnin gerir allt öfugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr flokkur!

Held að það sé alveg orðið ljóst að það eru tveir flokkar í Vinstri Grænum.

Annars vegar eru það vinstri kratar undir stjórn Steingríms, í raun fólk sem gæti verið í vinstri armi Samfylkingarinnar ef að Steingrímur hefði ekki verið ósáttur við viðskilnað Alþýðubandalagsins á sínum tíma.  Þeir kratar eru líka ekki mjög umhverfissinnaðir, alla vega ekki þannig að þeir fórni völdum þess vegna.  Steingrímur, Svandís, Björn Valur og hugsanlega Álfheiður.

Svo er það róttæki armur flokksins, lengst til vinstri.  Undir stjórn Ögmundar og inní þann flokk færu Guðfríður, Atli, Jón Bjarna og Ásmundur.  Sá flokkur er auðvitað systurflokkur Radikale Venstre í Danmörku og auðvelt að finna nafnið á flokkinn.  Róttækir vinstri menn og umhverfissinnar.

Þetta fólk á að viðurkenna það að flokkurinn er klofinn og ekki stjórntækur sem heild.  Þau Guðfríður og Ögmundur eru fínir málsvarar, telja umræður og vangaveltur mikilvægari en ákvarðanir og vilja alls engan niðurskurð og burt með erlenda aðstoð.

Þau eiga auðvitað að stíga út úr Vinstri Grænum og standa fyrir máli sínu þannig.  Þau gætu meiri segja orðið lykilflokkur í að verja minnihlutastjórn.

Það væri alveg jafn slæmt/gott og annað í pólitíkinni hér.


mbl.is Ögmundur: Var stillt upp við vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarleysi!

Höskuldur Þór og Sigmundur Davíð....

Það er ábyrgðarhluti að setja fram í alvöru það að Norðmenn "séu tilbúnir" að lána okkur peninga vegna ummæla eins þingmanns eins flokks í stjórn Noregs!

Það eina sem hefst úr þessu að enn einu sinni er okkur Íslendingum gert það ljóst að við fáum ekki lán frá Norðurlöndunum nema að AGS komi að málinu.

Var það sem þið tölduð að þjóðin ætti skilið að heyra.

Þvílíkt bull!!!


mbl.is Vilja ekki lána Íslandi stórfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband