Færsluflokkur: Dægurmál
Aðeins af mér og mínum....
1.12.2008 | 22:29
Ákvað aðeins að stíga niður úr pólitíkinni og leyfa mér að skrifa aðeins um okkur hér, fjölskylduna á Selhóli 5.
Þrátt fyrir allt sem á samfélaginu dynur erum við öll í fínu standi. Helga er þessa dagana á kafi í lokaverkefnum og lokaprófum í skólanum sínum (hún er að læra námsráðgjöf í fjarnámi muniði) og mikið álag á henni!!! Því lýkur á föstudaginn næstkomandi þegar síðasta prófið á þessari önn klárast!
Við ákváðum að hefja vist Sólveigar Hörpu hjá dagmömmu í tengslum við þessa törn Helgu og nú fer hún til hennar Diddu hér í nágrenninu alla virka daga frá svona níu til hálf tólf. Var erfitt fyrst en gengur bara vel núna. Helga mætir svo í FSN 2.janúar og þá byrjar fjörið hennar þar á ný.
Sigríður Birta auðvitað eldist og stækkar. Mikið fjör þar sem stóran mín er á ferð og stundum ber fjörið hana ofurliði. Þá þarf auðvitað bara að skríða aðeins til pabba og mömmu og fá athygli, þá lagast allt og fallega brosið hennar birtist á ný. Hún er orðin mikið spennt útaf ljósunum og jólahugleiðingunni, getur auðvitað ekki beðið eftir þeirri gleði allri.
Thelman mín á leið í próf í Kvennó hvar hún hefur staðið sig vel. Byrjaði í haust í ökunámi en eilítið hefur orðið misbrestur á því dæmi öllu, þannig að pabbi þarf eitthvað að hnippa í ökukennarann sem virðist afar upptekinn, Thelmu til lítillar gleði.
Hekla kláraði hiphop dansnámskeið um helgina með sýningu á Broadway, var afar glöð með sig eftir mikið stress síðustu vikurnar. Þær systur verða á Selhól 5 á aðfangadag og dagana þar í kring, við hlökkum öll mjög mikið til þó auðvitað verði eilítil þröng á þingi. Svo stefnir í að tengdó birtist hér í kringum áramót.
Af mér er auðvitað allt gott. Mikið að gera í vinnunni og viðbúið að svo verði um sinn. Að auki er ég í formannshlutverki Lions þessa dagana og það er mikið að gera í desember, ég eilítið grænn að gera þetta allt núna, en held ég nái nú að klára þetta að lokum. Eins og lesendur síðunnar sjá er ég eilítið upptekinn af ástandinu í landinu, en þó eru skrifin nú helsta birtingarmyndin, ég reyni af bestu getu að njóta þess að vera til, enda sáttur við allt í mínu næsta umhverfi.
Allavega, langaði að leyfa fólki að heyra aðeins annað en fréttablogg í bili.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrsta stóra bomban???
30.11.2008 | 12:01
Lítur út fyrir ofboðslegt svindl þarna!
Klárt lögbröt þarna á ferð, auk hins fullkomna siðleysis sem þetta lýsir. Það er siðlaust að taka hundraðkall út úr fyrirtækinu sínu með svindli, en 16,4 milljarðar sem hafa svo verið notaðir til að halda uppi sukkbullinu sem átti sér stað.
Þeir sem bera ábyrgð á þessu hljóta nú þegar að lenda í alvöru rannsókn og ef að fréttirnar eru rétta finnst mér fullljóst að þar fari af stað fyrstu ákærurnar sem beinast að persónum.
Svakalegt........
![]() |
Kaup Stíms verða skoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ASÍ á að fylgjast með sínu fólki fyrst.....
27.11.2008 | 13:56
Skil alveg hvað Árni er að fara þarna.
Með virðingu fyrir því að auðvitað þarf að skoða vandlega þátt þessara tveggja umræddu ráðherra finnst mér löngu kominn tími til að Gylfi fari að einhenda sér í að klára vinnu við þjóðarsátt og hugsi svo um hag allra skjólstæðinga sinna sem nú eru að missa vinnuna og þeirra sem þurfa að taka á sig launalækkun.
Hann er í vinnu fyrir þá, en ekki í pólitík.
Umræða um afsagnir ráðherra og upptaka evru er nefnilega pólitík og ég er viss um að Gylfi á séns í að komast í framboð hjá einhverjum flokki og þar getur hann talað um sínar persónulegu kröfur.
Er sannfærður um að hinn venjulegi ASÍ maður hugsar fyrst og síðast um stöðu sína, áður en hann hugsar um ráðherrana.....
![]() |
Undrandi á forseta ASÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flott mál - fyrsta skrefið komið.....
26.11.2008 | 17:52
Drífa sig að velja fólk og fá það til að vinna hratt.
Sannfærður um að það er lykilatriði í málinu að finna lögbrotin sem hafa átt sér stað um langt sinn og upplýsa þjóðina um það hið fyrsta.
Svo er það þjóðarinnar að læra það sem fyrst að sá sem brýtur af sér einu sinni er líklegur að gera það aftur, stundum gleymum við því frekar fljótt.........
![]() |
Víðtækar rannsóknarheimildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hörður og Gunnar!!!!!
26.11.2008 | 15:13
Málpípur samvisku þjóðarinnar.
Nú er kominn tími á að athyglin verði leidd að ræningjunum. Þeim sem hafa stolið peningum fólks nú um sinn óáreittir.
Stóra krafan um helgina á að vera afnám bankaleyndar án tafar og skýlaus krafa að allir fyrrum stjórnarmenn Glitnis, Landsbanka og Kaupþings og lykilstjórnendur fari úr ríkisbönkunum okkar án tafar.
Þar er verið að fela sönnunargögn og kannski koma undan peningum.
Eggjakast í Alþingi er ekki lengur málið, finna ræningjana og láta þá heyra það!!!!!
![]() |
Notuðu peningamarkaðssjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er búinn að vera að hugsa......
26.11.2008 | 12:13
Síðustu daga hef ég, eins og örugglega fleiri, verið að reyna að fara almennilega í gegnum fjármál heimilisins. Held því áfram næstu daga, því auðvitað hitta þessar vaxtahækkanir og áföll okkur öll. Þó ég eigi ekki hús þessa dagana, heldur leigi, er ég með lítil neyslulán og valdi mér að taka myntkörfulán á bílinn minn.
Eitt sem ég rak mig á núna nýlega þegar afborgun þess láns fór að margfaldast, greiðslan hefur nú hækkað af því um rúmlega 100% á tveimur árum og þar af um 75% á þessu ári, að mér sýnist vera talað um 65% gengishrun.
Hvernig er það hjá þeim öðrum sem eru með slík lán, sést á greiðsluseðlinum ykkar á hvaða gengi lánið er reiknað? Það er ekki svoleiðis hjá mér og því finnst mér erfitt að kyngja. Ég held nefnilega að þessa dagana eigi allar lánastofnanir erfitt og því sé hætta á því að þær sæki fast að fólki. Kannski of fast???
Á borgarafundinum á mánudagskvöld var auðvitað ljóst að hinn venjulegi Íslendingur getur ekki reiknað með öðru en að skera verulega niður. Hvort sem við vorum þátttakendur í óráðsíunni eða ekki. Fáum timburmennina en fengum ekki að vera með í veislunni.
Þess vegna skiptir miklu máli að farið verði að skoða hver hegðun fjármálastofnananna er. Jóhanna kerlingin lofar stöðugt því að fylgjast með heiðarleika banka og fjármálastofnanna en fréttir að undanförnu benda til þess að þeir séu að reikna alla vexti upp í topp, leggi gjöld á minnstu viðvik fyrir kúnnana og neiti fyrirgreiðslu. Slíkt lendir auðvitað í fangi stjórnenda landsins, á þeim bitnar reiðin.
Ég skil ekki, er hreinlega fyrirmunað að skilja, hvers vegna bankar og fjármálastofnanir sleppa við umræðuna eða eru sótt til ábyrgðar.
Sem betur fer tók ég viðskipti mín úr Kaupþingi fyrir nokkrum árum og flutti allt mitt í Sparisjóð Siglufjarðar, fékk svo konuna mína til að fylgja mér úr Glitni þangað stuttu síðar. Ég er því ekki í skjóli þessara fyrirtækja, sem mér virðast ætla að haga sér áfram í anda þeirra manna sem þar réðu.
Áttið ykkur öll á því að þið getið kosið bankana ykkar burt með að kveðja þá og fara annað með viðskipti ykkar. Það er engin skylda að leggja inn laun í banka þó maður sé þar með skuldir!!!
Legg til að Hörður Torfason kalli lágt næst varðandi kosningar, en heimti sanngirni í umhverfi venjulegs fólks hjá fjármálafyrirtækjum!!!!
![]() |
Hið fullkomna fárviðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að vona það besta!
24.11.2008 | 16:56
Eins og ágætir stjórnarmenn í Kaupþingi hefur viðskiptaráðherrann ákveðið að velja ákveðna hagsmuni fram yfir aðra eftir þennan fund.
Þarna var greinilega betra fyrir hann og hans samstarfsfólk að tala almennt og loðið um fund sem hefur örugglega skilið eftir sig miklar, mjög miklar, efasemdir meðal Breta um möguleika Íslands til að taka á þessum mikla bankavanda.
En ég vill fá að vita hvað Björgvin og hans fólk gerðu í kjölfar þessa fundar!
Þarna allavega sá starfsmaður hans að best væri að selja sín hlutabréf (held að sá sé enn í starfi þrátt fyrir þá ósiðlegu ákvörðun) og því væntanlega ljóst að lítill væri líftími bankans. Það að ráðherranum datt ekki einu sinni í hug að taka saman minnisblað um þennan fund sinn er í besta falli kjánalegt!
Annað hvort gerði hann sér alls ekki grein fyrir alvöru málsins, eða gerði gríðarleg mistök að telja best að þegja, bíða og sjá!
Hvort sem var held ég að ljóst sé að þarna voru gerð alvarleg mistök og í allri uppskeru þessa máls hlýtur að þurfa að spyrja alvarlegra spurninga um framgang viðskiptaráðherrans undanfarna mánuði!
Hann og Árni Mathiesen finnst mér þurfa að svara flestu.......
Leiðrétting:
Hárrétt athugað hér í athugasemdum við færsluna, starfsmaðurinn sem ég vitna hér í er ekki starfsmaður viðskiptaráðherra, heldur er hann Baldur sannanlega starfsmaður í fjármálaráðuneytinu. Takk fyrir leiðréttinguna!
![]() |
Icesave meginefni fundar ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég segi æ, æ, ó, ó, aumingja ég.....
22.11.2008 | 20:27
Er þetta síðbúið grín?
Jón Ásgeir minn. Þú verður rannsakaður og þá skaltu tala. Vonandi hefurðu enn efni á öllum lögfræðingahernum sem hjálpaði þér síðast.
Annars áttu víst gott með að fá lán, þú veist jú að við borgum þau svo bara fyrir þig seinna.
Svakalega hvað allir eru vondir við þig!!!
![]() |
Jón Ásgeir: Ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ætli þetta sé ekki bara byrjunin!
22.11.2008 | 10:08
Verulega kemur það mér á óvart ef þetta verður eina dæmið þar sem einhver hefur misnotað aðstöðu sína í fjármálafyrirtæki og farið að þvo peninga.
Dettur t.d. ekki í hug að mæla fyrrum sveitarstjóra Grímseyjar bót, en treysti því að sömu hörku verði beitt gegn þeim einstaklingum sem hafa seilst í vasa samborgara sína í gegnum banka- og verðbréfareikninga að undanförnu.
Það er gríðarlega alvarlegur glæpur sem þarf að refsa fyrir!!!
![]() |
Grunur um peningaþvætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aðeins frá helginni!!!
20.11.2008 | 16:42
Fór suður til Reykjavíkur eldsnemma á laugardagsmorgun til að keppa með gömlum félögum í Old-boys bolta. Síðan heitir jú maggimark í höfuð viðurnefnis sem ég á skuldlaust á mínum gömlu heimaslóðum, Siglufirði og á rætur að rekja til þess þegar ég var markmaður hjá KS.
Eins og núna um helgina. Skemmst er frá því að segja að okkur gekk vel, nánar má sjá af því á
http://sksiglo.is/is/news/ks-oldboys/
Þakka fyrir mig strákar, þetta var SVAKALEGA skemmtilegt og alveg þess virði að liggja veikur frá sunnudegi fram á miðvikudag eftir hreyfinguna. Ofsalega gaman að vera í svo jákvæðum og skemmtilegum hóp, bíð spenntur eftir næsta hitting þar sem maður ber fallegasta fótboltamerkið!!!
En að öðru leiðinlegra!
Kaffistofan á leikstað var auðvitað samkomuhúsið. Mikið óskaplega var sorglegt að hlusta á umræður fólksins þar. Held ég hafi ekkert heyrt annað þann daginn en sorgarsögur fólks fyrir sunnan um það sjálft, ættingja eða vini sem voru að fara hrikalega illa út úr kreppunni!
Atvinnumissir, yfirvofandi eignatap og á köflum gjaldþrot. Við sveitakarlarnir vorum svei mér þá þeir einu sem ekki sátum uppi með slíkar fréttir.
Þetta sló mig mjög, margir kunningjar og vinir virkilega uggandi um sinn hag og sannarlega svakaleg útreið sem sumt venjulegt fólk er að verða fyrir. Mér satt að segja brá mjög og vona virkilega að einhvern tíma fljótlega verði hægt að setja athyglina á venjulegt fólk í þessu landi og vonandi verði rifrildi um stjórnendur og snillinga fljótlega í öðru sæti á eftir fréttum um það hvernig á að forða þúsundum fólks frá gjaldþroti.
Þingmenn hefðu þurft að fá upptöku af kaffihúsinu í Egilshöll!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)