Eurovision, partur tvö

Fyrra undanúrslitakvöldið búið og bæði lögin sem ég vildi fá áfram komust í Hörpuna.

Svavar Knútur bætir miklu við þessa keppni og nú treysti ég á að ákall hans til "Art-fartanna" falli í frjóan jarðveg og Retro Stefson t.d. hendi í Eurovisionlag fyrir næstu keppni.

Birgitta fannst mér langbest þetta kvöld, dýfulag í dýfubúningi og í raun eina atriðið sem notaði sér möguleikana á sviði og myndvinnslu. Stílhreinir og flottir búningar í hávegum, innkoma skuggaraddanna flott og ég er sannfærð um að notkun vindvélarinnar kom úr húmorísku hlið Birgittu. Það tóku allir eftir þessari gargandi klassík sem hefur kallað fram öflug viðbrögð í gegnum tíðina.

Einu vonbrigðin hjá mér voru að Eyþór ynni keppni tvímenningana í rokkfræðinni. Ég einhvern veginn tengi ekki við þetta lag sem hann syngur og mér fannst sviðsframkoman og múnderingin ekki til að góla neitt vei yfir. Magni karlinn stóð sig vel en tapaði sennilega á því að þetta lag er langt frá því það besta sem hann hefur flutt í þessari keppni og því samanburðurinn lagt hann að velli.

En ég hef trú á því að dómnefnd kippi honum inn í Hörpuúrslitin.

Kvöldið í kvöld finnst mér innihalda veikari lög. Ég hef grun um það að keppnin um sigur standi milli þeirra þriggja sem komust áfram í gær. Þó finnst mér nýliðinn Elíza koma með skemmtilegt tvist í laginu "Ég syng" og efast ekki um að það lag verður vinsælt í stúlknahópnum á Helluhól 3. Dúrúrúrúddu....

Hin tvö lögin sem ég held að fari áfram verða "Til þín" sem fer áfram á Jógvan og hans vinsældum og síðan held ég að Klara í Nylon (sorry, hún bara heitir það) fari áfram með "Skuggamynd" og Hallgrímur eigi þá tvö lög í Hörpunni næstu helgi.

Þessi þrjú áfram, Magna bætt við og sjö lög í úrslitum.

Það er mín Eurovision spá, sjáum til hver niðurstaðan verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband