Færsluflokkur: Dægurmál

Pulsað sig upp!

Miðað við SS auglýsingarnar frá SS er ljóst að við komandi drengur, Jói Heslihneta hefur þurft að bæta upp verulegan vanda, hvort sem um hraðasektir eða íþróttatap var að ræða.

Það hefur greinilega þurft að pulsa kallinn upp!!!!

Svo segir frúin mín að ég borði hratt, næði í mesta lagi 46 pulsum á 12 mínútum......


mbl.is Heimsmet: Borðaði tæplega 60 pylsur á 12 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfingin ein!

Fæst orð bera minnsta ábyrgð.

Þetta var einfaldlega alveg hrikalega slakt.  Fyrir utan Ívar, Brynjar og Árna Gaut virtust aðrir leikmenn vera áhugalausir og hreinlega ekki tilbúnir að leggja sig fram!

Þessir indælu menn, Eyjólfur og Bjarni, sem ég ber ómælda virðingu fyrir virðast ekki ná að kveikja neista í landsliðinu.  Að mínu viti er það aðalverk landsliðsþjálfara, og frá því í Belfast hefur þennan neista sárlega vantað.

Dettur ekki í hug að heimta afsögn þeirra tveggja en satt að segja hefur mér virst þeim báðum líða frekar illa þessa dagana og eilítið ráðalausir.  Jolli er steinhættur að brosa og Bjarni sat fastur í kvöld.  Þekki svosem streitu þjálfarastarfsins og vona að þeir nái að snúa blaðinu við.  Þeir eru að gera sitt besta, en eins og í laginu virðist núna þurfa aðeins meira.

Láta hendur standa fram úr ermum í Svíþjóð drengir, en það verður hrikalega erfitt......


mbl.is Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er nú???

Verð að viðurkenna að ég skil ekki ákvörðun dómarans þarna!

A)  1 af tugum þúsunda missti vitið.  Leikmennirnir stoppuðu hann af.

B)  Þegar allt er fallið í ljúfa löð hleypur dómarinn útaf til að tala við aðstoðarmenn sína.  Allir leikmenn safnast að þeim og allt verður vitlaust á vellinum.

C)  Allir kallaðir útaf og allt í móðu og skjálfta.  Tens ástand.

D)  Allt í einu koma sænsku leikmennirnir fagnandi inn á völlinn.  ÁÐUR en úrslitin detta á töfluna og án nokkurrar tilraunar til öryggisgæslu.

Ég í raun skil ekki að allt hafi ekki orðið vitlaust við þessar aðstæður!  OFT!!!!  Hinn ágæti Þjóðverji átti auðvitað að kalla upp í kerfið og láta Svíana taka vítið sitt.  Ekkert hefði breyst, en með þessari ákvörðun stofnaði hann ótal lífum í hættu að mínu mati.

Auðvitað er ákvörðun áhorfandans óafsakanleg og ég vona að Danir dæmi hann í fangelsi.  Að sama skapi þarf DBU að þola sektir og heimaleikjabann.  En þessi ákvörðun var vitlaus......

En leikurinn sjálfur var ógleymanleg skemmtun tveggja frábærra knattspyrnuliða.  Þvílík sorg að einn vitleysingur eyðileggja slíkt kvöld!!!!!!!!!  Fangelsisdóm á manninn, en vonandi halda Svíar og Danir áfram að spila svona fótbolta.  Aumingja Ísland á miðvikudagskvöldið......


mbl.is Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólaslit og Sjómannadagur

Í gær voru skólaslit í Grunnskóla Snæfellsbæjar.  Fyrst voru þau á Lýsuhólsskóla kl. 13:00.  Við Elfa fórum yfir heiðina og ég fekk að sitja við háborðið í virkilega fallegri veislu til heiðurs útskriftarstúlkunum, sem voru tvær, þær Ingunn og Elísabet. 

Fullur salur af fólki, alveg frábært hvað fólkið í sveitinni heldur rækt við skólann sinn, gamlir nemendur og velunnarar á hverju strái og maturinn og kökurnar hennar Jóhönnu algert æði!

Svo var farið norðurfyrir aftur og klukkan 17:00 hófst athöfn í Klifi.  Tók um 90 mínútur þar sem að við afhendum allar einkunnir, viðurkenningar og skólastjórinn fékk aðeins að fabúlera um fortíð og framtíð.

Gekk afar vel, á báðum stöðum.  Afslappað, þægilegt og rólegt andrúmsloft, og krakkarnir í sínu fínasta pússi, hvað þá forráðamennirnir.  Öllum til sóma, enda ekki við öðru að búast, veturinn búinn að vera æðislegur í skólanum, hvar sem á það er litið.

Að því loknu renndi ég svo í Borgarnes að sækja Hekluna mína.  Hún ætlar að vera hér um Sjómannadagshelgina og skutlast svo með mér í bæinn á mánudag.  Er virkilega að hlakka til helgarinnar.  Hér er þessi dagur sá stærsti á viðburðadagatalinu, stöðug dagskrá laugardag og sunnudag, fjölskyldan er að raða saman viðburðum. 

Fyrst horfum við á húsfreyjuna Helgu Lind keppa í róðri með vinkonum sínum, svo horfum við á þrautirnar og koddaslaginn áður en við förum í siglingu.  Sigga tengdó og Símon mágur koma í dag og Anna Petra mágkona og Helga María, 5 ára frænka Sigríðar Birtu komu í gær.  Þannig að það verður grill og góður félagsskapur á Selhólnum þessa helgina, sem og oft áður!

Eina neikvæða er að í magnaðri starfsmannaferð á fimmtudaginn tókst mér að togna í boðhlaupi og verð því að segja af mér dómgæslu í Borgarnesi á mánudagskvöld.  Í staðinn ætla ég að þiggja boð vina minna í Breiðholtsskóla og kíkja í útskriftina þar!

En ferðin var frábær.  Fyrst niður á Djúpalónssand í leiki og veitingar, svo var farið upp á Jökul þar sem ég fékk að rúnta á vélsleða í klukkutíma.  FRÁBÆRT!!!!  Svei mér þá ef heimilið er ekki á leið að fá tækjadellu..........


Samhryggist innilega.

Öllum ættingjum og vinum Ástu.  Hef lesið blogg hennar annað slagið og dáðst að hugrekki hennar og ólýsanlegri ást hennar á sínu fólki.

Mann setur hljóðan þegar ungt fólk fellur frá við slíkar aðstæður, og vonar þá heitast og innilegast að þeirra bíði betri staður, án kvala, þar sem það bíður þeirra sem mest sakna þeirra nú.

Hvíldu í guðs friði Ásta!


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn heim, brjálað að gera!

Hæ!

Lenti á Ísa köldu landi aðfaranótt þriðjudags.  Norður-Ítalía falleg og friðsæl en alveg hrikalega langt og mikið prógramm á hverjum degi, sem endaði á svakalegum matarveislum, skemmdi eilítið ánægjuna.

Á bakarleiðinni var stopp á Kastrup um 4 tímar, þannig að við Elfa skutluðumst til Malmö um sinn og reyndum að ná búðum, náðum ekki og fengum okkur bara kjúklingasalat á Lillatorg í Malmö.  Falleg borg Malmö, skora á þá sem bíða á Kastrup að kíkja þangað.  20 mínútur með lest sem stoppar í miðborginni.  Svo að í ferðinni var farið til Danmerkur, Þýskalands, Ítalíu og Svíþjóðar.  Nokkuð gott á fimm dögum!!!

Kynntist skemmtilegu fólki í ferðalögunum og fyrirlestrunum, sér í lagi ánægður með Ungverja og Finna sem þarna voru.  Fékk heimboð frá Ungverjunum sumarið 2008, þá ætla þeir að redda mér miðum á Formúluna!  Ef þeim tekst það fer ég.  Riita hin finnska bauð okkur líka til sín, skoða skólann sem hún vinnur við og svo vildi hún ólm að ég stormaði í gufubaðið með manninum hennar.  Spennandi kostur, hún var mjög skemmtileg, sem og samstarfsmaður hennar.  Semsagt, vonandi Ungverjaland og Finnland á dagskránni í framtíðinni.

Þegar heim var komið var nóg í gangi.  Er að búa til stundatöflur fyrir næsta vetur, semja lokaræður og taka þátt í útivistar- og skemmtidögum.

Var í dag í Lýsuhólsskóla að fagna með þeim Grænfánanum sem þau voru að fá í þriðja skipti í dag.  Frábært hjá þeim snillingum í suðurdeild Grunnskóla Snæfellsbæjar.

I'm back - heyrumst.


Fra Maniago

Saelir vinir.

Komst i tolvu i grunnskola Maniago, 12000 manna baejar a Nordur Italiu.  Er her med deildarstjora yngra stigs, Elfu i Comeniusarverkefni.

Hrikalegt ferdalag i gaer.  Flugum fyrst til Koben, thar nadum vid 3 klukkutimum a Strikinu goda, adur en vid tokum naesta flug, til Frankfurt.  Thad var heljarseinkun, latin dusa i klukkutima i velinni i Frankfurt adur en vid forum af stad.

Lentum seint og hlupum i gegnum flugstodina thar til ad na flugi til Feneyja.  Thegar vid komum ad landgangnum var lika seinkun thar svo vid nadum tvi.  Lending seint og sidar meir, hlupum naest upp i rutu til Pordenone.  Thar komum vid svo thar sem Anna Maria, umsjonarmadur verkefnisins tok okkur upp og skutladi til Maniago.

Eg lagdist upp i rum kl. 02:00 - eftir 21 klst. ferdalag.  Var threyttur madur minn lifandi!!!!

I dag er buin ad vera skolaheimsokn med heljar programmi!!!  Uti er 33ja stigi hiti og steikjandi sol.  Erum nuna ad fara i annan skola og svo mottaka i kvold med kennurum skolanna.......

 Afram Liverpool!  Kemur naest.......

Stud og stemming, en heljarthreyta lika. Kvedjur heim!!!! 


Annríkið og svo off to Italy!!!!!

Úff!

Alltaf heilmikið fjör að vinna í grunnskóla í lok maí.  Margt merkilegt sem þarf að sinna og sífellt færri dagar eftir til að klára og fullvinna verkefni og aðra þætti í skólastarfinu.

Finn greinilega að ákveðin þreyta er komin í okkur öll, kennara, annað starfsfólk og nemendur, svona nettur þreytukomplex, án þess þó að stefni í nein óefni.  Prófatörn í eldri deildinni og uppbrot í kjölfarið, spennandi vorferðalög, matarhátíðar, Grænfánadagar, gróðursetning og almenn gleði fram að mánaðamótum.

Í ofanálag er svo að klára Comeniusarverkefni sem skólinn hefur verið þátttakandi í núna í þrjú ár.  Fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta samstarfsverkefni skóla sem styrkt eru af Evrópusambandinu.  Þetta verkefni verður klárað í Maniago, 15 þúsund manna borg á Norður Ítalíu.  Þannig að í fyrramálið sest ég ásamt Elfu Eydal deildarstjóra upp í flugvél.  Fyrst er farið til Kaupmannahafnar, þaðan til Frankfurt og þaðan til Feneyja.  Þá rúta og loks einkabíll.  Ferðalagið hefst um kl 07:15 í fyrramálið og lýkur vonandi um kl. 02:00 aðfaranótt fimmtudags.  Það er hér með staðfest að ég mun ekki sjá eina mínutu af því þegar að Liverpool vinnur Evrópukeppni Meistaraliða í sjötta sinn annað kvöld í Aþenu.  Ekki skemmtilegt, en er sannfærður að þeir vinna án mín.

Svo er stíft plan í gangi fram á sunnudagskvöld og við Elfa förum svo heim á mánudag.  Viðurkenni alveg að ég var að vona að planið í ferðinni væri ögn rólegra og gæfi manni smá séns á að skoða eitthvað, en svona er það bara.

En, þar sem ég er ekki viss um að geta komist svo glatt í bloggið mitt vona ég að fólk kíki aðeins hér inn við og við fram á þriðjudag, þegar reikna má með að maður verði í Sæluríkinu á Sandi á ný.

Kveðjur úr Sólinni á Sandi.


Já, um að gera að eyða tímanum í þetta.....

Ekki það að ég þurfi mikið að velta fyrir mér hvernig Samfylkingarfólk vinnur en ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þetta matarboð á sérkennilegum tíma.

Eftir að ákveðið er að geyma stjórnarmyndunarviðræðurnar í bili stekkur þingflokkurinn til og hittist í matarboði!  Ekki það að mér finnist flokkurinn eigi ekki að kveðja gamlar kempur, þá finnst mér að fólk eigi bara að sitja fram á kvöld, nótt og morgunn þess vegna til að ákveða hvernig á að skipa næstu ríkisstjórn Íslands.

Er alveg handviss að Rannveig, Jóhann Ársæls og Mörður hefðu viljað geyma matinn þangað til þeir vissu hvort Samfylkingin verður í stjórn eða ekki.

En svona er kýrhausinn!  Ekki fyrir hvern sem er að skilja......


mbl.is Samfylkingin kveður þingmenn og býður nýja velkomna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegar fréttir fyrir Flateyri.

Sennilega eru það ansi margir sem skrolla yfir þessa frétt, enn eitt sveitarfélagið í raun að "loka og henda lyklinum".  Raddir um hagræðingu og eðlileika þess að ekki sé hægt að "halda öllum þessum sveitarfélögum uppi" á sveimi og jafnvel talað um hlutfall Íslendinga sem misstu störfin sín "þarna fyrir vestan".

En þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en mannlegur harmleikur.  Manni sýnist umræddur Hinrik hafa verið að reyna að berjast lengi við leigukvótann og síðan reynt að finna sínu fólki vinnu.   Vonandi fá þeir sem flestir vinnu í nágrenninu þannig að þeir geti ennþá valið sína framtíð.

Það finnst mér of sjaldan koma upp í umræðum um byggðaflótta og afleiðingar atvinnubrests í sjávarútvegi sem orðið hefur í mörgum plássum. 

Það er misskilningur ættaður af höfuðborgarsvæðinu að fólk búi á litlum stöðum úti á landi af því þeir geti ekki annað.  Allt of margir telja það vera eðlilegasta hlut í heimi að leggja ákveðna staði niður, því þeir séu ekki hagkvæmir.

Því miður er kvótakerfið sýnist manni holdgervingur þessara skoðana, því ákvarðanir þess ráða hvar er blómleg byggð og hvar byggðin er í vanda.  Ekki má gleyma því að staðir úti á landi þar sem nægur kvóti er, t.d. hér í Snæfellsbæ, er byggðin í blóma og bjart yfir mannlífinu.  Enda erum við mörg sem höfum valið að búa hér.

Leiguframsal kvótakerfisins er upphaf vandamála sem því tengist og þarf að skoða!  Það er ekki eðlilegt að einhver eigi kvóta sem ekki ætlar að veiða hann!  Það finnst mér allavega.  Einhvers konar kerfi þarf að setja á sem leiðir til þess að umræddir leigukvótakóngar geti ekki hent upp bullprísum á óveiddum fiski sem þeir hyggjast ekki sjálfir veiða.

Gáfulegra væri að gefa mönnum fyrir vestan færi á að eignast kvóta, þó þyrfti að aðstoða þá við það.  Það er nefnilega ekki þjóðhagslega hagkvæmt að loka frystihúsi, henda lyklinum og benda fólkinu sem vann þar á það að gera slíkt hið sama við eignir sínar.  Þeir sem leigja kvótann öðrum finna sér bara önnur fiskvinnslufyrirtæki í svipuðum vanda og Kambur.

Við munum örugglega flest eftir hörmulegum fréttum frá Flateyri á sínum tíma, ekki er minna mikilvægt að við skoðum þessar fréttir líka og sjáum hvort við erum ekki enn til í að hjálpa Flateyri að vera í byggð. 


mbl.is „Minn tími í sjávarútvegi er liðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband