Stærð sigursins kemur á óvart.

Dagur fór bara létt með þetta!

Árni Páll hlýtur að vera eilítið svekktur með atkvæðamuninn, því hann er mikill.  Dagur B. Eggertsson hefur fengið skjótan frama frá því að hann kom inn sem óháður í R-listann á sínum tíma og í það nú að vera orðinn varamaður í stærsta stjórnmálaflokki landsins nú um stundir.

Þetta embætti varð sjálfseyðing þess sem því gegndi síðast og nú er að sjá hvað verður um Dag, eða kannski embættið, á næstu misserum.

Dagur er vel máli farinn, fínn ræðumaður og ég tók sérstaklega eftir brúarsmíði hans við landsbyggðina.  Ég hlakka til að sjá í hverju hún felst, mér finnst það klárlega veikja forystu Samfylkingarinnar að tveir valdamestu einstaklingar flokksins koma alltaf úr Reykjavíkurkjördæmunum.

Á næstu misserum verður örugglega tilhneigingin mikil að horfa á vandann í höfuðborginni okkar á undan öðrum vanda og þar verða stjórnmálamenn að vara sig og gæta jafnræðis.  Til að okkar góða höfuðborg braggist þarf öfluga landsbyggð.

Og öfugt!!!


mbl.is Tengir ríki og sveitastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband