Færsluflokkur: Dægurmál
Karlanginn hann Jósé
18.5.2007 | 21:16
Nú er hundurinn orðinn skotspónn blaðasnápana sem virðast vera að gera líf karlangans að bölvuðu basli.
Ég hef þó ekki nema ákveðna samúð með Mourinho því mér hefur fundist hann sýna lítinn vilja til vinsælda á meðal almennings. Á köflum verið eins og dekurdrengur sem slekkur á heilanum stundum þegar hann talar og rausar reiðilega um menn og málefni.
Annars er ég viss um að tíkinni líður betur í sólinni í Portúgal en rigningunni í London!!! Velkomin heim Leya tík!
![]() |
Hundur Mourinhos sendur til Portúgals |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rússibanaferðinni á Geir að stjórna.
18.5.2007 | 09:10
Sammála þessu.
Augljóst að þegar að tveir stærstu flokkarnir hafa tilkynnt að þeir ætli að ræða saman undir forystu Geirs á að láta Geir halda stjórnarmyndunarkeflinu. Vel má vera að Ólafur Ragnar setji upp leik þar sem hann ræðir við alla formennina áður en hann lætur Geir hafa umboðið en þetta er úrelt dæmi með að hann ráði einhverju um hvernig fer.
Til þess eru öll samskipti of auðveld, og stjórnmálaflokkar líkari hver öðrum.
Hins vegar var skemmtileg beygja í gær þegar Guðni hundskammaði Sjálfstæðismenn fyrir undirförli og Steingrímur J. sagði kjaftæði að VG gæti ekki unnið með Framsókn, það sem þyrfti væri stjórnandinn Ingibjörg Sólrún!
Allt í einu virðist Geir þurfa að hafa Ingibjörgu góða í þessum viðræðum flokkanna, það sýnist vera staðan að Ingibjörg eigi möguleika á að leiða ríkisstjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar.
Mér hugnast það þó alls ekki! Enn sannfærður að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er sterkasta stjórn sem völ er á, hef ekki trú á öfgahægristjórn og heldur ekki því að þrengt verði að stórfyrirtækjunum.
Spennandi tímar í viðræðunum, það er á hreinu.
![]() |
Liggur í augum uppi að Geir á að fá umboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá það!
17.5.2007 | 17:34
Sáttur.
Ingibjörg og Geir líta út eins og þessi framvinda komi þeim lítið á óvart. Var örugglega kostur nr. 2 hjá þeim báðum.
Í raun held ég að einfalt verði að ganga frá málefnasamningi. Einhvers konar málamiðlun verður um Vatnalögin auk Ríkisútvarpsins og ég spái því að farið verði í að skoða "Heildaráætlun í umhverfismálum". Eldri borgarar munu fá lausnir, sem og átak í BUGL-inu og Greiningarstöðinni.
Evrópusambandsviðræður verða ekki og því miður held ég að Írak verði ekki frekar rætt.
EN, stöðugleiki verður í íslenskum fjármálum og ég hef trú á því að Velferðarkerfið verði lagað til. Vonandi gengur þetta upp!!!
![]() |
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá hvað?
17.5.2007 | 15:01
Eins og reikna mátti með var ekki grundvöllur fyrir stjórninni. Geir H. hefði svikið sinn flokk með að halda hækjum við Framsókn í vanda.
Hef margrætt það hér á minni síðu að Framsóknarflokkurinn þarf að endurskilgreina sig og skoða hvernig á fylgishruninu stendur. Finna sér leiðtoga og marka sér sess á miðjunni.
Ég vona innilega að Geir og Ingibjörg beri þá gæfu að ná saman um stjórnarsamstarf. Það er lang, lang, lang gáfulegasta stjórnarmynstur samtímans og getur fært Íslandi aukna gæfu. VG og Sjálfstæðisflokkur yrði skrautleg útgáfa.
Nú er boltinn enn hjá Geir, hins vegar er hann nú búinn að afskrifa Framsókn og þar með gefur hann hluta frumkvæðisins frá sér. Er Ingibjörg kannski núna búin að sussa Steingrím niður og veður af stað í vonlitla Vinstri stjórn.
Vona ekki. Samfylking og Sjálfstæðisflokk saman takk og Jón Baldvin í ráðherrastól Félagsmála!!!!!!
![]() |
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hver verður Kolbeinn Kafteinn????
16.5.2007 | 18:00
Nei nú er farið að róta við tilfinningum manns. Er ánægður með Fransmennina sem hafa leikið Ástrík og Steinrík. Við Evrópumenn þekkjum þessar sögur í gegnum áratugina og því treystandi betur en vinum okkar Vestanhafs.
Átti allar Tinnabækurnar og því finnst mér öllu máli skipta að menn finni sér alvöru menn í hlutverkin.
Ég vill að Leonardo di Caprio verði Tinni, lítill, ekki sterklegur, ljós á hörund með hártoppinn.
Johnny Depp VERÐUR að leika hlutverk Vandráðs prófessors takk!!!
Tvíburarnir Skapti og Skafti myndi ég telja að einn og sami maður þurfi að leika, ég hef velt þessu vandlega fyrir mér og myndi vilja fá Russell Crowe í dæmið, þykkur og kúlulaga í andlitinu eins og þeir.
En ég er í vandræðum með Kolbein, algerlega lykilmanninn í því að slíkar myndir virki. Eins og Depardieu er stórkostlegur Steinríkur þarf að finna hrjúfan jaxl, sem getur leikið þann blíða öðling OG kolóða sjóara sem er sögunum um Tinna svo hrikalega mikilvægur!!!
Hvað segið þið lesendur góðir? Hvernig líst ykkur á það sem hingað til er komið af "casting" hjá mér, og mikilvægara, HVER Á AÐ LEIKA KOLBEIN????
![]() |
Spielberg gerir myndir um Tinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Leyndardómar Snæfellsjökuls!
15.5.2007 | 11:11
Eru ótrúlegir segja flestir.
Í gær fékk ég loks að sjá dýrðina af jökulbrún. Bankað var hjá mér kl. 20:03 og þar fyrir utan stóð höfðinginn Ólafur Rögnvaldsson. Hann hafði lofað mér því að kippa mér með sér á fjórhjólarúnt. Ég yrði bara að vera klár þegar hann kallaði.
Ég hentist úr náttfötunum og þarmeð hófst ævintýrið. Stormuðum fyrst upp að jökulrótum þar sem Hjálmar Kristjánsson Rifsari hitti okkur. Þá hafði ég pikkfest fjórhjólið mitt og bölvaði mér yfir því að þeir félagar færu nú bara með grænjaxlinn heim. Sem betur fer voru þeir þolinmæðin uppmáluð og hættu ekki fyrr en við stóðum á toppi jökulsins og gláptum hringinn. MAGNAÐ! Því miður var skýjahula á Barðaströndinni og líka í suðurátt en fjöllin á Nesinu eins og litlar þúfur.
Mæli með því að allir fari þarna upp. Næst ætla ég með skíðin og rúlla niður. Þegar upp var komið var ákveðið að nýta góða veðrið og fara fyrir Nesið heim. Komum við á Arnarstapa og renndum niður að Malarrifi á heimleiðinni.
Ég var svo kominn heim um hálfeitt, eftir fjögurra og hálfs tíma útivist, eilítið kaldur og þreyttur, en á þvílíku adrenalínflippi að ég náði ekki að sofna fyrr en um tvö.
Vaknaði svo endurnærður í morgunn, en með heljarstrengi.
GARGANDI SNILLD þessi kvöldstund, held svei mér að ég sé komin með fjórhjóladellu, því þetta var hreint engu líkt. Jökullinn er magnaður staður sem ég vonast til að heimsækja sem oftast. Hrikalega glaður að ég fékk að fljóta með og þá þolinmæði sem jaxlarnir sýndu nýliðanum.
Snæfellsjökull og Malarrif komin á lista yfir þá staði sem maður hefur kannað hér og langar að njóta sem oftast og með vinum. Endalaus uppspretta útiveru þetta magnaða Snæfellsnes!!!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aflokin helgin!
14.5.2007 | 10:40
Jæja.
Ýmislegt í gangi. Fyrst Eurovision. Ljóst að ef að keppnin á að verða trúverðug þarf að breyta. Tíunda árið í röð kaus Kýpur það að gefa Grikkjum 12 stig, sem og Þjóðverjar Tyrkjum, sem og júgóslavnesku löndin hvort öðru, sem og rússnesku löndin Úkraínu og Rússum. Skv. mínum bókum eru allar Norðurlandaþjóðirnar nú í neðri deildinni, Holland og Belgía, Sviss, Írland, Andorra og Austurríki. Ítalía og Lúxembúrg hættir keppni. Semsagt, einu V.Evrópuþjóðirnar eru þær sem alltaf eru með, þrátt fyrir að vera allar í neðstu sætunum.
Serbneska lagið var samt flott og verðugur sigurvegari.
Svo fór ég að skoða úrslitin í forkeppninni, þar vorum við í 13.sæti, en útaf hverju. Jú, við fengum 10 stig frá Dönum og 12 frá Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Þetta snýst ekki um tónlist lengur heldur þjóðernispólitík. Slíkt er varasamt í samskiptum þjóða og því miður er afar neikvætt talað um þjóðerni þessa dagana út af þessari vafasömu útkomu keppninnar sem var alfarið Austur-Evrópsk. Því miður held ég að þessi keppni þýði enn minni áhuga í Norðurhluta álfunnar og líkurnar á nýju ABBA dæmi séu að verða hverfandi í Eurovision.
Svo kom spennandi kosninganótt. Gafst upp klukkan fjögur, þá ljóst að mitt kjördæmi var ekki að fara að klárast fyrr en undir morgunn. Það finnst mér óásættanlegt! Skil ekki út af hverju kjörfundum úti á landi, á minni stöðunum er ekki lokið fyr, t.d. kl. 18:00. Vorkenndi alveg fólkinu sem tók á móti mér á kjörstað og þurfti að sitja í 12 tíma við að bíða eftir Söndurum og Rifsurum. Alger óþarfi. Ef að kjörfundur væri búinn kl. 18 væru atkvæðin lengst að komin í Borgarnes um miðnættið í stað kl. 3 eða 4 eins og var nú.
Litli bróðir stöðugt í sjónvarpinu að labba eftir kaffibollanum meðan hann beið eftir að geta talið meira!
Úrslitin eru ekki komin í ljós, útvarpa hér með að ég tel besta kostinn í stöðunni í pólítíkinni nú vera þá að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur myndi sterka ríkisstjórn um málefni miðjunnar og hægra megin við miðju. Verst væri ef að Frjálslyndir, með Jón Magnússon, bættust við stjórnina eins og hún er samansett nú. Framsóknarflokkurinn þarf að byrja uppá nýtt og á að bera gæfu til að fylgja Guðna og Valgerði út úr stjórnarsamstarfi. Held að Jón Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson séu þeir einu í þeirra liði sem vilji af alvöru fá sömu stjórn áfram. Veit reyndar ekki um fótboltadrenginn Höskuld Þór í þeim efnum.
Víst er að margt er enn ógert og því eiginlega ekki hægt að segja að kosningarnar séu búnar!
Svo kom síðasti viðburðurinn, síðasti leikur Robbie Fowler á Anfield. Einn sá lélegasti og leiðinlegast í vetur, en gaman að sjá þegar karlinn fór útaf og allir leikmenn og allur völlurinn klappaði fyrir karlanganum. Spáið svo í það að 57 sekúndum seinna kom vítaspyrna sem hann hefði pottþétt skorað úr!
Þessi leikur, fótboltinn er engu líkur. Stöðugar sveiflur milli gleði og sorgar.
Eins og Eurovison, pólitíkin og lífið sjálft! Málið er að standa af sér sorgirnar og njóta gleðinnar!!! Munið það lömbin mín.......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Takk fyrir milljón minningar "Guð"!
11.5.2007 | 14:07
Þá er það orðið staðfest!
Eins og maður reiknaði með þá fær Robbie "Guð" Fowler frjálsa sölu frá Anfield í vor. Ég viðurkenni fúslega að ég táraðist af gleði í janúar í fyrra þegar Rafael Benitez kippti karlinum til baka úr útlegð sem Frakkinn G.Houllier sendi þennan uppáhaldsdreng okkar Liverpoolaðdáenda í út af því að hann var ekki tilbúinn að sitja undir skítkasti og leiðindum.
Ég gleðst nefnilega yfir því þegar lífið sýnir sanngirni. Robbie Fowler hefur staðið sig vel þennan tíma sem hann hefur dvalið á Anfield Road nú síðustu tvö ár, en ljóst er að hann hefur nú tapað hraða og áræðni, þannig að hann er nú fallinn í það að vera varaskeifa.
Vissulega vonaði ég að hann fengi samning áfram, jafnvel koma að þjálfun og vera varamaður. Að sjálfsögðu skilur maður Liverpool og hann. Hann vill örugglega fá að spila reglulega og Liverpool vill fá yngri menn í djobbið.
Verður stórkostleg stund ef hann og Jerzy Dudek fá að spila á sunnudaginn og kveðja sitt fólk. Mikið óskaplega vona ég að Fowler skori á Kop-endanum og sýni þar með tengingu sína við hinn eina sanna guð!
Takk fyrir minningarnar, "Guð". Gangi þér vel í framhaldinu!
![]() |
Fowler kveður Anfield á sunnudaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skýr og gáfaður maður hann Eiríkur!
11.5.2007 | 07:44
Nákvæmlega það sama og mér fannst í gær.
Hann stóð sig frábærlega með gott lag, sem klárlega var eitt af tíu bestu atriðum gærkvöldsins. Ég ætla að ganga svo langt að segja að þrjú almennileg lög hafi komist áfram í gær, Tyrkland, Ungverjaland og Serbía. Hitt var bara hreinræktað popprusl.
Ég aftur á móti er farinn að hallast á samsæriskenningu Eiríks. Smálönd eins og Moldavía og Georgía komast upp úr þessu forkeppnisformati og handónýtur flutningur eins og Búlgaría og Lettland.
Held bara því miður að einhver óformleg Austur-Vestur blokk sé komin upp í þessari keppni. Ef þeir sem skipuleggja þessa keppni fara ekki að bregðast við fara fleiri og fleiri að draga sig út. Í gær voru engir Ítalir eða Lúxembúrgarar, ekki ólíklegt að Belgar og Hollendingar fylgi í kjölfarið eftir gærdaginn.
Enda sáum við fullt af auðum sætum í gær og stórt baul þegar flytjendurnir sem komust áfram stóðu vandræðalegir veifandi fánunum sínum. Skamm Evrópa!
En, ánægður með Eika. Hann heldur að sjálfsögðu sínu striki og skemmtir sér. Sama verður gert á Selhólnum. Grillað og fylgst með úrslitunum. Ég fíla Rússland, Írland og Þýskaland af þeim löndum sem voru í úrslitunum og finnst ungverska lagið það besta í keppninni.
Íslendingar eiga bara að halda áfram, aðalstuðið er íslenska keppnin og spenningurinn fram að úrslitunum. Hitt verður bara að ráðast. Ánægður í gær þegar aftur fór að heyrast íslenska útgáfan af laginu hans Eika, það á örugglega eftir að lifa, eins og "Ég og heilinn minn" og "Eldur" og lagið sem hann Jónsi söng.
Það er það sem þetta snýst um, auka flóruna í íslenskri músík.
![]() |
Austurblokkin á þetta" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú er kominn tími til að hætta.
9.5.2007 | 22:23
Í fyrsta lagi með skoðanakannanirnar. Ótrúlegur munur á þeim sem birtar voru í dag og ljóst að ekkert er að marka þær, nema að það virðist verða ljóst að Framsókn á erfitt, VG er að festast undir 20% og Samfylkingin er í sókn. Nú finnst mér að menn ættu að hætta að hrista kokteilinn, allir eru komnir á tærnar og spennan í hámarki. Nú á bara að láta laugardaginn koma.
Ég ætla líka að hætta að skrifa um pólitík á bloggið. Búinn að ákveða hvar atkvæðið fellur og gef það ekki upp. Sumir vina minna hér yrðu glaðir og aðrir ekki. Best að eiga þetta með sjálfum sér. Hef trú á íslensku þjóðinni og vona að kosningarnar leiði af sér framfaraspor fyrir okkur öll.
Gangi öllum flokkum vel og megi sá besti vinna mest.
Nú er kominn tími á að einbeita sér að mikilvægari hlutum en pólitík, almennu spjalli, fótboltasumrinu sem hefst formlega þegar ég flauta á bikarleik í Grundarfirði á föstudaginn, fjölskyldunni og annarri skemmtun.
Byrjum á því strax á morgun.
![]() |
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)