Eina lausnin.

Ég held satt að segja að ekki nein önnur lausn hafi verið.  Samningar skulu standa.  Segjum t.d. að staðan sé 1-1 og mínúta nr. 90.  FH fær horn og boltinn fer inní.  Heimir Snær á að dekka senter og stekkur ekki upp, 2-1 mark.  Hvað þá ef hann verður fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Eða Fjölnir fær víti.  Atli fer á punktinn og skýtur yfir.  Eða öfugt.  Heimir bjargar á línu og Fjölnir geysast upp og skora.  Eða Atli skorar úr vítinu.  Svo eftir tímabil mæta þessir menn aftur í FH.

Sama hver staðan verður held ég að þetta hafi verið eina lausnin.  Fjölnismenn hafa í sumar byggt lið sitt upp af lánsmönnum sem eru að skila þeim því að spila í efstu deild næsta sumar.  FH setti þessa klásúlu inn í samningana til að koma í veg fyrir að strákarnir léku gegn FH í bikarnum og Fjölnir skrifaði undir.  Ef liðin hefðu mæst í 16 liða úrslitum hefði engum dottið í hug að þeir væru í liðinu og sama þarf að gilda í úrslitum.  FH verður að njóta þess að hafa byggt upp það gott lið að þessir strákar séu þeirra menn, í láni annars staðar.

En mér finnst tvennt standa uppúr.  Hvaða sanngirni er í því að Fjölnir hafi slegið út lið Fjarðabyggðar, Hauka og Fylkis með leikmönnum í lykilhlutverki sem ekki leika svo úrslitaleikinn??  Hvernig getur það gengið að lið láni 4 leikmenn í kippu til annars liðs og getur svo sett inn klásúlu að leikmennirnir megi mæta öllum liðum nema sínu eigin?

Ég hef heyrt af því að innan KSÍ sé verið að vinna í því að skoða reglugerðir vegna lánssamninga.  Ekki veitir af.  Því miður er það helgötótt kerfi sem hefur leitt til þess að betra er fyrir unga leikmenn að gera samninga og fara svo bara í lán eitthvað ef þeir komast ekki í liðin sín.  Á meðan eru lið með uppundir 40 leikmenn á samningum, en nota svo bara 11 í hvert sinn.  Senda svo mennina í burtu, á þeim ákvæðum að liðin sem taka við þeim verða að taka yfir þeirra samninga.  Eru svo kannski með 10 - 12 leikmenn bara í láni en kippa þeim svo til baka ef þeim sýnist.

Það þarf að breytast.  Setja þarf hámarkstölu lánsmanna út úr og inn í félög.  Að mínu viti þarf að setja aukareglur um hámarkslán milli tveggja félaga.  Annars er viðbúið að miklu meira verði um slík dæmi.  Einnig þarf að skoða reglur um samninga leikmanna sem eru lánaðir.  Hversu óbundnir geta stjórnarmenn verið sem gera samninga.  Á t.d. Völsungur sjálfkrafa að taka á sig bónussamning leikmanns frá FH?  Þeir samningar tala um bónusa fyrir sigra og þátttöku í leikjum.  Þannig er kannski 10 þúsund á leikinn sú upphæð sem FH setti upp (reyndar örugglega hærri) miðuð út frá þeim líkum að leikmaðurinn taki þátt í fáum leikjum.  Svo fer leikmaðurinn norður og þar með líklegt að hann spili og þá ber Völsungi að greiða þessa upphæð pr. leik.

Með því að minnka möguleika á lánssamningum verða vonandi fleiri leikmenn sem stíga skrefin frá þeim félögum sem ekki vilja nota þá.  Magnús Ingi Einarsson og Tómas Leifsson, eðalmenn af FH ættum gerðu það og munu fá að taka þátt í leiknum.  Eins og Sigmundur sem hafði það af að fara "klásúlulaus" í lán.

Heimir og Atli verða bara að bíta í súrt epli og vera öðrum víti til varnaðar.  Því miður, því leikurinn hefði orðið skemmtilegri með þessa tvo góðu leikmenn innanborðs!

En Fjölnir á alveg möguleika samt, flottir leikmenn þar og geysiflottur þjálfari.


mbl.is Atli Viðar og Heimir verða ekki með Fjölni í úrslitaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Gunnarsson

Er algerlega ósammála þér Maggi minn um að þetta sé eina lausnin. FH-ingar hugsa ekki um hagsmuni "leikmanna sinna" með því að láta þá sitja í stúkunni. Það er greinilegt að þessir guttar verða aldrei lykilmenn FH og þess vegna leyfa þeir sér að fara svona illa með þá. Svona tækifæri býðst ekki oft á ævinni og þess vegna finnst mér allt í lagi að líta framhjá því sem stendur í samningum. Það er gaman að benda á að Morientes fór ansi illa með Real þegar hann var í láni hjá Monakó. Menn eru hins vegar ekki mikið að velta því fyrir sér í dag.

Lúðvík Gunnarsson, 11.9.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Get ekki annað en tekið undir þetta hjá þér Maggi. Auðvitað á samnigur að gilda hvort sem um úrslitaleik er að ræða eður ei. Það vissu allir aðilar af þessum samnigum, Fjölnir, FH og ekki síst leikmennirnir sjálfir. Ég er líka sammála þér með regugerðir um lánssamninga, þær þarf að taka til endurskoðunnar og gera á þeim gagngerar breytingar eins og þú nefnir með hámark lánssamniga bæði hjá félögum sem lána leikmenn og þeim er fá lánaða leikmenn.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 11.9.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

FH hefði getað verið grand á því og fallið frá ákvæðinu.  Þar sem þeir eru mjög sterkir og hafa verið í fjölda ára þá áttu þeir að sýna íþróttamannslega hegðun og gera það.  Þess í stað eru þeir smásmugulegir og óttast greinilega þá Atla og Heimir meira en það.  Sammala þér að það er spurning hvers vegna þeir  Fjölnismenn fá að slá út önnur lið með þá innan borðs en ekki leika úrslitaleikinn. Þó er spurning hvernig leikmennirnir hefðu aktað í sjálfum leiknum.. skrýtið að spila úrslitaleik gegn "eigin" liði.  Hvað um það  FH setur niður við þetta og nú halda fleiri með Fjölni fyrir vikið. Áfram Fjölnir!!!!  Alla leið!!!!

Vilborg Traustadóttir, 12.9.2007 kl. 13:06

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Veit ekki hver afstaða mín er í þessu, en þetta er góður pistill hjá þér og marg til í honum.

En talandi um reglur sem þarfa að lagfæra hjá KSÍ. Ég skrifaði smá pistil um reglur sem mér finnst óréttlátar hjá KSÍ, þú mátt endilega segja mér þína skoðun á því.

Rúnar Birgir Gíslason, 15.9.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband