Hugrökk afstaða!

Bjarni Benediktsson er klárlega sigurvegari helgarinnar.

Eftir fáránlega árás ritstjóra Morgunblaðsins á hann síðastliðinn föstudag beið maður spenntur eftir að sjá hver lendingin yrði á fundinum í Valhöll.  Ystu hægrivængmennirnir höfðu sýnt það í atkvæðagreiðslu í þinginu að þessi ákvörðun Bjarna er umdeild og veldur skjálfta svo það var alveg möguleiki á gengisfalli formannsins.

En það sem maður hefur heyrt og lesið af þessum fundi er að Bjarni hefur gengist við ábyrgð þeirri sem flokkurinn hefur á þeim viðræðum sem leiddu af sér þann samning sem nú liggur fyrir og inniheldur kostnað fyrir þjóðina sem er einungis brotabrot af afglöpum fyrrum Seðlabankastjóra og nú umræddum ritstjóra.

Bjarni er að taka skref sem forráðamaður Sjálfstæðisflokksins og hefur nú að mínu mati stigið inn á þá braut sem ég taldi flokkinn vera á leið inná þegar Geir H. Haarde tók við formennsku hans, en tókst aldrei að leggja almennilega af stað á.

Á næstu dögum sjáum við hvernig armur þeirra sem standa lengst til hægri í flokknum mun bregðast við.  Er Sjálfstæðisflokkurinn að stíga með formanninum nær miðjunni og um leið hugsanlega að ná vopnum sínum sem mögulegur samstarfsflokkur við einhverja aðra í ríkisstjórn, eða ætlar flokkurinn að elta fyrrum leiðtoga og þá sem í kringum hann raða sér í hægri stefnu sem daðrar við þjóðerniskennd?

Fróðlegt verður að fylgjast með, en klárt er að Bjarni Benediktsson stimplaði sig inn sem hugrakkan formann í Valhöll í gær!


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Að sjálfsögðu er þessi gjörspillti óskapnaður sem kallar sig Sjálfstæðisflokkin, fyrir löngu dauður. Jarðaförin hefur hinsvegar ekki farið fram og líkið rotnar bara á meðan.

Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband