Færsluflokkur: Dægurmál
Lýsó gekk vel!
19.12.2008 | 16:41
Virkilega gaman að komast aðeins þangað og hitta fólkið, hef ekki náð að fara nógu oft yfir heiðina, í raun verið of fastur inni á skrifstofunni minni núna í haust, þarf að komast meira út af henni á nýju ári!
Í dag voru svo Litlu jólin norðan Fróðárheiðar og gengu vel, alveg stórkostlegir jólasveinar mættu, Kertasníkir og Hurðaskellir voru snilldin ein og krakkarnir á Hellissandi skríktu af gleði, Sigríður Birta fékk að fljóta með mér af því að hún gat það ekki í gær og hún var verulega glöð að ná að hitta alvöru jólasveina!
Að skemmtuninni lokinni hófst svo undirbúningur fyrir jólahitting starfsfólksins. Við karlarnir sjáum um matseld, en erum í kvöld án fyrirliðans sem mun dveljast í Reykjavík í dag að útskrifa strákinn sinn. Til hamingju Fúsi og auðvitað Sigrún, auk nýstúdentsins Sigmars.
Í morgun skárum við kjöt, löguðum sósu og sykursuðum kartöflur. Ég hef svo verið að dedúa við uppstúfinn hér heima og gera jólaglöggblönduna klára. Svo á að hittast karlpeningurinn í Röstinn kl. 18:00 að gera klárt og svo opnar húsið 19:30.
70 manna veisla og mikil tilhlökkun í gangi, svona hálfgerður byrjunarreitur lokaundirbúnings jólanna þessi dagur og alveg hroðalega skemmtilegur í hátíðleika sínum og gleði...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólafjör framundan!
17.12.2008 | 23:49
Byrjar á morgun, þá fæ ég að lesa tölur í jólabingóinu í Ólafsvík fyrir hádegi.
Fer svo í Lýsuhólsskóla á jólaskemmtun sem hefst kl. 15:00, ætla að taka Birtu með mér.
Þegar heim er komið er það mega skötuveisla í alvöru aðstæðu þar sem eðalsjómenn elda margs konar skötu! Ég tek hnoðmörinn auðvitað með!
Föstudagurinn er svo litlujóladagur í Ólafsvík og Sandi áður en þessari skólajólatörn lýkur með því að karlarnir í starfsliðinu elda fyrir starfsfólk og maka, reyndar verðum við búnir að flestu, en þurfum auðvitað að mæta snemma og gera allt klárt og svona...
Jólahjól farin að snúast!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já sæll frændi...
15.12.2008 | 23:41
Jón Bjarki stóð fyrir sér og sinni réttlætiskennd í kvöld.
Viðurkenni alveg að ég hrökk við þegar ég heyrði að hann væri að vaða í Reyni Traustason fyrir framan alþjóð og sat kvíðinn í upphafi þáttar.
En upptaka hans af samskiptum hans og Reynis auðvitað breytti lykilstaðreyndum í málinu og algerlega ljóst að þetta skúbb frænda míns á fullkomlega rétt á sér og verður væntanlega rætt á mörgum vettvanginum næstu daga.
Ferðalag stráks um Austurlönd fjær og síðan aftur til Kína, í bland við augljósan ritáhuga og mikinn áhuga á mannlífinu er að gera úr honum mikinn blaðamann sýnist mér, og í lok viðtals stóð hann sig frábærlega að skvetta af sér ásökunum jaxlsins mikla, eins og vatn hrykki af gæs.
Eftir stendur að réttlætiskennd Jóns Bjarka er stærri en ritstjóra "harðasta" blaðsins í bransanum og ljóst að allir fjölmiðlar landsins liggja nú undir stækkunarglerinu því samkvæmt augljóslega réttum upplýsingum dagsins er ljóst að þeir fá ekki að flytja allar fréttir.
Gaman verður að vita hvenær menn þora að ræða Jón Ásgeir í hans miðlum, þeir eru uppteknir af því að hamast á stjórnmálamönnum meðan hann kaupir brennandi kennitölur fyrir sína peninga, eða eru þeir til ennþá, hans peningar?!?!?!?!?!?
Til hamingju með frammistöðuna frændi, vonandi færðu vinnu hið fyrsta og heldur áfram að reyna að flytja okkur fréttir af því sem gerist, óháð því hverjir eiga í hlut!!!
![]() |
Upptaka af útskýringum ritstjóra DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvíl í friði
12.12.2008 | 22:27
Mikill listamaður fallinn frá og óþarfi að endurtaka allt það hrós sem hann hefur verið verðskuldað hlaðinn í dag.
Ég þekkti Rúnar ekki neitt, en umgekkst hann sem dyravörður og barþjónn á Hótel Læk á meðan hann spilaði og túraði með GCD. Ég hitti marga jaxla á þeim tíma og hann var eftirminnilegur fyrir sína látlausu og hreinu framkomu. Að balli loknu þegar húsið var tómt kom hann fram og settist niður og vildi spjalla við okkur, sem við auðvitað gerðum. Hann var mikið að pæla í lífi fólksins á Sigló og hafði mest gaman af að rabba um tónlistina þar og fótboltann. Á þessum tíma var ég í fótbolta líka og það var skemmtilegt að heyra hans viðhorf. Því miður voru sumir meðlimir þessarar hljómsveitar jafnleiðinlegir og hann var skemmtilegur, sem þýddi að hann var kallaður í að róta eða eitthvað annað, en við vorum afar kátir með kallinn.
Síðustu árin hafa leiðir okkar oft legið á sama fótboltaleik, að fylgjast með Keflavík. Það voru heldur ekki læti í honum þar, en hann var alltaf heill og glaður. Ég veit að fótboltamenn þar suður frá munu sakna hans mjög.
"Það er nógur tími til að hugs'um dauðann eftir dauðann, njótum lífsins meðan kostur er!"
Hárrétt mottó og vonandi verðum við mörg sem lifum eftir þessu lögmáli stærstu rokkstjörnu Íslandssögunnar og þess eina fótboltamanns sem hefur fengið Beckham meðferðina, þ.e. fljúga honum í marga leiki.
Mesti hljómsveitatöffarinn og leikmaður í Íslandsmeistaraliði í fótbolta.
Talandi um drauma!!!!
Hvíl í friði Rúnar Júlíusson, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð!
![]() |
Rúnar Júlíusson borinn til grafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kemur engum á óvart held ég
12.12.2008 | 10:15
Bifreiðaiðnaðurinn í heiminum að fara á hausinn.
Samdráttur í flugvéla- og skipaframleiðslu gríðarlegur, ekki neitt stórt stríð og samdráttur í smíði hergagna.
Hvað á að verða um álið þegar svona er komið. Hvað þá ef að tilraunir með örtrefjavefi ganga upp, þá hrynur markaðurinn.
Ég held því að við eigum að líta af álverum sem hækjunni í gegnum kreppuna. Okkar framtíð liggur í vatni, bæði sölu neysluvatns og líka þess að virkja ár til að margfalda raforkuframleiðslu til útflutnings í gegnum alvöru sæstreng, eða til að koma á fót netþjónabúum.
Kreppa kallar á nýjar leiðir. Álver er ekki svarið, nema í örstuttan tíma.....
![]() |
Getum ekki treyst á álið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrsta alvöru vetrarlægðin!
11.12.2008 | 22:45
Vona að ég nái að klára færsluna, rafmagnið dettur stutt út annað slagið. Svakalegt vatnsveður hér, í suðaustanáttinni, og örugglega hryllilegt veður í Ólafsvíkinni, alvöru stóri sunnan.
Vonandi verða lágmarksskemmdir í veðrinu, Selhóllinn virðist vera laus við fokrusl, en ég ætla að skella fröken Sigríði Birtu í pabbarúm í nótt, vindurinn stendur á gluggann hennar og mikil læti!
Aumingja Stekkjarstaur, sá fær á sig pusið í nótt og búningurinn vonandi vatnsheldur!!!
![]() |
120 útköll vegna óveðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú þarf að standa vörð!
8.12.2008 | 12:41
Nú í vor voru ný lög sett um allt skólastarf í landinu.
Sex mánuðum seinna er svo allt í uppnámi og farið að ræða niðurskurð. Auðvitað skiljanlegt, en ég tel miklu máli skipta að verulega vandlega verði farið í að ræða mál skólastiganna í því landslagi sem nú skapast.
Skulum ekki gleyma því að Finnar lögðu sérstaka áherslu á að standa vörð um skólakerfið í sinni kreppu, með góðum árangri!
En allra mikilvægast finnst mér að í þessum verkefnum verði ekki farið í að alhæfa stöðu allra sveitarfélaga. Ljóst er að misjafnlega var haldið utanum sjóði þeirra og ég neita því alfarið að núna eigi að láta eitt ganga yfir alla þegar kemur að viðbrögðum við kreppunni.
Mörg sveitarfélög hafa gengið framyfir lagaskyldu vegna grunnskólans, sem er gott, en flatur niðurskurður myndi gagnast þeim betur en hinum sem að hafa barist við að byggja sitt skólastarf á lagabókstafnum.
Menntamálaráðherra þarf að fara verulega vel yfir stöðu ríkisins og þátttöku þess í viðbrögðunum. Ríkið er í þeirri einkennilegu stöðu að vera vinnuveitandi hluta skólafólks en gæslumaður annarra og því er aðkoma ráðuneytisins að mínu viti skylda!
Lykilatriðið þarf að vera að grunnþjónustan sé heilög og að skólar verði áfram griðastaðir barna, þar sem fullkominn jöfnuður gildir!!!!
![]() |
Getur bitnað á skólastarfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stóri bróðir risinn upp!
7.12.2008 | 20:09
FH var virkur þáttur í mínu lífi í 5 ár. Fyrst tvö ár þegar ég spilaði með 2.flokki karla í fótbolta og svo þjálfaði ég samtals þar í þrjú ár.
Fyrra tímabilið, frá vori '89 til vors '91 var FH stóri bróðirinn í fótboltanum og handboltanum, Haukarnir áttu körfuna. Karpið í Flensborgarskólanum snerist um handboltann þar sem Haukarnir voru að koma upp, en við FH drengirnir höfðum vinninginn.
Seinni kaflinn var milli '99 og 2003 með hléum og þá var staðan ekki eins, Haukarnir besta lið landsins í handbolta og FH átti erfitt með að sætta sig við þá staðreynd.
Eftir að knattspyrnudeildin fór að sýna fram á það að notkun uppaldra FH-inga skilaði árangri fóru handboltamenn að hugsa dæmið uppá nýtt og þá var alltaf talað um '90 árganginn sem vonarstjörnurnar. Mér fannst verst að þeir voru mínir strákar í fótboltanum líka! En ólíkt öðrum liðum var ekki togstreita milli deilda, heldur voru allir vinir. Björn Daníel frændi minn varð Íslandsmeistari í fótbolta í sumar og ég er sannfærður að fleiri munu fylgja honum í fótboltalið Hafnfirðinga.
En í dag voru fimm af "mínum" strákum a.m.k. í liðinu og formaður deildarinnar er eðaldrengurinn Toggi, sem lék svo undir minni stjórn fótbolta með ÍR.
Í dag var ég gallharður FH-ingur, alveg dýrvitlaus í sófanum og lifði mig vel inní! Svakalega spenntur í lokin þegar þessir ungu menn sýndu miskunnarlausa skynsemi gagnvart mun leikreyndari mótherjum sem urðu sér hver öðrum til skammar í tapinu, fremst fór fyrrum atvinnumaður sem ætti nú að kalla fyrir lögregluna fyrr en seinna!
Í kjölfar réttmætrar athugasemdar hér að neðan biðst ég afsökunar á að hafa alhæft að allt Haukaliðið hafi orðið sér til skammar. Það er ekki rétt hjá mér og því vill ég leiðrétta það, nokkrir einstaklingar innan liðsins urðu ansi aðgangsharðir, en alls ekki allt liðið. Ég stend þó við þau ummæli mín að einn leikmaður liðsins gekk alltof, alltof langt. Fyrirgefið þeir Haukar sem ekki lentuð í rimmuni í leikslok!
En stóri bróðir á Fjörðinn og það er bara frábært!
Til hamingju FH og sérstaklega Danni, Aron, Óli, Benni og Siggi. Ef fleiri voru í hóp en komust ekki í mynd af strákunum þá auðvitað til hamingju þeir líka.
Þorgeir Arnar Jónsson, þú ert gargandi gaur að vinna frábært starf, það verður sérstaklega gaman að fylgjast með þegar þetta gamla stórveldi fer að taka titla á ný. Eftir frammistöðu dagsins leyfi ég mér að spá að það sé ekki langt í það, kannski bara mánuðir!
![]() |
FH komið í undanúrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eins og góður maður sagði.....
4.12.2008 | 12:38
Ég geri sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn!
Svo held ég að það sé spurning um að bjóða í Dúfnahóla 10......
Er ekki annars verið að tala hér um atriði í grínmynd??????
![]() |
Miserfitt að hætta í pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leitt að sjá og heyra
3.12.2008 | 10:56
Því miður kemur það manni ekki á óvart að einhverjir taki reiði sína út á síðum erlendra dagblaða.
Ég held nú samt að þegar rykið sest þá verði ekki flókið hjá okkur að vinna okkur á ný í álit, þ.e. með því auðvitað að við lærum af þeim mistökum sem við getum kallað "heimsyfirráð eða dauði" og birtist stundum í þeim fjárfestingum sem við nú borgum af.
Ég reyndar skil ekki enn hvers vegna ríkið á ekki Magasin, Illum og hvað þetta allt heitir! Ég get ekki ímyndað mér að málstaður Íslands batni á meðan að við búum við það að sumir útrásarmannanna stjórni enn.....
![]() |
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)