Færsluflokkur: Dægurmál
Við þurfum að fá að vita meira
26.1.2009 | 20:37
Guðjón Arnar henti fram áhugaverðum pælingum í Kastljósi áðan og þessi yfirlýsing þessa ágæta Flanagan hlýtur að kalla á þann sjálfsagða hlut að þjóðin fái að vita nákvæmlega hvað AGS er búið að setja upp sem skilyrði fyrir því að við fáum að eiga bankakerfi.
Það er morgunljóst að það ríkir enginn skilningur í samfélagi þjóðanna með þetta litla land hér lengst uppí norðri og við þurfum að vita hvort málið er eins og Addi Kitta Gau sagði, að við séum komin í snöruna og við séum að bíða eftir því hvenær böðullinn slái undan okkur stólinn.
Það finnst mér stöðugt ágerast, heimtingin á því að við fáum að vita nákvæmlega hvað verið er að semja um að leggja á herðar þessa lands sem þarf sameinaða krafta allra til að lifa af!!!
![]() |
IMF: Áætlunum sé fylgt eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Og löggan reið!
26.1.2009 | 19:42
Var búinn að heyra af þessum póstum og lögreglumenn fullyrða að Álfheiður Ingadóttir hafi hvatt fólk til að "láta lögregluna ekki kúga sig til að hætta mótmælum" og Atli og Ögmundur hafi ýtt undir ofbeldi með orðum sínum og gerðum.
Sannarlega skrýtið fyrir Ögmund að vera að hamast í þessum málum, sér í lagi ef hann yrði nú Dómsmálaráðherra og mótmælum myndi ekki linna. Myndi hann þá leyfa fólki að ráðast að lögreglu eða húsnæði ríkisins????
Hef lengi talið Ögmund óhæfan formann BSRB eða þingmann. Það kannski gekk á meðan hann var ekki við stjórn en ef hann er að komast í stjórn er það hans að stíga úr formannsstól BSRB.
![]() |
Lögreglumenn skoða úrsögn úr BSRB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hverjir og um hvað?
25.1.2009 | 20:25
Gaman verður að sjá hvernig gengur hjá þessum samtökum öllum að sameina krafta sína, en að sjálfsögðu eiga þau að reyna það.
Þó ekki væri nema til að sýna fram á ábyrgðartilfinningu fyrir því sem er að gerast, því augljóslega á það að vera þannig þegar maður gagnrýnir stjórnendur verður maður að vera tilbúinn að taka þátt í stjórnuninni sjálfur! Annað finnst mér afar ótrúverðugt.
Gaman verður að sjá hvað gerist nú á næstu dögum. Mun Íslandshreyfingin bjóða aftur fram? Hvað verður um Frjálslynda flokkinn, sem hefur logað innbyrðis? Hvaða fólki stillir VG upp og hversu djúpt ristir hin nýja Framsókn, hvað þá ef að kjaftasögur um tengsl nýja formannsins við vafasama viðskiptahætti koma fram á sjónarsviðið.
Í raun finnst mér vanta í litrófið, það vantar rödd rétt hægra megin við miðju og yst til vinstri. Kannski reynir Íslandshreyfingin að staðsetja sig hægra megin við Framsókn og Samfylkingu á miðjunni og ekki kæmi mér á óvart þó að VG reyndi að fara hratt til vinstri, kannski á kostnað umhverfisverndarinnar.
En það á svo eftir að koma í ljós hvort að þjóðin er í raun réttri að gefast upp á stjórnkerfi síðustu áratuga og alvara verður gerð úr því að reyna knýja fram verulegar breytingar á stjórnarskrá og kosningakerfi.
Margt að sjá áður en kosningar koma...
![]() |
Unnið að framboði grasrótarhreyfinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjaftstopp!
23.1.2009 | 16:02
Á bara ekki orð.
Auðvitað er hluttekningin fyrst og ég óska Geir H. Haarde velgengni í veikindum. Ljóst mál að þarna eru alvarlegir hlutir á ferð, hef eilitla reynslu sem aðstandandi einstaklings í þessari tegund veikinda og sendi fjölskyldunni baráttukveðjur.
Sem betur fer er þetta ekki lengur sá sjálfkrafa dauðadómur sem þetta eitt sinn var, en engu að síður skelfileg frétt.
Nú er því að verða ljóst að stór, stór, stór högg hafa verið slegin í hóp reynslumikilla stjórnmálamanna Íslands og næstu dagar og vikur hljóta að verða forvitnilegar.
En dagurinn í dag er helgaður þessari frétt, svo mikið er víst....
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kjánaleg ummæli í besta falli
23.1.2009 | 15:04
Verð að viðurkenna að þessi ummæli Harðar, sem hefur sýnt nokkra reisn í mótmælum sínum, valda mér miklum vonbrigðum!
Hann er greinilega upptekinn af því að vera orðinn byltingarforingi að lokum, handviss um það að ófriðarbál og andstaða við kerfið sé það besta í stöðunni.
Í dag eru 4 mánuðir til kosninga og að þeim loknum verður nýr raunveruleiki til. Við vitum öll að bankastjórar Seðlabankans skipta engu máli lengur og því spurning hvort sú krafa eigi ekki bara að bíða þar til að ný ríkisstjórn skiptir um stjórana og kröfunni um kosningar hefur verið svarað. Með því að skipta um yfirmann Fjármálaeftirlits er held ég allt komið fram sem þjóðin hefur beðið um.
Og þá kemur í ljós hvort að Hörður er maðurinn sem þjóðin treystir. Í lýðræðisríkinu sem hann býr í finnur hann sér þá næstu mánuðina flokk og býður sig fram til starfa fyrir þjóðina.
Annars er allt hans brölt að undanförnu enn eitt dæmið um lýðskrum og ummæli hans um Geir dónaskapur og til þess eins fallin að sundra fólki í stað þess að reyna að sameina!!!
![]() |
Hænuskref í rétta átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Auðvitað er fólk að tapa trúnni
23.1.2009 | 11:47
Hef svosem verið að ræða þetta hér að undanförnu.
Satt að segja held ég að síðustu mánuðir einmitt sýni hversu erfitt er fyrir okkur að treysta því umhverfi sem ríkir í kringum störf Alþingis og í raun þarf að endurskoða svo margt í kringum stjórnmálin að mér finnst hálfgert hjóm að kjósa flokka eins og staðan er.
Steingrímur er t.d. fínn í mörgu, en ég treysti sko alls ekki öllum í flokknum hans. Langt frá því, og mér finnst umgjörð starfsins hjá VG satt að segja einkennast af mikilli kerfis- og skriffinskuvinnu.
Þess vegna held ég að kosningarnar á næstu mánuðum standi og falli með öflugri lýðræðisumræðu og verulegri endurskoðun gildanna í pólitíkinni.
![]() |
Steingrímur J. nýtur mests trausts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ha?
22.1.2009 | 16:56
Voru örugglega bara aðkomumenn á þessu balli
Hef séð myndir af salnum eftir þessa uppákomu og þær voru svakalegar! Ég reyndar hélt að gasið hefði líka verið inni í húsinu!
![]() |
Táragasi beitt í Siglufirði 1959 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Held að kominn sé tími á að segja upp áskrift!
22.1.2009 | 15:03
Alveg ljóst að fullkomið rugl og hrein vitleysa ríkir hjá 365 miðlum í dag!
Hreinsanir allra þeirra sem ekki þjóna eigendum eru skelfilegar á tímum eins og þeim sem við lifum og enn ein sönnun þess hve eigandi batterísins er tilbúinn að ganga langt til að blekkja þjóðina sína.
Gott hjá Sigmundi Erni að láta vita hreint af því á hverju gekk þarna og fróðlegt verður að sjá hvort að Elín Hirst og Logi Bergmann lesa fréttir eins og ekkert hafi í skorist í kvöld.
En trúverðugleiki fréttastofu Stöðvar 2 er hverfandi og setur enn niður við þetta, það er alveg morgunljóst með einu og öllu.
Nú er bara að finna símann á áskriftardeildinni er það ekki krakkar???
![]() |
Frjáls undan oki auðjöfra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekkert sem réttlætir ofbeldi - muna það!!!
22.1.2009 | 08:51
Skelfilegar fréttir.
Einhvers staðar í samfélaginu situr fjölskylda nú áhyggjufull vegna þess að einstaklingur í henni hefur þurft að þola alvarlegt ofbeldi fyrir að mæta í vinnuna sína!
Og nú þurfa þeir sem staðið hafa fyrir mótmælum án ofbeldis að standa upp og fordæma slíka hegðun. Ofbeldi gegn lögreglu og stjórnarskrárbrot með því að skemma hús í eigu ríkisins eru ekki í nafni þeirra sem að vilja lýðræði. Það er ég sannfærður um!
Allir þingmenn þurfa nú að fara í það að lægja öldur ofbeldis í samfélaginu og sýna þannig að þeim sé treystandi til að sameina þjóð sem er lent í stærsta samfélagsvanda frá lýðveldisstofnun þess! Ég held því enn fram að ástandið sé nú þannig að við þurfum utanaðkomandi aðstoð til að lægja öldurnar, en vonandi finnst leið til að afsanna það.
En ofbeldi gegn lögreglu sem sinnir samfélagslegri skyldu sinni að verja sameignir þjóðarinnar er algerlega óréttanlegt og þeim algerlega til skammar sem það framkvæma. Munum gamla orðfærið um bakarann og smiðinn.
![]() |
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stjórnarslit og kosningar í ár???
21.1.2009 | 20:53
Eftir þetta viðtal stendur að mínu mati:
Steingrímur J. Sigfússon veit að hann er að komast til valda. Hann sat yfirvegaðri en nokkru sinni fyrr gegn örþreyttum Geir H. Haarde. Hvorugur var semsagt sjálfum sér líkur!
Ég held að það sé ógerningur að ráða í stöðuna. Geir lét að því líða að á næstunni yrðu breytingar. Ég held að hann hafi ætlað sér að styrkja sína stöðu á landsþinginu og ýta þar til í ríkisstjórninni og jafnvel þingliðinu. Fá umboð til að nálgast Samfylkinguna í Evrópumálum og samþykki fyrir því að tekið verði til í Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og öðrum lykilstofnunum.
Kannski hefði það tekist í desember. En nú sýnist það um seinan. Ég held í raun að landsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina sé í raun í uppnámi. Samfylkingin riðar til falls í samstarfinu og mér fannst ljóst í kvöld að Geir er algerlega þeirra valdi seldur.
Og þetta vita Vinstri Grænir. Þeir bera vissulega ekki ábyrgð á ástandinu í efnahagsmálum þjóðarinnar og munu vera í næstu ríkisstjórn. Það held ég að sé á hreinu, spurningin er bara með hverjum. Þess vegna var Steingrímur rólegur, vitandi það að hver dagur í því ástandi sem nú ríkir skilar hans flokki meira fylgi.
Umræður þeirra félaga um rök með og á móti stjórnarslitum voru vissulega góð. Báðir höfðu örugglega eitthvað til síns máls. En staðreyndin er orðin sú að ástandið á Íslandi öllu er nú orðið það sama og við hristum hausinn yfir í borgarmálunum í fyrra. Eftir þvílíkan hildarleik áttuðu menn sig þar á að eina leiðin var að vinna saman að lausn fram að kosningum, sem auðvitað hefðu átt að verða í fyrrahaust.
Ég held að sama verði að koma upp á teninginn núna. Það á að skapa frið um stjórn ríkisins, helst með aðkomu allra flokka fram að kosningum. Hvort sem þær verða í mars, maí eða ágúst. Það verður að sjá til þess að þær kosningar muni ekki verða til að ástandið hér versnar og því verða nú okkar þjóðkjörnu fulltrúar að slíðra flokkasverð og stjórna landinu.
Við höfum ekki tíma fyrir meira stjórnleysi.....
![]() |
Ekkert mælir gegn því að kjósa næsta vetur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)