Færsluflokkur: Dægurmál

Árið 2012 farið og 2013 framundan

Við áramót sest maður oft niður og reynir að gera upp það ár sem hefur nú kvatt, hvernig það lék mann og hvað það skildi eftir sig. Í lífinu eru öll ár merkileg og að mörgu að huga, ég ætla aðeins að skipta þessari upptalningu minni í flokka...

Fjölskyldan

Við fluttum árið 2011 inn í nýja húsið okkar á Helluhól 3 og því er liðið ár að fyrsta heila sem við dvöldum þar.  Húsið varð "okkar" um leið og við fluttum inn, andinn í því er einstaklega góður og í okkar anda LoL.  Sumarið var enda notað í garðinum, sólin og blíðan lék við okkur nærri upp á hvern dag.

Auk þess að liggja í sólbaði bjuggum við okkur til matjurtagarð og fengum fína uppskeru í haust, lærðum ýmislegt sem við ætlum að nýta okkur til stærri verka næsta sumar.

Við ákváðum að fara saman í fjölskyldufrí, fengum íbúðaskipti á Jótland og dvöldumst þar í 10 daga í góðu yfirlæti í kringum verslunarmannahelgina.  Slöppun og slökun í bland við verslanir og skemmtigarða eins og fjölskyldufrí eiga að standa fyrir.

Fórum þó líka þar og hittum "nýju" fjölskyldu elstu systurinnar af Helluhól, en Thelma flutti út til Charlottenlund í nágrenni Köben í júlí eftir að hafa massað stúdentsprófið sitt.  Það var mjög góður dagur og einn sá besti á árinu, enda stelpan heppin með dönsku fjölskylduna sína.

Hennar hefur verið sárt saknað auðvitað, það var sérstök reynsla að upplifa það þegar barn flytur að heiman, þroskandi auðvitað og gott að mörgu leyti, en líka sárt.  Maður fattar hvað maður á lítið í fullorðnum börnum!

En heilsufar almennt gott og fjölskyldulíf í fínum gír.

Skólastjórinn.

Hef sem betur fer verið lánsamur í atvinnulífinu á þann hátt að fá að vinna með frábæru fólki.  Í Grunnskóla Snæfellsbæjar var mikill metnaður allt árið líkt og áður.  

Náðum flestum lykilmarkmiðum í sjálfsmatinu okkar, útskrifuðum skemmtilegan árgang, kvöddum nokkuð marga góða samstarfsmenn í haust en fengum aðra góða í staðinn.  Skólastarfið er stöðugt að öðlast fastari skorður, rekið áfram af metnaði þeirra sem að standa.

Veiðifélag karlpeningsins fékk nafn og er nú orðið formlegra.  Veiðifélagið VAFÁH (Verð að fá hann) hefur enn ekki veitt nokkurn skapaðan hlut og það er vert að hlakka til fagnaðarlátanna sem munu fylgja þeim áfanga.  En nú var þó bleytt í færi!

Formennskan í Skólastjórafélagi Vesturlands var ánægjuleg að vanda, sem og þátttaka í öflugum vinnuhópi SÍ um framtíðaráherslur skólastjórnenda á Íslandi.  Verulega víðfeðm og vönduð vinna sem þroskaði mig talsvert í starfi.  Sem og líka þátttaka í fundi skandinavískra skólastjórnenda í Reykjanesbæ.  Þar var ég einn fimm fulltrúa SÍ og lærði margt.

Fótboltadómarinn

Fékk fleiri störf en venjulega.  Var í góðu formi í vor en lenti í vandræðum undir lok sumars, sem pirruðu mig töluvert.  Hef verulega gaman af þessu starfi, sem heldur mér í nálægð við fótboltavöllinn en sennilega verður nú erfitt að helga sig því á þann hátt að maður fari lengra upp í metorðastiganum.

En þá er bara að halda áfram að vera sá besti sem maður á völ á. Fagna því að nú sé komið lið á ný í Borgarnesi og vonandi gengur vel að stofna kvennalið á Snæfellsnesi, það eykur fjölbreytnina hjá vestlenskum fótboltadómara.

Stjórnmálin

Já svei mér þá.

Ný beygja birtist í formi þátttöku í yfirlýstu stjórnmálastarfi. Hefði ekki trúað því fyrir nokkrum árum að þessi leið yrði farin en smátt og smátt hef ég öðlast trú á því að möguleiki sé á nýrri sýn í pólitíkinni, ábyrgri samstöðupólitík.

Í henni getur maður unnið á uppbyggilegan hátt til þess að auka veg síns eigin samfélags, forðast hagsmunapot, yfirlýsingar og átroðslur.

Sagði semsagt já við Bjartri Framtíð, bara nokkrum sinnum á árinu.

Annað

Stórfjölskyldan hefur haft það gott, Öddi bróðir bætti við stúlku í hópinn sinn og magnað  brúðkaup Drífu og Gunna í Eyjum var klárlega hápunktur í veisluhaldinu, rétt á eftir útskrift Thelmu og 40 ára afmæli Helgu Lindar.  Þær veislur héldum við báðar á Helluhól 3. Ég fékk að útbúa flest veisluföngin, en það áhugamál mitt, eldamennskan, er stöðugt að auka þátt sinn í mínu lífi.

Liverpool og Lakers, mín lið í útlandaíþróttum hafa ekki átt gott ár, en árið 2012 tryggðu Snæfellingadraumarnir í Víkingi Ólafsvík sér sæti í efstu deild sem þýðir að við fáum að sjá leiki gegn öllum stóru liðunum næsta sumar, sem verður geggjað.

Árið 2013

Vonandi jafn farsælt og það sem var að klárast.

Væntanlega munu alþingiskosningarnar í apríl hafa aðra merkingu en þær fyrri í mínu lífi og sá stóri atburður sem maður horfir til nú.

Útskrift Heklu úr grunnskólanum kemur þar fast á eftir og svo er stefnt í afmælisferð með tengdó næsta sumar.

Semsagt, lífið gott og Björt Framtíð framundan!!! 


Af Helluhól 27.desember 2012

Af hólnum mínum góða er hægt að horfa yfir, og kannski ekki úr vegi að velta aðeins bara upp hugrenningum sem upp hafa komið undanfarna daga.

Okkur í fjölskyldunni hefur veist sú blessun að eignast góða vini sem við höfum fengið til okkar í heimsókn nú í jólafríinu. Það er ekki sjálfgefið þegar maður flytur sig um set að eignast vin, hvað þá vini eins og okkur hefur tekist hér.

Hávámál benda okkur á að rækta vináttuna eins mikið og mögulegt er. Þau sannindi eru orðin hundgömul en renna aldrei út á tíma, því við megum aldrei nokkurn tíma telja vináttu sem sjálfsagðan hlut og aldrei búa til staðalímyndir um "rétta" eða "ranga" tegund vináttu.

Vinur er vinur og mikið vill ég þakka vinum mínum fyrir að vera vinir mínir, ég vona að þeir finni það að ég meti þá!

En þrepi ofar vinunum er manns nánasta fjölskylda. Það fylgir því böggull skammrifi þegar maður tekur sig upp og flytur langt frá fjölskyldunni sinni. Maður þroskast og eignast sem betur fer nýja vini, en auðvitað vildi maður komast nær og taka meiri þátt í lífi fólksins síns. Hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu, fyrir norðan, á Skaganum eða í Eyjunni fögru. En þá er að laga sig að því og njóta samvistanna þegar þær henda. Í botn.

Í gær fengum við á Helluhól 3 svo jólagjöf sem við lengi höfðum beðið. Thelma og Hekla komu til okkar og fjölskyldan okkar sat öll í kringum jólaborðið í gær. Að vísu stoppaði Thelma stutt og heimsótti vini sína á Snæfellsnesi fram undir morgun eins og fólki á hennar aldri (20 ára og þar í kring) er tamt að gera í jólafríum.

En seinni partinn í dag og í kvöld hefur verið svo indælt að fylgjast með hvernig yngra settið hefur sótt í það eldra og knús, kúr, spjall og Wii-tölvuleikur hafa umleikið systurnar fjórar.

Jólin eru væminn tími og það var einmitt með væmni í hjarta að ég leit yfir sjónvarpssófann áðan og sá þessar gullstangir mínar fjórar, fjögurra, átta, fimmtán og tuttugu ára að ég leyfði mér að hugsa að þarna færi fjársjóðurinn minn. Veit ekki hvort við leyfum okkur oft í alvöru að hugsa svoleiðis og kannski er það bara tilfinninganæmnin í mér og sú staðreynd að við erum "brotin" fjölskylda sem ýtir við því að maður njóti þess að hafa allt fólkið sitt hjá sér.

En ég held samt ekki.

Við horfum of sjaldan á þá sem umkringja okkur með þakklæti í huga og smá væmni. Kjarnafjölskylduna manns eigin, nánustu fjölskylduna, ættingjana og vinina.

Þess vegna kemur af hólnum í kvöld kærleiksknús til ykkar sem viljið fá svoleiðis.

Mér þykir svo vænt um að eiga ykkur!


Toppmúsíkin í ár

Veit að ég er ekki poppskríbent en hef verið músíkfíkill frá æsku, svei mér ef maður hefði bara ekki reynt að verða trommari ef að íþróttirnar hefðu ekki forðað manni frá því, vantaði nokkrar klukkustundir í sólarhringinn og daga í vikuna til að ná að einbeita sér að báðum.

Með hærri aldri og auknum þroska hef ég stöðugt farið meira yfir í það að hlusta á íslenska tónlist, sem mér finnst hafa verið sérstaklega frábær síðustu ár, örugglega með auknum menningaráhuga þjóðarinnar í bland við útrásina sem kennd er við Airwaves.

Svona í lok árs ætla ég því að raða upp topp fimm íslensku lögunum þetta árið.  Aftur, er enginn poppskríbent en bara áhugamaður sem hef gaman af að velta svona upp.  Ég tel niður, en í raun er ég að velja þau fimm sem mest hafa hreyft við mér og röð þeirra gæti verið alls konar.  Það truflar mig töluvert að ég hef lítið náð að hlusta á Hjaltalíndiskinn, en ég ætla bara að muna það almennilega á næsta ári.

Áður en ég byrja upptalninguna þá langar mig þó til að tala um þau lög sem ekki komust inn á listann minn.  Það er augljóst að velja flest lögin af disknum hans Ásgeirs Trausta og rúmlega helminginn af diski Jónasar Sigurðssonar, en lög af þeim detta inn á þennan lista.  Valdimar átti góð lög, mér fannst "Þú ert mín" ákaflega skemmtilegt með hugljúfum texta og það var rétt utan við. Hljómskálinn bjó til skemmtileg kombó, "Ef ég gæti hugsana minna" með Jónasi og Magnúsi Þór Sigmundssyni var flott og "Heimsins stærsta tár" með Birni Jörundi stutt á eftir.  Eðal FH-ingurinn Jón Jónsson gladdi mig með "All, you, I", íslenska útgáfa Eurovision lagsins "Mundu eftir mér" var fínt lag og sem gamall ástmögur Borgarfjarðar eystri hreyfði Magni við mér í laginu "Heima" við texta Ásgríms Inga.

En ekkert þessara laga datt inn á topp fimm hjá mér.  Þar eru...

5.  Your bones (Of monsters and men)

Frábær diskur í alla staði nær að mínu mati hámarki í þessari tregafullu melódíu.  Írsk áhrif einhvers staðar á bakvið, verulega flottur og þéttur grunnur, lalalala-ið í viðlaginu er gott að góla í bílnum eða hvar sem er.  Flottur texti hjá frábærum listamönnum sem munu ná langt.  Var í Ungverjalandi í vetur og þar glumdi tónlist þeirra í útvarpinu.  Svo hefur Helga kennt sumum þeirra, sem er líka mjög skemmtilegt 

4.  Þar sem hjartað slær (Fjallabræður og Sverrir Bergmann)

Hef vissulega "fetish" fyrir Fjallabræðrunum, en hefði seint tippað á það að kjósa lagi með Króksaranum Sverri Bergmann inn á lista.  Þjóðhátíðarlagið 2012 finnst mér afskaplega vel heppnað, nær alveg að hámarka áhrif þess þegar einsöngvari og kór tvinna saman öflugan flutning.  Kannski hjálpar það líka að hafa orðið fyrir nærri því trúarlegri upplifun undir þessu lagi í brúðkaupi í Eyjum í sumar.  En samt, lagið eitt og sér er frábært fyrir minn smekk. 

3.  Glow (Retro Stefson)

Klárlega stuðlag ársins!  Frábær taktur, alls konar rósettur og flúr í músíkinni, uppúr miðbikinu koma inn frábærar raddir og maður einfaldlega iðar undir flutningi þess.  Flott popplög eru ekkert endilega alltaf tónsmíðar sem gefa kost á skrauti í flutningi þeirra en Glow gerir nákvæmlega það.  Diskurinn með Retro er frábær og Glow hápunkturinn. 

2.  Þyrnigerðið (Jónas Sigurðsson)

Jónasi Sig beið erfitt verkefni að fylgja eftir frábærum diski á árinu 2011 og það tókst honum svo sannarlega að mínu mati. "Þar sem himinn ber við haf" er öðruvísi diskur en "Allt er eitthvað", textagerðin enn flottari og mér finnst fleiri hljóðfærum komið að, trommuleikurinn færður aðeins aftar en að sjálfsögðu ráðandi.  Með góð lög er það oft að maður man hvar maður var þegar maður heyrði það fyrst og svoleiðis er það með þetta lag, "Þyrnigerðið".  Ég sat í sófanum mínum og fylgdist með tónleikum á Menningarnótt þegar Jónas taldi inn í það og ég sat í leiðslu allt blessað lagið.  Taldi dagana þangað til allur diskurinn birtist og keypti hann við fyrsta tækifæri og ekki vonbrigði þar.  Á ekkert samleið með því að Jónas er Eiðamaður, en það spillir vissulega ekki!

1.  Dýrð í dauðaþögn (Ásgeir Trausti) 

Ásgeir Trausti take a bow.  Mugison stútaði öllu í fyrra en þessi ungi maður, bróðir Steina gítarleikara í Hjálmum datt úr skýjunum fullskipaður og snerti mig svipað og Mugison náði í fyrra.  Ég hreifst af "Leyndarmál" þegar ég heyrði það í sumar en það var eins og með lag númer tvö hér að ofan, það var tilviljunarkennt áhorf á RÚV sem kynnti mig fyrir lagi sem felldi mig í stafi.  Það var "Dýrð í dauðaþögn". Efast ekkert um að trommufjörið í því hefur kallað á mig en þetta lag er einfaldlega snilld.  Textinn er ekkert annað en frábært ljóð sem er gert magnað af samspili hljóms raddar Ásgeirs Trausta og drynjandi trommuhljóða sem ágerast í laglínunni.

 

Þarna fór það frá mér.  Frábært íslenskt tónlistarár með nýjum perfomerum, en líka "eldri" sem virkilega sýndu á sér flotta hlið á árinu.

Árið 2013 framundan, er handviss um að það verður enn betra!!! 


Hvers vegna Björt Framtíð?

Bloggsíðan hans Magga mark hefur þá verið endurvakin.

Vonandi eru ennþá einhverjir að nenna ennþá að lesa hugrenningarnar mínar, en sú fyrsta eftir hlé snýst um þá ákvörðun mína að stíga það skref í mínu lífi að tengjast framboði til kosninga.

Nóta bene, ég er ekki að fara í pólitík, því á þeirri tík hef ég ekki trú. Mig langar að koma að skipulagi á þjónustu þeirri sem Alþingi Íslendinga á að veita borgurum sínum.

Fyrir rúmu ári sat ég á sunnudagsmorgni með góðvinum mínum í Veiðifélagin "Ég verð að fá'ann" í sumarbústað í Húsafelli. Helgin hafði verið ákaflega notaleg og við vorum að drekka kaffi og dorma í morgunsárið. Þá heyrði ég viðtal við Guðmund Steingrímsson sem var þar að ræða sína sýn á stjórnmál og þá fyrirætlan sína að stofna stjórnmálasamtök sem byggðu á sameiningarstjórnmálum og í raun samfélagsþjónustu. Viðtalið hreif mig og næstu vikur las ég og hlustaði eftir skoðunum Guðmundar.

Að því öllu loknu ákvað ég að óska eftir að hitta hann eina helgina sem ég dvaldist í Reykjavík, hann var svo vinsamlegur að samþykkja það og við kláruðum tvær (litlar) kaffikönnur inni á Hótel Borg á meðan við spjölluðum um lífssýn og landið okkar.

Að þeim fundi okkar loknum var ég ákveðinn í því að þarna væri eitthvað að hefjast sem ég vildi fá að taka þátt í. Á næstu mánuðum þróuðust mál með þeim hætti að ég samþykkti að taka sæti í stjórn flokksins sem svo var skírður "Björt Framtíð" og fór á minn fyrsta almenna fund.

Það var frábær upplifun. Þarna var ólíkt en frábært fólk með ólíkar skoðanir og fullt af umburðarlyndi fyrir því. Í framhaldinu var unnið á nútímalegan hátt að myndun stefnuskrár og stjórnmálayfirlýsingar þar sem vandlega var gætt að vinna alltaf á þeim nótum að bera virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins og að nálgast hlutverkið á þann hátt að vera að bjóða fram þjónustu.

Og nú hef ég þegið gott boð um að stilla nafni mínu upp fyrir hönd flokksins í kosningunum sem eru framundan í apríl.

Það geri ég því ég er sannfærður um það að sá hópur sem ég tilheyri er ákveðinn í því að lyfta stjórnmálunum upp úr fari pólitíkur og hagsmunapots yfir í það að leitast við að verða verkfæri lýðræðisins og vettvangur venjulegs fólks til að skapa sitt samfélag.

Ég er með þessu alls ekki að tala niður til nokkurs stjórnmálaafls sem inni á leiksviðinu er. Þar er feykimikið af góðu fólki og mér dettur ekki í hug að draga úr vilja þeirra sem vilja kjósa aðra stjórnmálaflokka. Það er mikilvægur þáttur lýðræðisins að fólk kýs þá sem það vill!

En ég vona að það verði töluverður hópur íslenskrar þjóðar sem tekur þátt í vegferðinni okkar hjá Bjartri Framtíð - því það er vel hægt að gera stjórnmálin að samstöðuvettvangi í stað átakavallar.

Það er stóra ástæða fyrir þeirri ákvörðun minni sem varð opinber í dag.


Hillsborough tragedy - the truth!

It‘s April 1989.

Liverpool FC is sitting at the top of the first division and in the FA Cup semi-final with a football team full of flair and brilliant passing. Attack is the name of the game, Barnes, Beardsley, Aldridge and Rush the main scorers in a free flowing team, probably one of the greatest team in the club’s amazing history.

The club itself recuperating following the Heysel-disaster and smiles on the faces of people connected with the football club.
On the horizon, a semi-final game against another football team dedicated to play the passing game. Nottingham Forest, managed by Brian Clough. In those days a top team and the FA cup was the only prize it‘s legendary manager had never won. The momentum for that match had been building for the game between these top teams.

The game was to be screened in Iceland and RUV (Iceland‘s answer to the BBC) which owned the broadcasting rights decided to send a reporter to commentate live from the stadium, Hillsborough in Sheffield. Something which showed how highly the game was rated on our island. Bjarni Fel (the Icelandic John Motson) was sent to Sheffield.

The semi-final games in the FA cup are played on a neutral ground and Hillsborough was a common venue for those games. In these years the stadiums didn‘t have large areas with seats, instead a lot of room was filled with stands, where people stood upright during the games. The stands were surrounded with high fencing, the stands themselves divided in to boxes with fences and bars.

The year before, 1988, the same teams played in the semi-final at that stadium and then there were a lot of problems at the gates into the stadium when fans, specially the Liverpool fans, were squeezing and pushing when getting to their stands. The club complained to the FA following that game and again when Hillsborough was again selected as a semi-final venue a year later, without success.

As mentioned before there was immense interest for the game. The weather on game day was brilliant and fans of both clubs flocked to Sheffield. In particular the Liverpool fans.

There were big traffic delays this day. The police had got clear messages on searching all cars going to the game, to stop alcohol or other unwanted things, from entering the stands. The Liverpool supporters were specially checked, all the buses stopped to thoroughly be searched. That led to big groups of fans arriving late at the stadium, just before kick-off.

Since the game was about to start the fans rushed to the gates, hurrying to get into the stadium. The turnstiles weren’t able to handle so many at a time so little by little people were waiting in thousands to get in, some have written up to 20 thousand fans standing outside the gates! Gradually the situation outside the gates was building up as a problem for the police, the match was about to start and people were pushing to get in. The worst problem was in the area outside the turnstiles entering the Leppings Lane end where the Liverpool supporters had been assigned a large number of tickets.

Some of the people had tickets for the Leppings Lane, others in the stand above it and some were without tickets, had travelled in the hope of obtaining tickets at the stadium and weren’t ready to leave unless they had no hope of entering the stadium.

Gradually the situation outside the Lepping Lane gate was becoming terrible. A lot of pushing and shoving, people being crushed against the fence around the stadium, thousands trying to get in before the game started. The policeman controlling the situation outside the stadium, mr. Marshall, later admitted that the organisation in the queues through the turnstiles and at the gates had been very poor, the main focus of the police that day was to observe and control the drinking and related behaviour and to be sure no things which were to be used as weapons should enter the stands. A policeman requested that the kick-off should be delayed, to try and calm fans who were desperate to be at the game from its’ start. The request was denied.

Since then, it has become a standard procedure to delay kick-off at games where there are delays at the turnstiles. A very simple solution really.

But not used that fateful day!

The main police officer, mr. Duckenfield had relatively little experience. He had never even been a member of an administrative team at a game of such importance. He was in control but was not situated near Leppings Lane. Around 2:50 PM mr. Marshall contacted Duckenfield and asked for the gates at Leppings Lane to be opened, because people’s lives were basically in danger. Duckenfield later revealed in interviews he had “frozen” for a moment, but then gave the order.

“Open the gates”. The public timing of the opening of the gates at Leppings Lane is 2:54 PM.

And in poured thousands of fans, no matter if they had tickets for that part of the stadium or even the game itself. Hurrying, because the game was about to start!

When inside the gates you had to go through narrow tunnels to enter the stand. There were three tunnels leading in to the Leppings Lane End of the stadium, but in all the havoc everyone rushed towards the same tunnel, the centre tunnel which was nearest the gate opened. Usually ground staff would close a tunnel leading into the pens when that were full and guiding people into other parts. It was not done on this day and the thousands squeezed into pens 3 and 4 at the Leppings Lane End.

And they were filled quickly! When the referee blew the whistle to start the game it created a frenzy in the tunnels into pens 3 and 4, nobody wanted to miss a second of the game. The people kept pouring in, adding to the pressure pushing the crowd forward, with the burden pushed downwards onto the fencing. Or, to be correct, adding pressure to the persons standing at the bottom of the pen, by the fence. And the people kept coming into the pens.

The situation became horrible. The pens were overcrowded and people couldn’t move anywhere. I do not think you can find words fully describing the feeling of sadness and disgust I have felt hearing or reading about these minutes in pens 3 and 4 at the Leppings Lane End. The minutes from when people start to get injured or simply die and until the police realize what is really happening. They will never be put into perspective, the scenes simply too horrible.

Duckenfield’s first reaction was to move the full police force towards the fence behind Brucie’s goal, with dogs, as he assumed fights were ongoing!
But in pens 3 and 4 people were dying or already dead. Simply being crushed to death. Fighting for their lives, some successful, others not. The description of the deaths and the helplessness of relatives and friends having too look on still makes me speechless, to this day. To hear someone describing when he found out his friend was dead, choked, but still standing by his side as nobody could move an inch. Fathers watching their children dying without being able to do anything. Shouts from children trying to avoid death calling for their mothers, shouts for someone’s help, God’s or from simply anyone! So horrible things you can not find in your imagination.

Then the police realized and opened a way from the pens into the pitch. The game lasted six minutes and stopped at 3:06 PM. The players sent to the dressing rooms.

Then the next mistakes were made. There were very few paramedics at the ground, nearly now ambulances. The police had still not totally grasped the situation, Duckenfield wasn’t in the control booth and the next 15 – 20 minutes showed perplexed police officers trying in any way to handle various situations. Fans running around trying to help their friends or others, covering people already dead and running with injured people carried on advertising hoardings towards the ambulances situated at the opposite end of the pitch. They were not allowed onto the grass and towards the injured until about 3:25 PM! Regular people were trying to bring someone back to life in absence of paramedics.

All this was shown live on Icelandic TV. My birthday is the 14th of April and had been really looking forward to the game and the day itself.

Following the game I was to attend the annual show and dance in my college so I had the pay pencilled as a big day of joy. But instead... I will never forget Bjarni the commentator, half crying, trying to describe the horror that he was witnessing at the stadium and we were watching. The live feed was cut soon, but regularly transmitted again, telling the latest news as they happened, getting worse by the minute.

It is stupid to think about today, the first worries were if the game would not be able to finish. I stopped eating my birthday food early, I had a small part to play in the show, went and did that with tears in my eyes and went back home.

Next days arrived and the news came. 95 people died, 767 injured, of those 150 bearing serious injuries. The number became 96 when a life support machine was turned off. 89 men and 7 women. The youngest was 10 years old, the oldest 67 years old. Thousands were in mourning.

The Sun showed its’ disgusting face the following day and days, lying about the dead being robbed and their bodies disgraced on the Hillsborough turf by other Liverpool fans. Disgraceful if ever has been! Since then no Liverpool fan with self respect has ever read, never mention bought The Sun. It barely can be seen in the city of Liverpool!

Those who do not remember these days will hopefully have read about this before. Because we have to as they have marked our club permanently. Really they have marked English football in whole, leading to the end of stands and terraces at the stadiums in the English top division, they were slowly filled with seats.

But I am not sure everyone today realizes the situation at Liverpool Football Club following Hillsborough. Because for a while I was not sure if my club would simply fold. The days following the tragedy saw of course the main emphasis on the scene of the tragedy and to try and react by tearing down fences at the football stadiums. The making of the Taylor-group leading to the Taylor-report.

Meanwhile, everything at Liverpool Football Club everything was at standstill. The 16th of April the chairman of the club, Peter Robinson, decided to open the gates at Anfield, giving people a chance to pay their respects. Flowers, teddy bears, scarfs, hats and shirts covered the pitch and the Kop-stand.

Training was suspended, football was not on the agenda. Players turned up in church instead, Bruce Grobbelaar read from the Bible and the players decided, with their wives, to fully participate in the grief. The club really decided to show what really mattered to it. It’s people, their fans. Kenny Dalglish, the manager led the way. Anyone interested to learn about the clubs and players side of the tragedy should read about in king Kenny’s biography.

On Monday the 17th the players and coaching staff headed to Sheffield to visit hospitals. Talking to survivors and their relatives. Praying beside the beds of people still lying in a coma. Getting to know people having lost their loved ones, sharing their sorrow.

Later they attended funerals. The club made sure it had a representative at every funeral of the Hillsborough victims. Dalglish attended many of them. At most he attended four funerals in one day. The club tried to find out each victims favourite player and sending him to the funeral. Still no-one was thinking about football or training.

Then the question was asked. Will Liverpool Football Club ever play a football game again? Today this leaves people maybe shaking their heads but back then this was a real possibility. The city of Liverpool was simply paralyzed and Dalglish has described that often during these grief filled days the players, coaches and other members of staff often wondered what to do, keep on playing or if Liverpool Football Club should simply close down as a matter of respect for the people who died.

Meanwhile, the 1st division kept on, Everton reaching the FA cup final. Liverpool’s games were postponed, one by one. In Iceland it was really hard to find out what was happening. This was before internet and Sky News, instead I waited on the weekly editions of Shoot! and Match, trying desperately to learn what was going on. But then it was announced that the club had decided to play a match, with all the profits from it going to the families affected. That was to mark the return of the club on the football stage. The opponent was our friends, Glasgow Celtic.

Fifteen days from the Hillsborough tragedy, on the 30th of April the teams played, the Reds back in action at Celtic Park. The people attending the game have described the incredible sound of “You’ll never walk alone” that day with the whole of the stadium joining in, but also the general feeling of sorrow and sadness. That day Celtic became many peoples’ club in Scotland. It became mine.

The first official game was a Merseyside derby, again the whole stadium sang our anthem and during halftime the fans of Liverpool Football Club carried a banner thanking the Everton fans for their support during these troubled days.

And we started again, winning the FA cup final against Everton, something that was always meant to be. We lost the title by a certain Michael Thomas goal at Anfield. The following year we won the title, our last for a while. Dalglish resigned in 1991, mostly because he had never fully recovered from the aftermath of Hillsborough, couldn’t go on and needed a rest.

In May 1989 a support group was formed for the families that were affected by Hillsborough, still active today. The Hillsborough Family Support Group. At first they were helping the families to live on through the sorrow but later on they have been fighting for justice for the victims and demanding for “The Truth” to be told about the events on the 15th of April 1989. For the mistakes to be accepted and the right people be held responsible and punished. A lot has gone on, but in spite of small victories along the way the group is still very much helping the families to fight the injustice that has been brought to them, having to fight tooth and nail to clear their relatives’ names or finding out what happened to them.

It is this group that is responsible for a memorial service to be held at Anfield on the 15th of April each year. That service is in my opinion a breathtaking service and something every supporter should try and attend. It is short, and full of respect, a two minute silence starting at 3:06 PM and ended by singing the anthem every Liverpool supporter knows. I attended the ceremony in 2001 and was deeply touched by respect the memory of the 96 is given.

The HFSG-group is not the only group demanding fairness and justice for the victims and the families. In February 1998 another group was formed, a group that has been very visible, and has an office near Anfield, at 178 Walton Breck Road. That group has the name Hillsborough Justice Campaign and soon started to use the words “Justice for the 96” as their slogan. Members of this group have been dedicated to hold aloft the names of the 96 and to seek justice for their relatives. When going to games at Anfield you are bound to meet their representatives distributing the latest news on their ongoing fight for justice. We regularly hear their slogan “Justice for the 96” sang at our games, most memorably probably in January 2007 when it was song for six minutes straight during a match against Arsenal. I was lucky enough to be able to participate, tears flowing all those minutes.

The club itself has also taken its´ steps to permanently hold aloft the memories of the 96. Besides the “Shankly Gates” a magnificent memorial was erected. On it engraved in gold the names of all the people lost at Hillsborough and the age they were that dreadful day. In the midst of it a flame from a candle burning all the time, “the eternal flame”. A “must visit” place for all fans going to Anfield.

The club’s logo was changed in 1992, adding “You’ll never walk alone” above the Liver Bird to commemorate the tragedy, and later putting two torches burning the eternal flame on each side of the Liver Bird. These torches have now really become a special logo for the tragedy and the fight for justice, often called “The Justice Flames”.

And today marks the 20th birthday of the tragedy. Today we can focus on the performance on the football field, by the team or individual players. We will sometimes be happy and sometimes angry.

But today we have to know the meaning of Hillsborough and the event which have followed. That day changed my opinion on my club forever, from passionate following to respectful love. No matter the titles and silverware, the tragedy showed the world the real “People’s club” when it mattered most, in face of incredible trauma and grief.

So today we should all sit down, and think about that fateful day when thousands of Liverpool fans left their homes to attend a match involving their beloved club. Of which 96 never returned to their loved ones.

They must never be forgotten!

In April 2009 – Magnus Thor Jonsson.


Beygjurnar í lífinu.

Undanfarin ár hef ég stundum dottið hér inn á þessa bloggsíðu og tjáð mig um þjóðfélagsmál sem og önnur.  Hef staðið sem áhorfandi hjá og fylgst með - stundum skotið inn pælingum og reynt að átta mig á því hvað gengi vel og hvað illa.

Ég hef ekki verið virkur í stjórnmálasamtökum eða flokkum.  Verið flokksbundinn vissulega, staðsett mig hægra megin við miðju í "skilgreiningum" stjórnmálanna.

Hins vegar held ég að ég sé í gegnum lífið búinn að koma mér upp ágætri þekkingu á samfélagi fólks, hvað gengur þar vel og hvað illa.  Fékk gott uppeldi á heimilum sem gerðu kröfur til þess að sýna umburðarlyndi og auðmýkt fyrir fólki og skoðunum þess.  Starfsferillinn hefur verið á vettvangi þar sem allir eru jafnir, en einstakir á sínu sviði og allt þetta býr til sjálfið manns.

Í haust var ég með góðum vinnufélögum mínum í sumarbústað í Húsafelli, sat við kaffiborðið á sunnudegi og hlustaði á Sprengisand á Bylgjunni.  Þar datt inn maður sem lýsti lífssýn sinni í framhaldi af því að hann hafði yfirgefið gamla flokkinn sinn og hefði áhuga á að taka þátt í að búa til annars konar pólitik.  Þetta var Guðmundur Steingrímsson sem var að tjá sig og ég hreifst af því sem hann talaði um.

Ég las það sem hann var að skrifa og ég ákvað að setja mig í samband við hann og lýsa yfir ánægju minni með málflutning hans.  Eftir spjall okkar í milli ákváðum við að hittast sem við gerðum, Helga Lind hundskammaði mig fyrir að mæta á þann fund með mikið hár og óhrjálegur, en sem betur fer kom hann órakaður!  Fyrirhugaður 15 mínútna kaffibolli varð miklu lengra stopp, á milli okkar flugu hugrenningar og endalaus skynsemi, á jákvæðum nótum.  Ég fór heim á nesið mitt og einhver neisti var þarna kveiktur, ég fann mig langaði virkilega að fylgjast með.

Ég heyrði í fólki sem ég þekkti í borgarkerfinu og hleraði hvernig fólk upplifir Besta flokkinn, því þar var jú hópur sem ætlaði sér að mynda hreifinguna með Guðmundi.  Ég var forvitinn að sjá hvernig þeim myndi, "venjulegu ópólitísku fólki", takast að stjórna borgarbákninu sem ég kannast vel við sem starfsmaður þess í 8 ár.  Svörin sem ég fékk voru öll á þann veg að þar færi fólk sem vildi vel og væri að færa pólitíkina úr viðjum venja, sem sumir reyndar kölluðu einfaldlega spillingu og sérhagsmuni.

Svör þessa fólks urðu bara til þess að gera mig forvitnari og áhugasamir, frekari samskipti sömuleiðis urðu svo til þess að ég var allt í einu bara kominn í það verk að koma að formlegri stofnun stjórnmálaafls, á virkan hátt.  Þáði boð um að taka þátt í stjórn flokksins, og fór enn á ný forvitinn á fund.

Sem var bara ferlega skemmtilegur, fólkið sem ég hafði fæst hitt áður var hvert öðru áhugaverðara og allir með þá hugsjón að vinna að því að pólitík verði leyst sem þjónustuhlutverk í þágu samfélagsins alls og staðráðin í að færa sérhagsmuni og spillingu úr framsæti og afur í skott "þjóðarbílsins".

Næstu skref eru bara í mótun, við ætlum að njóta verksins að mynda stjórnmálaafl sem byggir á þessum kjarnagildum og ég hlakka til að fá að kynnast verkefninu og fólkinu enn betur. Það eru örugglega brekkur framundan og maður þarf að læra margt.  Ég t.d. er alveg í skýjunum að heyra það að á bilinu 5 - 6% þjóðarinnar er nú þegar tilbúinn að líta á okkur sem valkost, það áður en við erum í raun farin almennilega af stað - skil ekki alveg þá sem telja það slakan árangur.  Svona er maður kannski bláeygur í þessu bara.

Ég hef enga hugsjón fyrir persónulegum frama í stjórnmálum, heldur lít á þetta sem leið til að reyna að hafa áhrif á umræðuna og þar með samfélagið, vonandi jákvæð. 

Mér var ungum kennt að lykilatriðin í lífinu væru þau að bera virðingu fyrir öllum verkefnum og gera sitt besta í þeim.  Vonandi næ ég að takast á við þetta verkefni út frá þessum meginþáttum.

Pabbi kvaddi mann oft með setningunni - "vertu okkur til sóma" í gamla daga - það ætla ég mér að gera og er ákveðinn í að halda mig við þá grundvallarhugmynd mína að pólitík sé einungis venjulegt verkefni sem þurfi að nálgast á sama hátt og að grafa skurð, kenna dönsku eða stjórna veislu.

Ég ætla alls ekki að falla oní þá gröf að telja það sjálfsagðan hlut fyrir aðra að elta þessar skoðanir minar eða þennan flokk.  Það er ekkert nema gott fólk í öllum flokkum og það er hvers og eins að finna út hvaða flokk hann langar til að kjósa.

Ég er bara glaður að hafa hitt minn flokk.  Hann heitir Björt Framtíð!


Svona segir maður ekki!

Viðurkenni það bara að ég trúði því ekki þegar mér var sagt frá því að þingmaður hefði látið þessi orð falla um lögregluna.

Eða þá bara leggja það til að björgunarsveitirnar "sýni virðingu" og verji Alþingi.  Er það ekki svo að þingmaðurinn er í slíkri sveit - finnst henni það starfi slíkra sveita til framdráttar að vera dregin inn í þá umræðu sem hún gerir með því að nefna þær.

Miðað við undanfarna daga þarf lögreglan ekki að fá svona framkomu í andlitið og það er bara beinlínis ferlegt að þar fari þingmaður af stað með málið.

Svo svíður það mér enn meira að sá þingmaður komi úr mínu kjördæmi, það verður bara að segjast!!!


mbl.is Lýsa furðu á ummælum þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg mark takandi á Palla!

Auðvitað var hann í ákveðinni geðshræringu og hefði getað fækkað "helvítis" orðunum töluvert, en þó urðu þau til þess að fólk hlustaði.

Ég hef sjálfur verið að reyna að ræða nákvæmlega þetta í mínum vina- og starfsmannahópi, mér ofbýður hversu fljót við erum að beygja úr málefnalegu ergelsi og sýn á ólík viðhorf yfir í upphrópanir sem hafa þann eina tilgang að niðurlægja og meiða.

Í minni ætt og vinahópi er að finna ótrúlega flóru fólks, með endalaust ólíkar skoðanir.  Ekki vildi ég á nokkurn hátt hafa neinn öðruvísi en hann er og við eigum öll að gæta að því hvernig komið er fram við fólk.

Ekki hika við að benda fólki á ef okkur finnst það ganga of langt í orðavali og/eða athöfnum!

Flottur Palli, vonandi átta fleiri sig á því hvað við flest erum orðin hundleið á þeirri framkomu sem þú talaðir um!!!


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti fjölskylduklúbbur á Íslandi kominn á sinn stað!

Árið 1989 var það frændi minn og vinur, Guðmundur heitinn Sveinsson sem kynnti mig fyrir fjölskylduklúbbnum Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.  Það ár og þau tvö næstu spilaði ég fótbolta undir fallegu svart / hvítu merkinu og kynntist mörgum mönnum sem í dag eru auðvitað lifandi goðsagnir í Krikanum.

Ég fór aftur norður á Sigló en haustið 1999 var það annar vinur minn sem varð þess valdandi að ég fór að vinna fyrir þetta frábæra félag sem þjálfari.  Ég grobba mig enn af því að hafa verið sá sem dró Lauga til FH í janúar 1990 by the way!

Að horfa á Krikann í kvöld var eintóm gæsahúð.  Mikið svakalega hefði verið gaman að hafa átt þátt í því að slá þetta áhorfendamet sem slegið var í kvöld!  Sjónvarpsmyndavélin fór um stúkuna og þarna sátu FH-ingar af öllum sortum, aldri, kyn og vexti.  Gamlar handboltahetjur, þekktir stuðningsmenn og aðrir upprennandi. 

Ferlega gaman að sjá "gamla" félaga af fótboltavellinum í Krikanum frá því þá gömlu góðu, en fyrst og síðast svakalega gaman að vinna stórmeistarans Þorgeirs Arnar Jónssonar hafi nú borið árangur.

Það hefur ekki verið auðvelt að vera FH - ingur í handboltanum á síðustu árum þegar kaupóðir Haukar hafa verið að taka dollur og vinna titla.  FH þurfti að horfa upp á handboltann sinn í næstefstu deild og fara í gegnum erfitt endursköpunarferli.  Lagði allt sitt traust á stórefnilega stráka og ákváðu að taka sér tíma.

Ég fékk þá ánægju að kynnast mörgum þessara stráka á unga aldri sem fótboltamönnum og hef alltaf sagt að þar fór einstakur hópur drengja sem ég hef alltaf verið sannfærður um að hefðu allt sem þarf til að vera góðir íþróttamenn.  Auðvitað þekkti ég þá í annarri íþrótt en þeir urðu í kvöld Íslandsmeistarar, en einkenni góðra íþróttamanna hafa þekkst í þeim allt frá þeim degi og ég er alveg hundhandviss að þeir væru margir í meistaraflokki í fótbolta ef þeir hefðu valið þá grein.

En í kvöld stimplaði handboltinn sig aftur hressilega inn hjá FH og það var stórkostlegt að sjá þá gleði sem geislaði frá þeim í svart / hvítu.

Allrar fjölskyldunnar.  Ég hef kynnst mörgum bæjarfélögum og íþróttafélögum á Íslandi og fullyrði að Hafnarfjörður er stærsti "sveitabær" landsins og FH er langmesti fjölskylduklúbbur sem við eigum.  Allir sem þekkja mig vita að er ekki er til mikið jákvæðara orð en sveitabær!

Og ég tel mig enn vera partur af FH fjölskyldunni, það finn ég alltaf þegar ég kem í Krikann.  Vissulega er ég fjarskyldi ættinginn í fjarlægðinni, en hef fundið það ákaflega örugglega í þessari viðureign um handboltatitilinn að FH hjartað það slær á Selhólnum á Sandi.

Innilega til hamingju allir FH-ingar nær og fjær!!!


mbl.is FH Íslandsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál!

Held að þarna sé á ferð góð lausn.

Allir sem þekkja mig vita af því að ég hef ekki verið alfarið glaðastur með vinnubrögð ráðuneytisins á undanförnum misserum og þá ekki síst framgöngu ráðherrans sjálfs.  Þó hefur Katrín vaxið í starfi og er smám saman að "finna fæturna" í starfinu.

Svandís er ákveðin kona sem er langt frá því að vera ákvarðanafælin og / eða skaplydda.  Bind vonir við það að hún standi sig vel þá mánuði sem hún leysir Katrínu af og litlar uppstokkanir þurfi á starfi innan ráðuneytisins.

Þar eru stór mál í gangi sem þarf að vinna áfram í barnsburðarleyfi Katrínar!


mbl.is Svandís leysir Katrínu af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband