Færsluflokkur: Dægurmál
Frétt sem meira mætti ræða um!
13.10.2008 | 17:18
Í gær réðum við Víkingar okkur nýjan þjálfara.
Eftir 6 ára starf Ejub Purisevic var alltaf ljóst að vanda yrði valið. Ekki skánaði nú ástandið þegar ljóst varð að hjá okkur, eins og flest öllum íþróttafélögum, yrði mun erfiðara en áður að ná í styrki og framlög til starfsins.
Þess vegna glöddumst við mikið að finna hæfileikaríkan ungan þjálfara sem við erum handvissir að mun vinna gott starf fyrir okkur. Kristinn Guðbrandsson heitir hann, Keflvíkingur í gegn, með flottar hugmyndir um fótbolta og mikla reynslu.
Enda sást greinilega á fundinum hans með strákunum í gær að viðbrögð þeirra var spenna og stuð! Verður pottþétt skemmtilegt!
Velkominn Kiddi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætti að læra af mistökum Davíðs!
12.10.2008 | 09:58
Gísli Marteinn Baldursson hefur að mínu mati ekki virkað sem stjórnmálamaður. Einn "Hólmsteininganna" í Sjálfstæðisflokknum sem virkilega hafa trúað því að frjálst markaðskerfi hjálpi öllu og öllum, hlutverk ríkisins sé að standa hjá og dást að framtaki þess.
Hann verður nú samt að átta sig á því núna að fullkomin gjaldeyrisþurrð er á landinu og mér finnst beinlínis hlægilegt að verið sé að draga réttmæti þess að leysa málið í efa! Það vantar gjaldeyri Gísli! Punktur!
Ísland mátti þola hersetu í rúm fimmtíu ár vegna þess að Bretar og Bandaríkjamenn þurftu herstöð á eyjunni okkar. Það var leyft því að þeir létu okkur hafa peninga í staðinn Gísli minn!!!
En það er alveg ljóst að fyrir öfgahægrimennina er það erfitt að sjá að kapítalisminn er dauður og við þurfum að leita til fyrrum (og næstum núverandi) kommúnistaríkis til að bjarga rústum hugmyndafræðinnar. Sér í lagi þegar öll draumalönd þessara manna eru í sömu, eða verri, málum en við.
Úr rústum kapítalismans þurfum við að rifja upp hugmyndagjaldþrot kommúnismans og byggja almennilegt þjóðfélag úr hugmyndafræðum hægri jafnaðarmanna. Enda eru Geir og Þorgerður að gera það í rólegheitunum.
Ég tel mig síðustu 15 árin vera hægri jafnaðarmann, trúi ekki á fallegustu hugmyndafræði heimsins um það að allir menn geti verið algerlega jafnir og finnst fáránlegt að halda það að þjóðfélag eigi að treysta á fyrirtæki sem vilja bara gróða sem drifkraft sinn!
Þarna á milli liggur línan, við eigum að virkja einstaklingana og markaðinn til að búa öllum betri tíð.
Ég held að Gísli ætti því að hætta að tala, því þó ótrúlegt megi virðast er viðbúið að einhver blaðamaður í útlöndum pikki það upp að einn af þekktari stjórnmálamönnum Sjálfstæðisflokksins sé að vanþakka þá einu aðstoð sem okkur er möguleg!
Loka á pennann takk!
![]() |
Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sagan að fara í gagngera endurskoðun?
7.10.2008 | 16:58
Síldarævintýri Íslendinga var að stærstum hluta tengt Sovétríkjunum sálugu. Síldin fór þangað og í staðinn fengum við vörur sem að við seldum í Danmörku og Þýskalandi og eignuðumst þannig gjaldeyri.
Sem betur fer hafa Rússar meiri samvisku og/eða betra minni en Ameríkanar, sem reiða okkur nú náðarhögg í annað sinn á stuttum tíma. Við skulum ekki gleyma flótta hersins þeirra ekki fyrir alls löngu!
Við sem lærðum Íslandssögu lærðum um Marshall aðstoð Bandaríkjamanna eftir stríðið. Hún skipti þjóðina gríðarlegu máli og færði okkur inn í nútímann. Núna þegar við virðumst á barmi þess að detta úr heimi þróaðra þjóða eru það sýnist manni óvinirnir í austri sem sjá sér hag í því að hjálpa þessari litlu þjóð úti í Atlantshafi.
Og þetta gerist í forsætisráðherratíð Sjálfstæðisflokksins!!!!!!
Þetta er orðið með þvílíkum ólíkindum að engu lagi er líkt. Ég man eftir því þegar Alþýðubandalagið leið undir lok með falli kommúnismans. Nú er komið að Geir H. Haarde að taka til í Sjálfstæðisflokknum! Öfgatrúarmenn markaðarins, Sigurður Kári, Pétur Blöndal, Birgir Ármannsson og fleiri slíkir eiga bara að stofna öfgahægriflokk og leyfa Geir og Þorgerði að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk hægra megin við miðju.
Því jafnmikið og kommúnisminn er dáinn, er kapítalisminn í andarslitrunum!
![]() |
Guðni og Pútín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dauðafæri!
6.10.2008 | 12:01
Ljóst mál að við erum í dauðafæri að koma landsliði á stórmót!
Siggi Raggi hefur nú góðan tíma til að gera dömurnar klárar og ekki verður verra að eiga seinni leikinn heima, í kulda og trekki á Laugardalsvellinum.
En það er aldrei sjálfgefið að nýta dauðafærin, það þarf stundum meiri yfirvegun og einbeitingu heldur en þegar maður þarf að leggja allt í að klára hálffærið eða langskotið!
En ég er viss um að Írar voru efstir á lista Sigga Ragga varðandi mótherja!
![]() |
Ísland mætir Írlandi í umspilinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leitt er að heyra - en ekki fann ég þetta á Hellissandi
5.10.2008 | 10:16
Gekk í gær til góðs á Hellissandi, eins og fyrir tveimur árum.
Frábært veður, fór með dætur mínar í þrjár sómagötur á Sandinum. Pési nágranni og Trausti hennar Gunnhildar löbbuðu eins og herforingjar með baukinn og við brostum fallega til allra.
Og uppskárum samkvæmt því, vorum afar glaðir með afraksturinn, enda tók fólk vel í þessa beiðni okkar að styrkja Rauða Kross Íslands til góðra verka. Fannst enginn munur vera á gjafmildi fólks nú eða 2006.
Enda held ég að kreppan sé ekki eins afgerandi hér og fyrir sunnan. Fólk hér er ekki að taka stór erlend lán í sama mæli, og eiginfjárstaða heimilanna að meðaltali örugglega sterkari. Auðvitað er gengið að valda fyrirtækjunum hér skaða eins og annars staðar, en mér finnst andrúmsloftið hér ekki eins kvíðafullt og á höfuðborgarsvæðinu.
Þess vegna kemur mér ekki á óvart að minna hafi safnast þar en áður.
![]() |
Dræm uppskera af Göngu til góðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Klárt mál að veðrið er að breytast
24.9.2008 | 18:11
Varla lengur tilviljun.
Tvö sumur full af sól, logni, hita og heiðríkja. Þeim lýkur svo upp úr miðjum ágúst og við tekur rigning, rigning, rok og rigning.
Jörðin orðin mórauð af bleytu og maður vorkennir kindunum sem nú þurfa að ganga um rennblautar í lopapeysunni sinni, sem var óþörf í allt sumar. Nýtt veður á Íslandi, gaman verður að fylgjast með dýra- og jurtaflórunni sem fylgir.
Helgin framundan spennandi. Ætla að smala fyrir hann Jóa vin minn á laugardagsmorgun áður en ég fer á lokahóf Víkinga, þar sem Ejub verður örugglega kvaddur með sæmd.
Nú er bara að finna nýjan og góðan þjálfara!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alvarlegt mál!
16.9.2008 | 14:07
Kemur mér lítið á óvart og er sannfærður að við höfum alltof lengi verið með lokuð augun fyrir þessum vágesti!
Hef þurft að aðstoða unglinga með þessa fíkn og hún er hrein skelfing, alveg eins og aðrar fíknir. Því miður er auðvelt að fela hana og mörkin hvenær áhugamál er orðið að fíkn oft óljós. En við verðum að hafa augun opin fyrir tölvunotkun barna okkar og setja snemma mörk fyrir því hversu mikið þau mega vera fyrir framan skjáinn. Þetta er bara enn einn brunnurinn sem erfitt er að byrgja eftir að barnið er dottið.
Svo hlýtur að fara að koma hér upp umræða um þá fíkn sem mér finnst vaða hraðast upp þessa dagana. Sú fíkn er ásókn í póker. Sérstaklega á meðal ungra karla. Fyrst voru það spilakvöld í heimahúsum en á undanförnum mánuðum hefur hún birst með gríðarlegri netspilamennsku. Ég þekki mjög marga sem hafa tapað gríðarlegum upphæðum á þessum skemmtilega leik og skora á fólk að athuga þá miklu vá!
![]() |
Tölvufíkn veldur brottfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klukkaður af Vilborgu frænku!
14.9.2008 | 13:44
Já svei mér, enn er klukkað. Hér kemur afraksturinn.....
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Grunnskólakennari,
Skólastjóri,
Knattspyrnuþjálfari,
Starfsmaður Áhaldahúss Siglufjarðar (lengst af á loftpressunni)
Fjórar góðar bíómyndir
Með allt á hreinu
Silence of the lambs
Four weddings and a funeral
Aladdín
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Eiðar
Siglufjörður
Breiðholtið
Snæfellsbær (og reyndar ótal fleiri, þessir standa næst hjartanu)
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega utan bloggsíðna
Fernt sem ég held upp á matarkyns
Saltkjöt
Siginn fiskur
Skötuselur
Aðalbláber
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
Bara Lord of the Rings trílógían sem ég hef lesið oftar en einu sinni
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
doddiheimur
loi
oragn
hugsun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Og til hamingju litlan mín með 16 ára afmælið!
13.9.2008 | 20:33
Já svei mér.
Thelma Rutin mín er 16 ára í dag. Ja maður lifandi. Orðin Kvennaskólapía og á leið í ökunám.
Til hamingju með lukkudaginn þinn ástin mín, passaðu þig nú samt að vera alltaf litla stelpan sem pabbi setti tíkarspenana í fyrir fimleikaæfingar hjá Ármanni......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bróðir minn giftur!
13.9.2008 | 08:04
Þann 6.september síðastliðinn gengu mektarhjúin Örn Arnarson og Harpa Sif Þráinsdóttir í heilagt hjónaband.
Eftir fallega athöfn í Akraneskirkju var stormað í veislu í Miðgarð, rétt utan Akraness. Skemmst frá því að segja var varla tími til að borða eða fara á klóið vegna fjölda skemmtiatriða sem voru hvert öðru betra!
Hjónin voru glæsileg og maður fékk alveg kjánahroll í hjartað að sjá hamingjuna í augunum þeirra, og svo okkar sem að þeim dáðust.
Enn og aftur til hamingju kæru hjón, haldið áfram að vera svona glæsileg og hamingjusöm!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)