Færsluflokkur: Dægurmál
Fínt mál!
11.3.2007 | 10:21
Ég held að þarna hafi verið tekin rétt ákvörðun.
Vissulega veit ég það að flestir gerðu sér vonir um hærri prósentuhækkanir og kannski fastar kveðið að orði hvað gerist í framhaldinu, þ.e. áætlanir varðandi vinnu við kjarasamningagerð.
En málið er bara það að eftir síðustu kjaradeilu þarf nýja hugsun í allt ferlið. Er sammála því sem ég hef heyrt víða að það sé mikilvægt að með þessum samningi verða nú KÍ með samningaviðræður í kjölfar annarra á vinnumarkaðnum, ekki fyrstir.
Nú er líka klárt að "samningsgólfið" - þ.e. byrjunarupphæðin sem verður samið útfrá í næstu samningum er 6 % hærri þá en nú.
Klásúlan um frekari viðræður og undirbúning ýtir vonandi hugsunum okkar allra úr vör. Nú eru 18 mánuðir til stefnu, ég held að við eigum að nota þá mánuði vel og virkilega gera góðan samning sem útilokar frekari áhyggjur af kjörum kennarastéttarinnar.
Auglýsi eftir hugmyndum, og ekki væri nú leiðinlegt að heyra t.d. í hjúkrunarfræðingum sem náðu slíkum samningum fyrir nokkrum árum.......
![]() |
Kennarasamband Ísland og Launanefnd sveitarfélaga ná samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hooligans?
10.3.2007 | 17:38
Eða bara litlir kallar á Lækjarbakka, svekktir yfir slæmu gengi sinna manna?
Svosem ekkert sjálfgefið að þetta land okkar verði laust við íþróttabullur endalaust. Vona að þetta atvik verði skoðað almennilega og menn sjái til þess að slíkir hlutir verði ekki daglegt brauð á Ísaköldu landi.
![]() |
Átök á áhorfendapöllum Laugardalshallar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Helgarfrí - stund milli stríða
9.3.2007 | 19:59
Æ hvað er nú gott að fá svona föstudag.
Búið að vera mikið á núna um sinn, Góugleðin um síðustu helgi, brjálað álag á frú Helgu Lind í vinnunni, minn lasleiki, Liverpool-Barcelona og svo mikið að gera í vinnunni mína tvo vinnudaga í vikulokin. Enda mikið að gera á stóru heimili.
Spennandi vika framundan, Stebbi og Eyvi í Ólafsvíkurkirkju á mánudagskvöld, þemadagar í G.S. og svo tveggja daga fundur skólastjóra í Borgarnesi í lok vikunnar. Árshátíð Lýsuhólsskóla á föstudagskvöld, fyrsta opinbera dómgæslustarf mitt laugardagsmorgunn á Akranesi og svo árshátíð Snæfellsbæjar um kvöldið.
Enda var ákveðið að halda sig heima þessa helgina, ná sér af veikindum, bjóða góðum vinum í mat og reyna að sofa og safna kröftum fyrir skemmtilega viku.
Oh hvað það er nú gott að vera orðinn svona gamall og settlegur að maður eigi fallegt heimili og fallega konu á fallegum og friðsælum stað. Vona að sem flestir sem hér komi og lesi búi jafnvel.
Meira seinna.....ZZZZZZZZZZZZZZZZZ
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona gerist þegar menn skora á móti mér!
8.3.2007 | 16:45
Úff.
Aumingja félagsmálaráðherrann. Hefði átt að vara hann við þeim hræðilegu afleiðingum sem hljótast af því að skora sigurmark gegn mér í knattspyrnuleik! Þeir sem ekki vita það nú þegar mega semsagt vita það að liðin okkar mættust í undanúrslitaleik Firmakeppni Víkings í Ólafsvík fyrir 2 vikum og þegar 14 sekúndur voru eftir skoraði ráðherrann sigurmark Deloitte gegn mér sem var í þessu móti markvörður Hobbitalagna!
Já nafni, manst þetta næst þegar við mætumst á vellinum, maður hefur ýmis sambönd sjáðu til! En án gríns vona ég nú að þetta sé ekki alvarlegt hjá Ólsaranum í Framsóknarflokknum, ef hann hefði drifið sig á Sandinn á Góugleðina um helgina hefði hann verið fjallhress. Sannfærður um það!
En að öðru leyti bara þokkalegt, hægt og rólega að skríða saman eftir flensuna, aldrei að vita nema ég hendi í mig óargasúpunni hennar Fanneyjar í kvöld og sjái hvað leiðir af því. Ferlegt slen yfir manni í þessari flensu, verður bara að segjast.
Ánægður að heyra það að rigga eigi upp ættarmóti Sauðanesveldisins í sumar, stefnan klárlega sett þangað uns annað kemur í ljós. Heimta ættarfótboltaleik og fjallgöngu. Annað út í bláinn!
Meira með rísandi heilsu........
![]() |
Magnús mun ekki ljúka að mæla fyrir jafnréttisáætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Botna ekki í neinu!
7.3.2007 | 23:10
Jæja já.
Eftir frekar stórar ákvarðanir í gegnum tíðina, þátttöku í stríði, fjölmiðlalög, virkjanir og einkavæðingu hingað og þangað er kominn upp hnútur.
Ekki það að mjög er mikilvægt að þjóðin fái skilgreiningu á eign sinni á auðlindunum, en er ekki málið að frysta slík mál þegar svona er komið??? Er prinsippið fundið hjá Framsókn??? Aumingja Jón kjánalegur í viðtölum, vill bara vera áfram í stjórn en virðist ekki ná utanum þingflokkinn sinn....
Annars rólegt, enn slenflensa, en er ákveðinn að halda í vinnuna á morgun. Hlýtur að vera orðinn betri.
![]() |
Geir segir enga niðurstöðu komna í auðlindamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dásamlegt!
6.3.2007 | 22:01
Jæja.
Úff hvað þetta kvöld var ERFITT! Skil ekki hvað þarf að gerast svo að Liverpool FC skori mark, kannski bara að kaupa Eið!!!
En dásamlegur hrollur sem leið um mann þegar lokaflautið gall og hávaðinn á Anfield datt heim í stofu. Þvílíkt stuð hefur verið þarna á þessum leik, Óli Rögg verður örugglega að viðurkenna að hávaðinn á Anfield er engum líkur núna!
Þá er árangur í Meistaradeildinni orðinn betri þetta árið en ég reiknaði með. Var að gera mér vonir um að komast í 16 liða úrslit en reiknaði ekki með meiru. Reyndar var ég glaður að fá Barcelona, því okkur Púlurum hefur gengið nokk vel með stærri liðin í slíkri keppni.
Þess vegna vona ég að við fáum eitt þeirra stóru í drættinum. T.d. sigurvegarann úr Real - Bayern eða vini okkar í Norð-vestrinu, Man. United. Svo höfum við aldrei tapað fyrir Chelsea í CL og fínt væri að fá þá........
En í kvöld gat maður brosað þrátt fyrir tap, liðið fær nú fína hvíld fyrir næstu átök og vonandi að hún nýtist vel.
Verður gaman að fara í vinnuna á morgun, þ.e. ef heilsan leyfir, er heima með hor í nos í dag. Helv*** slappur bara ennþá, fullur af sleni, hausverk og svima.
Sjáum til......
![]() |
Sigurmark Eiðs Smára ekki nóg fyrir Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki gleyma!
5.3.2007 | 21:34
Gott hjá Geðhjálp.
Nú styttist í kosningar með öllu því brauki og bramli sem fylgir í blöðum og útvarpi. Ekki má gleyma því sem við heyrðum af í desember og janúar.
Það verður að fara að venja okkur Íslendinga á það að þegar sjónvarpsþáttunum og blaðagreinunum lýkur líður þeim sem talað er um áfram illa. Ekkert græðist á fréttaflutningi ef engin er eftirfylgdin.
Mér hefur fundist fara lítið fyrir fréttum af skjólstæðingum Byrgisins á Stöð 2, nema fréttir um að þeir séu fallnir í neyslu og/eða týndir! Stöð 2 á að fylgja sínum málum, þeir hófu málið! Ekki stökkva frá þegar feitletruðum fyrirsögnum lýkur. Ekki lýkur málinu þegar Byrginu var lokað, var það?
Sama var um viðbjóðinn sem RÚV velti upp varðandi vistunarheimili á síðustu öld. Mér fannst vanta dýpri skýringu og smá þjóðfélagsrýni, hvað rak þjóðina í að stofna slík heimili og hver er staðan í dag. Að sjálfsögðu er þessi ályktun Geðhjálpar hárrétt. Það þarf að leyfa þessu fólki að hitta ráðamenn þjóðarinnar, þá sem þurfa að taka ábyrgð á fyrirrennurum sínum, auk þess að fullvissa sig um að allir fái þjónustu.
Málinu er ekki lokið þegar kreditlistinn rennur af fréttatímunum!!!!!
![]() |
Krefjast aukinnar þjónustu við fórnarlömb slæmrar ríkisstyrktrar stofnanavistunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Styttist í kosningar!
5.3.2007 | 11:59
Alveg sérlega skemmtilegt þegar að þessi tími er kominn í kosningaundirbúningnum. Fólk svona að koma sér í gírinn, byrjað að blása, áður en línan er tekin.
Svona svipað eins og þegar verið er að spila síðustu æfingaleikina fyrir Íslandsmót í fótboltanum. Liðið að verða tilbúið í átökin en á síðustu metrunum spretta fram nýjir leikmenn sem vilja láta ljós sitt skína. Svona eins og Sigurður Kári í Silfri Egils í gær.
Siv Siglfirðingur hins vegar var ansi brött í yfirlýsingum sínum. Jón formaður reyndi að breiða yfir ummælin í Silfrinu en tókst það illa. Eins og reyndar flest sem sá ágæti maður segir, fannst mér hann ekki alveg valda því að ræða þetta mál.
Framsóknarflokkurinn er að mínu mati helklofinn flokkur. Í raun með ólíkindum að jafnaðarmannafólk sem mér virðist Siv, Magnús Stefánsson og Hjálmar Árnason séu í samfloti með hægri mönnum eins og Jóni Sigurðs og Valgerði Sverris. Yngra fólkið eins og Birkir, Guðjón og Sæunn öll hægri sinnuð, en Dagný Jóns flúin, örugglega rétt hjá henni. Hún var vinstri sinnaðri en allir í flokknum, miðað við ræður hennar.
Ef svo er bætt við sveitarstjórnarmönnum eins og Birni Inga í Reykjavík og Ómari í Kópavogi er ljóst að hægri stefnan er allsráðandi hjá Framsóknarmönnum í þéttbýlinu. Því er Framsóknarflokkurinn að mínu viti tveir flokkar. Hægrisinnaður miðjuflokkur í þéttbýli, miðjuflokkur með jafnaðarstefnu annars staðar.
Ég held að Framsókn hefði mjög gott af því að stíga frá stjórnartaumum núna í vor. Mér finnst flokkurinn þurfa að taka ákvörðun hvora leiðina á að fara. Flokkinn vantar eilítið ákveðna ímynd finnst mér. Jón Sigurðsson er bara að lina fallið af brotthvarfi Halldóri Ásgríms, en er enginn framtíðarleiðtogi. Til þess er hann ekki nægilega ákveðinn og staðfastur. Hann er mikill hugsuður án vafa, en drífur ekki marga með sér.
Kannski að Siv og hennar stuðningsmenn nái völdum. Kannski Björn Ingi og hægri armurinn. Ekki einhver sem liggur á milli línanna. Nema að þar fari sterkur einstaklingur sem heldur aga í sínu liði.
Framsókn á að falla um deild, endurskipuleggja sig, ákveða hvaða leikkerfi á að spila og koma svo ákveðnir til baka. Eins og staðan er nú er erfitt að kjósa flokk sem inniheldur marga stefnur og ótrúlega ólíka einstaklinga í trúnaðarstörfum.
Gaman, gaman, pólitíkin að fara í gang.
![]() |
Sigurður Kári telur að Siv eigi að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hroðalega skemmtilegt!
4.3.2007 | 13:41
Á Góugleðinni í Röstinni.
Veislustjórarnir komust skammlaust frá. Fengu bara eitt og eitt bros. EN, skemmtiatriðin voru SVO skemmtileg. Gömlu mennirnir í hljómsveitinni stóðu sig framar vonum, Loftur fann fimmta strenginn á bassanum og Siggi og Jói bara rokkaralegir, með harðsköllóttann trommarann á bakvið.
Svo datt þarna inn hver stórsöngvarinn af öðrum, Roxanne, Fjöllin hafa vakað og fleiri flott lög tekin og snúið á íslenskan texta með stæl!!!! Idol og X-Factor hvað???? Bara Súper-Góa......
Maturinn var flottur, "Exótískur saltfiskréttur", "Gratíneraðar gellur", "Lúða í Sítrónulegi", "Hrefnu-Roast beef" ásamt öðru meira hefðbundnu á hlaðborði. Össi, Toni og Guðrún eiga mikið hrós þar skilið.
Upplyfting og Kristján Hofsósingur fóru svo rólega af stað á ballinu en svo unnu þeir alveg ágætlega á. Var búinn að gleyma sumum lögunum þeirra, ofurvæmnir textar og angurværir raddhljómar Kristjáns. Kallaði eftir Siglfirðingum á ballinu til að syngja Gautalagið "Lindin", og þá birtust við þarna fjögur sem eigu tengingar í höfuðstað síldarinnar. Það var skemmtilegt.
Við hjónaleysin erum stoltust af því að enn einn ganginn dugðum við allt ballið og vorum með þeim síðustu út. Með frosið bros á vörum, fannst eins og við værum að koma út af stóru ættarmóti. Við fundum bæði fyrir mikilli samkennd í gær og stolti fólks á sér sjálfu og sínum.
Og sínir eru klárlega þeir sem byggja bæinn!!!
Takk fyrir okkur.... Frábært.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góugleði á Hellissandi.
3.3.2007 | 15:34
Er í kvöld!!!
Við hjónaleysin fáum þann heiður að vera veislustjórar á árlegri Góugleði í Röstinni í kvöld. Hlökkum mikið til - enda stóra djammið á Sandinum ár hvert. Gærkvöldið fór í undirbúning og aðlögun, kyngdum því með huggulegu rauðvíni og smá hlátrasköllum.
Á undan ætlum við að heimsækja heimasætuna úr Lýtingsstaðahreppnum, Sigrúnu Baldurs og ektamakann Óla Ólsen. Fordrykkur, hlaðborð og heimatilbúin skemmtiatriði. Tengdó komin að passa Birtu og því ljóst að stuðið stendur fram á nótt með Upplyftingu.
Svolítið gaman að rifja upp muninn á skemmtunum í höfuðborginni og úti á landi. Þarna förum við handviss um það að hitta fullt af fólki sem við þekkjum og allir staðráðnir í að njóta þeirrar skemmtunar sem í boði er. Sannkallaður viðburður. Ólíkt því að rölta í miðbæinn og vona að maður hitti á skemmtilegt fólk. Kemur betur í ljós eftir kvöldið hvernig samanburðurinn kemur út!
Tölum ekki um Liverpool - United. Þjófnaður í dagsbirtu sem skilur mann eftir svekktan og maður heimtar nýja framherja eftir slíkan leik.
En aftur, taumlaus gleði í Röstinni í kvöld....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)