Færsluflokkur: Dægurmál
Flottur Ási!
4.9.2007 | 08:43
Til hamingju Fjölnismenn!
Að ég tali nú ekki um Ásmund Arnarsson þjálfara, Húsvíking og öðling. Vona hreint innilega að Óli Jó og FH-ingar sýni þann drengskap að leyfa lánsmönnunum sínum að spila úrslitaleikinn. Ef þeir kippa sínum mönnum til baka og vinna verður það ekki heiðarlegur sigur að mínu viti.
En frábær frammistaða hjá Grafarvogspiltum í gær og ævintýrið þar með ólíkindum, hélt að þegar Fylkir komst yfir væri málið dautt, en svo var heldur betur ekki!
Bikarúrslitaleikur og upp um deild er þvílíkt sumar hjá Fjölni, aðeins 5 árum eftir að hafa komið úr neðstu deild.
Ef ske kynni að HK færi niður úr deildinni eru aðeins 2 lið úr Reykjavík utan efstu deildar, Breiðholtsliðin tvö, ÍR og Leiknir. Eftir ævintýri sumarsins í Grafarvogi hljóta menn í Breiðholtinu að setjast niður og skoða sameiningarmál af alvöru! Hvað þá vinir mínir á Akureyri, þó þar sé djúpstæðara og erfiðara.
En meira af þessu síðar, til hamingju Ási, þú átt þetta svo sannarlega skilið!!!
![]() |
Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustlitir og haustkul
29.8.2007 | 20:09
Veit ekki með önnur svæði á landinu en á Snæfellsnesi er haustlegt um að litast. Sólin berst þó áfram, en ekki er nú sami ylurinn af henni eins og fyrir kannski 2 - 3 vikum. Veturinn framundan, eftir besta sumar sem ég man eftir allavega. Eftir svoleiðis sumar er maður bara rólegur í að biðja um góðan vetur en vonar auðvitað það besta. Lognið hér hreyfist stundum hratt og auðvitað væri nú gaman ef það færi sér hægar núna! En eftir blíðuna í sumar er maður bara bljúgur. Annars "bunch af vinnu" í gangi. Fyrsta árið sem ég hef tekið þátt í að skipuleggja hér sjálfur og auðvitað breytingar þess vegna. Það er mjög skemmtilegt og mér sýnist góður vetur framundan í vinnunni og einkalífinu. Meira af því innan tíðar. Á morgun sæki ég Thelmu og Heklu og um helgina ætlum við öll fimm að slaka á í kyrrðinni, kíkja kannski í berjamó ef veðrið leyfir, borða góðan mat og vera góð hvert við annað. Svo erum við skötuhjúin á leið á tónleika Noruh Jones á sunnudagskvöld í Laugardalshöllinni. Það verður bara gaman! |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljótt er ef satt reynist!
26.8.2007 | 10:02
Er virkilega enn verið að berjast gegn fordómum og hroka í garð samkynhneigðra á okkar ágæta landi? Núna les maður um sérkennilega hegðun nágranna Q-bars, sem virðist bara vilja þann bar í burtu úr nágrenni sínu. Var fyrir sunnan nýlega og var á þessu horni. Röðin á Sólon leystist þar upp í slagsmál, en löng var hún og mikill hávaði. Þá löbbuðum við Helga upp Ingólfsstrætið og litum inn á Q-bar. Þar var ekki mikið af fólki, skemmtileg tónlist og þægilegt andrúmsloft. Sátum þar og hittum fólk, sam- og gagnkynhneigt, ekki það að það skipti nokkru máli! Virkilega þægilegt og fínt. Ragnar frændi minn hefur þarna upp raust sína. Það sem ég þekki til hans gefur mér tilefni til að taka þessi orð hans trúanleg. Ragnar hefur lengi verið tilbúinn að verja lítilmagnann og ég efast ekki um að hann mun verjast slíkum ágangi af krafti. Ísland er nefnilega fyrir alla. Ég minnist ekki frétta af eiturlyfjasölu, ofbeldi og nauðgunum á Q-bar. Hins vegar á nokkrum öðrum. Mér finnst að fólk ætti nú að byrja á að skoða slíka staði. |
![]() |
Telur um einelti að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til hamingju ÓPÚ!
19.8.2007 | 20:33
Það eru til svo skemmtileg forrit sem skammstafa. Í Mentor.is - gagnakerfi grunnskóla - var örnafn Ólafar Pálínu í Breiðholtsskóla ÓPÚ, ansi hreint margræð skammstöfun, t.d. ópið ÚÚÚÚÚ, nú eða Ó - PÚÚÚÚÚ. Hvorugt á þó við þessa öðlingskonu sem ég veit að er afar glöð með það að vera nú formaður Framsóknarkvenna. Ekki gefst hún upp á pólitíkinni, sem er held ég stundum erfið tík! Ætla nú líka bara að vera nokkuð sammála sumum ályktununum, t.d. er löngu kominn tími á kynjaskipt fangelsi og kynjabundinn launamunur er náttúrulega skammarlegur! Kannski ÓPÚ endi bara á þingi og nái að breyta heiminum í betri heim en nú er. Til hamingju vinkona! |
![]() |
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir kjörin formaður LFK |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af skoðanakönnun
14.8.2007 | 23:17
Ákvað að aftengja skoðanakönnunina mína í kvöld. Hafði staðið í 4 mánuði og alls 175 atkvæði bárust. Af þeim sem greiddu atkvæði voru 73% svarenda tilbúnir að búa með fjölskyldu sinni utan höfuðborgarsvæðisins. Auðvitað var ég bara að fá staðfestingu á því að ég og mín fjölskylda hefðum gert rétt. En svona án gríns langaði mig aðeins að sjá hvort þeir sem á þessa síðu mína kíktu væru tilbúnir að líta út fyrir höfuðborgarsvæðið. Sem betur fer er yfirgnæfandi meirihluti til í það. Ég held að mesta holskefla landflutninga suður sé yfirstaðin og í sífellt meira mæli er að tínast fólk til baka. Ég bjó á höfuðborgarsvæðinu í 11 ár og leið þar afar vel. Síðustu árin fannst mér þó vinaleg borg verða stórborg, með löngum röðum á vegum og í búðum, miðbærinn aggressívari og allt dýrara en áður. En kannski var ég bara að eldast???? Allavega, við Helga renndum blint í sjóinn hér á Snæfellsnesinu og stóðum við það að prófa landsbyggðina á ný. Sjáum ekki eftir því. Auðvitað er sumt sem við söknum, fjölskyldunnar mest, auk þess sem auðvitað var margt í þjónustusamfélaginu á höfuðborgarsvæðinu sem auðveldara er að nálgast en hér. Mér finnst reyndar ástæða til að kvarta undan þjónustu nokkurra aðila á höfuðborgarsvæðinu sem telja sig ekki þurfa að þjónusta landsbyggðina. En geri það seinna. En í staðinn höfum við fengið margt sem við ekki höfðum. Miklu meiri tíma í okkur sjálf, barnauppeldi og samskipti við nágranna og nú vini. Lítið samfélag sem tók vel á móti okkur og hefur fullt að bjóða sem við hefðum ekki hugsað okkur að gera "fyrir sunnan". Auðvitað skiptir máli að næg atvinna er og enginn barlómur í neinum. Það skipti mig líka máli að hér á nesinu er öflugt íþróttalíf, sérstaklega í mínum uppáhaldsíþróttum, fótbolta og körfu. Miklu máli skipti líka að mikið er um fólk á okkar aldri hér, og við því náð að eignast góða vini með svipaðan status í lífinu og við. Þess vegna erum við glöð að hafa tekið ákvörðunina, sem ekki var léttvæg á sínum tíma, að rífa okkur upp og flytja "út á land". Í dag er ekki vafi að plúsarnir eru margfalt fleiri en mínusarnir og ég skora á einhverja þeirra sem hökuðu við já í skoðanakönnun minni að taka skrefið. Hvort sem stefnan er á Snæfellsnesið, Berufjörðinn, Húsavík eða eitthvað annað. En, ný skoðanakönnun komin í gang. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eiður er stjarnan.
13.8.2007 | 09:29
Hef áður sagt það að mér finnst Eiður ekki eiga að koma aftur í enska boltann. Reyndar fengju íslensku félögin Valur, ÍR og KR uppeldisbætur fyrir hann, sem er jákvætt en annars ekki.
Eiður var lengst af lykilmaður í Chelsea og lék í fyrra með Barcelona. Hann hefur verið í CL upp á hvert ár og er búinn að vinna alla titlana í Englandi.
Hvaða lið sem nú er að eltast við hann á séns á sæti í Evrópu, hvað þá CL?
Ég sé ekkert, ekkert gáfulegt við það að hann fari til Man.City, West Ham, Boro eða Blackburn. Eina væri ef hann fengi fáránleg laun. Þá er hann allavega að fá pening sem hann fengi ekki annars staðar.
Viðurkenni reyndar að ég teldi ekki ógáfulegt hjá honum að fara til Newcastle, þar sem stjórinn þekkir hann og er örugglega að gera alvöru lið.
En að fara í miðlungs lið úr besta liði heims þarf að skoða alvarlega. Vona að Eiður geri það.
![]() |
Segir launakröfur Eiðs Smára háar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimskuleg verslunarferð
12.8.2007 | 10:55
Ætla ekki að láta leiðinlega því ég á nokkra félaga sem halda með West Ham og vona að þeir eigi ekki erfitt ár fyrir höndum.
En ég held það. Of lengi hefur West Ham keypt leikmenn sem hafa lítinn metnað, en meiri áhuga á feitu launatékkunum sem Eggert og Björgúlfur réttu þeim við samningsundirskrift.
Ljungberg, Bellamy, Lucas Neill og Boa Morte! Svo bætum við leikmönnum sem ekki meikuðu það hjá stórliðum, Spector, Upson og Richard Wright. Hendum inn vandræðagemsanum Lee Bowyer og þar með ertu kominn með vandræðalegan kokteil sem engu mun skila.
Anton Ferdinand, Robert Green og Dean Ashton eru góðir leikmenn. Ekki margir aðrir sem stóru liðin hefðu áhuga á.
West Ham verður í ströggli held ég og því miður eru Eggert og Björgúlfur að eyða miklum peningum í vitlausa aðila.
Vona innilega að Eiður Smári detti ekki inní þennan kokteil. West Ham þarfnast hann ekki, heldur ungra hæfileikaríkra leikmanna sem þurfa og vilja sanna sig.
Mitt mat allavega.
![]() |
Curbishley: Gríðarlega vonsvikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skreppur til Vestmannaeyja!
12.8.2007 | 10:40
Hæhó.
Helga fór suður á föstudaginn til að taka þátt í gleðidegi samkynhneigðra líkt og hún hefur gert undanfarin ár. Ég var búinn að fá nóg af ferðalögum og fékk því leyfi til að vera heima. Óska því hér með samkynhneigðum vinum mínum til hamingju með daginn, sem og þeim öllum öðrum sem ég ekki þekki.
EN, að sjálfsögðu tókst mér ekki að slaka á. Vinir mínir í Víkingi Ólafsvík töldu kominn tíma á að ég kíkti með strákunum í 2.flokki á leik. Ég er búinn að ætla það í allt sumar og þrátt fyrir að slökun hafi verið skipulögð lét ég að lokum tilleiðast með þónokkuð glöðu geði.
Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja í gær. Lögðum af stað hálfátta, keyrðum á Bakka og flugum á rellunum yfir á eyjuna vænu. Blíðskaparveður og alltaf gaman að koma til Eyja. Margir strákanna að fara í fyrsta skipti í svona rellu og var ekki öllum alveg sama!!!!
Leikurinn var erfiður, ÍBV með feykigott lið, en strákarnir stóðu sig með sóma þrátt fyrir 1-3 tap.
Við áttum ekki flug strax eftir leik þannig að ég náði þrem kaffibollum hjá Drífu og Gunna áður en farið var heim. Strákarnir voru löngu búnir að ákveða að stoppa á KFC, Selfossi. Að því loknu trilluðum við í bæinn. Þegar þangað var komið hafði Helga ákveðið að láta einn dag að heiman duga og við keyrðum vestur saman. Þegar heim var komið var ég alveg búinn og skreið í rúmið, án þess að skoða Liverpoolleikinn frá í gær, sem ég horfði svo á á netinu í morgun. Það þýðir þreyta. Áfram vinna á morgun, kennararnir að koma á miðvikudaginn í vinnu. Verður gaman að sjá alla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumarfríi lokið!
6.8.2007 | 21:04
Jæja, vona að einhverjir tékki sig hér inn á ný, enda sumarfríi síðunnar lokið.
Komum heim eldsnemma á sunnudagsmorgunn eftir 16 daga frí á Spáni. Nánar tiltekið í hverfinu La Mata, úthverfi Torrevieja. Bara æðislegt. Aldrei undir 33 gráðum hitinn og strönd í þriggja mínútna fjarlægð.
Hekla, Helga og Birta sólbrúnar en við Thelma svona huggulega ljósbrún (eða bleik) eins og við alltaf verðum á sólarströnd. Mjög gaman og klárlega hægt að mæla með Torrevieja sem sumarleyfisstað fyrir fjölskyldufólk. Myndir síðar.
Komum svo heim á Sandinn og það var afar indælt líka. Sól og blíða úti sem inni. Höfum notið þess að liggja í leti 2 daga áður en vinnan hefst aftur, á morgunn.
Mín bíða næg verkefni og eitt verður að ýta síðunni aftur almennilega í gang.
Heyrumst þá!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skagamenn fá ávítur.
18.7.2007 | 10:41
Þessi niðurstaða er náttúrulega ekkert annað en ávítur vegna óheiðarlegs sigurmarks sem skorað var í umræddum leik, hvort sem það var viljandi eða ekki.
Greinin í lokin um að allir ætli að vera heiðarlegir því margt óheiðarlegt hafi hent eftir leik og í viðtölum er svona "plástur á meiddið" eins og þriggja ára börn fá á sár sem er vont en ekki blæðir. Ljóst að það sem KSÍ eru ósáttir við er mark Bjarna og það að markið hafi ráðið úrslitum í þessum leik, sem þar með eru líka dæmd óheiðarleg. Það hlýtur að svíða ÍA og verða til umræðu í haust þegar stigin verða gerð upp. ÍA vegna vona ég að ekki vinni þeir einhver merkileg sæti með einu eða tveim stigum. Þá fá þeir aldrei að gleyma þessu.
KSÍ ákveður að herja á sáttaleið, held að bæði félög séu hálfsúr eftir þessa útkomu, þó Skagamenn vafalítið súrari. Reyndar kemur mér svolítið á óvart að Örn skrifi undir fyrir hönd ÍA, en ekki Gísli. Veit einhver útaf hverju???
En kannski er það bara Salómon sjálfur, Skaginn fengu jú þrjú stig útúr leiknum og þar með kannski í lagi að Keflavík eigi vinninginn í þessu máli.
Ég vona svo að þetta leiði til þess að almennilegur rammi verði settur um slík "Fair-play" atvik svo slíkur farsi verði ALDREI aftur. Menn eiga að læra, þegar eitthvað kemur upp sem dregur íþróttina niður verða menn að passa uppá það að allir átti sig á því að svona gengur ekki!
Ég legg til að dómarinn stjórni slíkum atriðum ALGERLEGA! Hann stöðvar leikinn og sér um að koma honum til þess liðs sem hafði boltann algerlega sjálfur, t.d. með því að henda á markmann þess liðs. Slíkt bara liggi fyrir! Ef menn sparka í innkast fer dómarinn og segir viðkomandi leikmanni hvert hann á að henda boltanum. Ef leikmaðurinn fylgir ekki þeim fyrirmælum fær hann áminningu. Leikurinn er núna ekki í höndum dómarans, sem er heljarkjaftæði!
![]() |
Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)