Jæja - kom það!
19.4.2010 | 17:59
IceSave.
Verið blessunarlega laus við þetta mál. Sem er að því manni sýnist um þriðjungur skuldar Baugsveldisins við bankahrun. Auðvitað ekki lítið mál, en ég treysti því að það fái litlar horngreinar í fjölmiðlunum.
IceSave stendur ekki þjóðinni næst, skýrslan og viðbrögð við siðleysinu standa næst.
Lítið gert úr þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gos og flóð í afmælisgjöf!
14.4.2010 | 14:23
Sýnist stefna í stórslysalaust flóð í dag. Vona að svo verði áfram og ég geti glaðst yfir afmælisgjöfinni minni frá Eyjafjallajökli!
Það stefnir í extra langan fréttaannáll 31.desember 2010!!!
Flóðið hefur náð hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pólitík sem stjórnvald.
14.4.2010 | 14:20
Undanfarna mánuði og ár hefur töluvert orðið til þess að maður hefur velt fyrir sér stjórnmálum og því birtingarformi lýðræðis sem uppi er á Íslandi nútímans.
Fyrst var það hringekjan magnaða í Reykjavík. Þá búsáhaldabyltingin með hruni og nýju Alþingi.
Síðustu mánuði hefur maður svo horft á "vinstri beygjuna" og skýrslan stóra sýnir manni heim embættismannanna og vinnubrögðin sem þar hafa viðgengist.
Skemmst er frá því að þetta allt skilur eftir óbragð. Allavega í mínum munni!
Mín pólitíska hugsjón liggur hægra megin við miðju. Ég trúi því að einstaklingsfrelsi leiði af sér mestan vöxt samfélagsins, en því samfélagi verður að vera hægt að treysta fyrir félagslegu jafnræði borgaranna.
Þar liggur hlutverk stjórnmálanna. Að búa til leikreglur samfélagsins þannig að sem mestur jöfnuður sé mögulegur, stjórnmálamenn vinna því að mínu mati þjónustustörf í þágu samfélagsins. Um leið og þeir hafa verið valdir til starfans verða þeir fulltrúar allra borgaranna. Allra, ekki bara sem kusu þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir.
Í þeirri vinnu sinni eiga þeir að leita þeirra vankanta samfélagsins sem sníða ætti af. Þeir eiga að vera jarðtengdir skjólstæðingum sínum og eiga stöðugt að reyna að leita fleiri leiða til að auka ánægju borgaranna og teygja sig nálægt sem flestum sviðum mannlífsins.
Birtingarmynd stjórnmálanna í fréttum að undanförnu sýnir manni trúnað fólks við flokkslínur og stöðuga valdabaráttu sem er fáum einstaklingum til heilla og á kostnað samfélagsins. Ég hef litla auðmýkt fundið í ummælum flestra stjórnmálamanna eftir skýrslu, þó vissulega séu á því undantekningar, og mér finnst flokkakerfið ætla að berjast hatrammlega fyrir því að þetta flokksræði sé framtíð íslenskra stjórnmála.
Auðvitað þarf stjórnmálaflokka! En þeir flokkar sem ætla að berjast um mína hylli skulu nú taka upp lýðræðið sjálft og skoðun sína á því. Mér finnst augljóst að í kjölfar bankahruns hefur orðið stjórnkerfishrun.
Það hrun tel ég hafa orðið því að stjórnvaldið var komið víðáttulangt frá grunnrótum síns samfélags og alltof margir í stjórnkerfinu hafa skarað eld að eigin köku, eða sinna vina, ættingja eða flokksmanna. Það heitir í mínum huga misbeiting valds!
Ef við horfum yfir sviðið finnst mér við geta flokkað samfélögin eftir stöðu þeirra, ég tel einsýnt að þeim samfélögum sem verst hafa orðið úti hefur verið stjórnað á þann hátt sem ég lýsi, á meðan að þau sem betur standa hafa borið gæfu til að beita öðrum stjórnunarháttum.
Nútíminn hefur lengi kallað á dreifstjórnun og virkjun fjöldans. Stjórnmálin verða nú að taka þátt í samfélagi nútímans og flytja valdið út úr flokksstofnunum með eina skoðun í öllum málum og draga til sín víðtækar hugmyndir, skoðanir og vinnubrögð. Aðeins með því er möguleiki á að almennir borgarar öðlist trú á stjórnmálunum, eða í raun á lýðræðinu!
Sjáum það t.d. að í síðustu skoðanakönnun voru 40% kjósenda óákveðnir í skoðunum sínum og útlit er fyrir að grínframboð Jóns Gnarr muni höfða til 10 - 15 þúsund kjósenda! Frekari vísbendinga er ekki þörf.
Krafan verður að vera nýtt lýðræði, þeir flokkar sem átta sig á því að þeir þurfa að breyta leikreglunum innan sinna stofnana í átt til dreifðari ábyrgðar og stjórnunarhátta verða þeir sem ná hylli.
Allavega á mínum bæ.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mr. Oddsson
12.4.2010 | 22:28
Ekki verður af því skafið að reyfarakenndustu kaflarnir sem maður les í dag tengjast Davíð.
En erfið hlýtur útiveran að vera honum núna!
Valdarán Davíðs Oddssonar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Meltingarhugsanir
12.4.2010 | 22:25
Eftir að vinnu lauk kl. 16 í dag hef ég reynt af fremsta megni að innbyrða skýrsluna frá Rannsóknarnefndinni og það er auðvitað ljóst að það mun taka marga daga að klára að melta þær upplýsingar sem er að finna á 2600 blaðsíðum.
Mestan áhuga hef ég á að lesa siðfræðikaflann og síðan yfirheyrslurnar.
Ég var ákaflega sammála því sem dregið var saman af nefndinni í þætti sjónvarpsins í kvöld. Íslenskt samfélag hefur alltof oft og alltof lengi verið gegnsýrt af valdafíkn og hagsmunapoti stjórnmála þar sem skarað er að eigin köku, eða hver klórar öðrum á bakinu.
Við verðum sem þjóð og samfélag að segja skilið við þennan hugsunarhátt, taka mark á orðum Styrmis Gunnarssonar m.a. sem talaði um "ógeðslegt samfélag" og taka höndum saman gegn græðginni og valdníðslu fárra á fjöldanum. Það þarf að fara í gang naflaskoðun hjá stjórnmálaöflum og almenningi. Við þurfum að hugsa hvað réð atkvæðum okkar áður og spá í hvort þeim var rétt varið.
En eftir meltingu dagsins segi ég þrennt.
1. Fyrrum eigendur bankanna og helstu stjórnendur þarf að kalla til yfirheyrslu án tafar!
2. Landsdóm þarf að kalla saman fyrir helgi, ekki síst fyrir þá sem undir ámæli liggja nú.
3. Forseti Íslands þarf að velta því verulega fyrir sér hvort hann ætlar sér að sitja áfram eftir útgáfu skýrslunnar. Það er allavega ljóst að hann sagði margt sem ekki á vísan stuðning þjóðarinnar lengur.
Meira án vafa síðar, en þessar hugsanir gátu ekki beðið morgundagsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður guðs og lifandi.....
12.4.2010 | 18:22
Dagurinn í dag, 120410.
Það mun taka mann marga daga að vinna sig í gegnum hugsanir eftir þetta sem rétt er komið fram eftir 8 klukkustunda stanslausar fréttir af skýrslunni.
Sem er unnin gríðarlega vel við fyrstu sýn. Ég ætla fljótlega að kaupa mér bók nr. 7 í þessum flokki, með vitnaleiðslunum.
Og enn á maður eftir að sjá fréttir kvöldsins.
En það er algerlega ljóst að það eru straumhvörf í íslensku samfélagi. Ekki þarf lengur að velta fyrir sér sekt og sakleysi. Nú er að vinna í því að koma hinum seku varanlega frá viðskiptum á Íslandi og opinberum störfum.
Síðan að sjá til þess að lýðræðið á Íslandi verði endurvakið og fært úr höndum fjármagnsins.
Meira síðar, nú er ekki hægt að þegja!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að fylgja sannfæringunni!
23.2.2010 | 13:59
Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af Bónus eða Jóhannesi ef að fólk fylgir þessari sannfæringu sinni og hættir að versla í Bónus, Hagkaup og 10 / 11.
Þá er það sjálfgert að þeir losna frá þessum rekstri sínum blessaðir, þ.e. ef að Arion banki ákveður að hafa þá með.
Við verðum að fara að láta verkin tala, en kannski gera minna af því að tala um verkin eða ætlast til þess að aðrir "beili okkur út" úr vanda!
Fylgja sannfæringunni!
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sugardaddies eða fyrirtækjarekstur?
9.2.2010 | 10:24
Heimsfótboltinn var nú sennilega besta birtingarmynd fjármáladellunnar.
Skyndilega stigu fram skrilljónamæringar sem ákváðu að fótboltalið væru orðin stöðutákn í stað snekkja eða einkaþotna. Sumir áttu og eiga pening til að eyða í fullkomna dellu, svona svipað vitlaust eins og ég fengi strengjakvartett til að spila í tveggja ára afmæli dóttur minnar núna 25.febrúar.
En svo voru líka aðrir, pappakassar sennilega, sem áttu enga peninga en gátu fengið lán. Þar á meðal Björgúlfur Guðmundsson sem keypti West Ham og í kjölfarið voru keypt nöfn í stað fótboltamanna og flottræfilsháttur settur af stað hjá liði með miklar tengingar við fólk í lægri miðstéttum löndum, lið með mikla fótboltasál en sem hafði aldrei átt yfirbyggingu.
Og nú hrynja lið eins og gorkúlur. Leeds fór fyrst, Newcastle svo og núna eru Portsmouth að fara og spurning hvað verður um West Ham. Í Skotlandi eru Rangers í miklum vanda og fjárhagskröggur skekja lið eins og Feyenoord og Valencia.
Ekki er ólíklegt að einhver lið hverfi af sviðinu og verði ævarandi merki þessara arfavitlausu tíma, í boltanum og í lífinu almennt!
Ég beið lengi eftir að fá svona sugardaddy til míns liðs, í Liverpool, en núna held ég að maður hljóti að biðja um ábyrgan fyrirtækjarekstur í stað slíkra manna sem því miður virðast arðræna þá staði sem þeir koma að.
Mikill niðurskurður hjá West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stígðu fram Geir!
4.2.2010 | 13:31
Enn kemur ávæningur um lygar íslenskra stjórnvalda á árinu 2008.
Ég skil ekki enn hvers vegna enginn ræðir við forsætisráðherrann sem þá var við völd, Geir H. Haarde. Þar fer að mínu mati vandaður maður sem á í dag litla aðra hagsmuni en að útskýra hvað það var sem á gekk mánuðina sem liðu fram að hruninu.
Honum treysti ég til að segja satt.....
Segir íslensk stjórnvöld hafa logið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stjórnandi
27.1.2010 | 10:47
Verð að viðurkenna það að mér blöskrar eilítið sá hávaði sem nú berst um Ríkisútvarpið sem tengdur er persónum Páls Magnússonar og Þórhalls Gunnarssonar.
Páll er stjórnandi. Auðvitað á hann að leita eftir röddum hópsins sem vinnur hjá honum, sem mér skilst að hann geri. En hann á að taka ákvarðanir sem hann stendur og fellur með.
Nú fékk hann t.d. skýrt að hann ætti að skera niður um 305 milljónir. Sem er 7% niðurskurður. Það er rosaleg tala að taka á.
Það er alveg ljóst að slíkur niðurskurður verður ekki nema að taka óvinsælar ákvarðanir sem bitna á fólki. En slíkar ákvarðanir þarf stjórnandi að taka og mér finnst alveg út í hött að ætla nú að fara að flækja þann feril. Slíkt dregur einfaldlega ákvarðanatöku á langinn og ýtir undir landlægan sjúkdóm ríkisstofnana sem heitir "ákvarðanafælni" og fer um eins og stormsveipur.
Stjórnandinn verður að hafa leyfi til að stjórna stofnuninni. Ef hann ekki stendur sig er það eigendanna að skipta um stjórnanda, en ekki búa til nefnd og regluverk um nefnd til að flækja málin.
Ég allavega sé eftir Þórhalli og vona að ástæður þess að hann hætti hafi ekki verið þær að stofnunin sé nú að færa sig í átt til skrifræðisrisaeðlu sem skemmtir ekki eigendum sínum, þjóðinni.
Gagnrýna alræðisvald útvarpsstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)