Meira af kennurum og sveitarfélögum........

Horfði á Ólaf Loftsson í kvöld á Stöð 2.  Sá ágæti drengur þarf örugglega að vinna fyrir kaupinu sínu af krafti næstu vikurnar.  Ekki það að ég sé að draga nokkuð í efa að hann þurfi þess ekki alltaf.

Ég nefnilega treysti því að yfirmenn hans sjái til þess.  Eins og hjá okkur öllum.  Eins og svo oft vildi þáttastjórnandinn fá umræðu um vinnutíma.  Hundþreytt, alltaf  sama tuggan.  Hugsaði ég.

EN, svo hugsaði ég...... Hei, hvernig væri að Óli prófaði bara að segja.  "Veistu, gott innlegg Þóra.  Við erum alveg klárlega til í að skoða vinnutímann okkar uppá nýtt.  Það er bara komið að sveitarfélögunum að benda á hvað mikinn pening þeir vilja leggja í dæmið.  Svo erum við svo glöð með það að menn í sveitarstjórnunum séu til í að setja inn vegleg sólarlagsákvæði í næsta samning.  Svona fyrir þá sem verið er að svifta uppsöfnuðum réttindum.  Frábær hugmynd Þóra.  Fáðu Kalla hjá LN og Halldór hjá Sambandinu til að koma á morgun og segja hvaða tölur er verið að tala um.  Þeir vita það eins og ég að þessar skilgreiningar komu inn í samningana þegar ekki var hægt að tala um launahækkanir, betra var þá fyrir okkar vinnuveitendur að semja um réttindi.  Nú er komið að því að kaupa réttindin!  Bíð spenntur eftir viðtalinu við Kalla og Dóra á morgun Þóra!"

Því miður gerðist það ekki.  Ég held, reyndar eins og síðustu 15 árin, að við þurfum að heyra hvað verið er að tala um í þeirri gullsögu sveitarfélaganna hvað þeir eru tilbúnir að borga fyrir aðra útgáfu af vinnutíma en nú.  Mér finnst launabarátta dagsins í dag snúast um peninga.

Ekki það að stjórnendur í grunnskóla, sem hafa vinnutímaskilgreiningu vinnumarkaðarins, og jafn löng frí og aðrir í þjóðfélaginu geti grobbað sig af mun hærri launum en kennarar.

Þetta snýst um að setja peninga í pottinn.

Var svo glaður að Óli vildi ekki ræða um það að tekjulítil sveitarfélög drægju samning við KÍ niður.  Það er klárlega ekki okkar mál, að hlusta á slíkt nöldur á ekki við lengur.  Þar erum við Ólafur sammála um að sveitarfélögin eiga að snúa sér til ríkis og heimta meiri tekjur til að sinna þessu hlutverki sínu almennilega!

Svo er bara Liverpool og Barcelona á miðvikudaginn.  Eftir helgina er ég að hugsa um að kaupa mér golfsett.  Manni sýnist það vera aðalvopnið á Norðmenn, svona ef við förum í þorskastríð um Smuguna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að fá umræðu um þetta erfiða málefni.  Mér fannst Ólafur annars komast nokkuð vel frá þessu viðtali, en ég er sammála þér með vinnutímamálið.  Áhugavert væri að vita hvað menn eru tilbúnir að borga fyrir breytingar á bindingu vinnutíma okkar.  Fyrir utan allt annað held ég að hinn almenni borgari komi aldrei til með að skilja að kennarar vinni vinnuna sína fyrr en þeir neyðast til að skila henni allri á vinnustaðnum.

Skyldi Bellamy komast í Rider-lið Evrópu??????

Örn Arnarson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Þetta er gott innlegg í þá umræðu sem hefði átt að vera farin á stað fyrir löngu síðan.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 20.2.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband