Annríkið og svo off to Italy!!!!!
22.5.2007 | 17:30
Úff!
Alltaf heilmikið fjör að vinna í grunnskóla í lok maí. Margt merkilegt sem þarf að sinna og sífellt færri dagar eftir til að klára og fullvinna verkefni og aðra þætti í skólastarfinu.
Finn greinilega að ákveðin þreyta er komin í okkur öll, kennara, annað starfsfólk og nemendur, svona nettur þreytukomplex, án þess þó að stefni í nein óefni. Prófatörn í eldri deildinni og uppbrot í kjölfarið, spennandi vorferðalög, matarhátíðar, Grænfánadagar, gróðursetning og almenn gleði fram að mánaðamótum.
Í ofanálag er svo að klára Comeniusarverkefni sem skólinn hefur verið þátttakandi í núna í þrjú ár. Fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta samstarfsverkefni skóla sem styrkt eru af Evrópusambandinu. Þetta verkefni verður klárað í Maniago, 15 þúsund manna borg á Norður Ítalíu. Þannig að í fyrramálið sest ég ásamt Elfu Eydal deildarstjóra upp í flugvél. Fyrst er farið til Kaupmannahafnar, þaðan til Frankfurt og þaðan til Feneyja. Þá rúta og loks einkabíll. Ferðalagið hefst um kl 07:15 í fyrramálið og lýkur vonandi um kl. 02:00 aðfaranótt fimmtudags. Það er hér með staðfest að ég mun ekki sjá eina mínutu af því þegar að Liverpool vinnur Evrópukeppni Meistaraliða í sjötta sinn annað kvöld í Aþenu. Ekki skemmtilegt, en er sannfærður að þeir vinna án mín.
Svo er stíft plan í gangi fram á sunnudagskvöld og við Elfa förum svo heim á mánudag. Viðurkenni alveg að ég var að vona að planið í ferðinni væri ögn rólegra og gæfi manni smá séns á að skoða eitthvað, en svona er það bara.
En, þar sem ég er ekki viss um að geta komist svo glatt í bloggið mitt vona ég að fólk kíki aðeins hér inn við og við fram á þriðjudag, þegar reikna má með að maður verði í Sæluríkinu á Sandi á ný.
Kveðjur úr Sólinni á Sandi.
Athugasemdir
Góða ferð út félagi.. njóttu Ítalíu!
Kveðjur úr sólinni fyrir norðan.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 22.5.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.